Lesstofudvergur í Leuven

Saturday, July 26, 2008

Jæja...

1. september mun:
Nýja heimilið verða sett að Eiríksgötu 4.
Nýja vinnan hefjast í Dómsmálaráðuneytinu.
Og nýja dragtin tekin til brúks, sem btw er fjólublá og F A fabulous.

Life is goooooood

Monday, July 21, 2008

Jæja, þá hefur dagurinn verið settur; 31. ágúst.
Köttur útí mýri, setti uppá sig stýri og úti var ævintýri...
Þá er bara byrja nýtt - í nýrri íbúð, nýrri vinnu og nýrri dragt.
Íha!

Thursday, June 19, 2008

Tekið af Vísir.is í dag:
... Ísbjörninn kemst ekki á lista yfir hættulegustu dýr jarðar en þar er móskítóflugan á toppnum með tvær milljónir mannslífa á ári, en síðan koma snákar, sporðdrekar, krókódílar, fílar, býflugur, ljón, flóðhestar, marglyttur og hákarlar...
----
Af fyrrnefndum dráps dýrum finnast einungis býflugur (tja svo lengi sem maður heldur sér á þurru landi) á Íslandi.

... og er þá maðurinn undanskilinn...
Í fyrra átti ég eftirfarandi samræður við prófessorinn minn í European Criminal Law:
Hann: "Where are you even from?"
Ég: "Iceland."
Hann: "Iceland? Do you even have crimes in Iceland?"

Engir glæpir og bara býflugur.

I like it.

Okey eigum við samt að ræða þetta eitthvað með moskító? Er hún bara að drepa fyrir allan peninginn eins og Íslendingar segja gjarnan þessa dagana!

Friday, June 13, 2008

Föstudagurinn 13...

... strikes again:
http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/7452171.stm

Ég skrifa þá bara Mastersritgerðina mína um atkvæðagreiðsluna í Eurovision.

Tuesday, June 10, 2008

Stóra Bakarísmálið

What is the world coming to?
Skjóta sig í fótinn.
Bakarísstelpan.

Héðan í frá verður lífi mínu skipt í tvo kafla: Fyrir og eftir stóra bakarísmálið.

Monday, June 09, 2008

Samúðarkveðjur

Svona í ljósi kreppunnar og þeirrar staðreyndar að enginn hefur efni á nýja fansí grillinu (sbr. síðasta færsla) sem tröllríður markaðnum á Íslandi eins og flatskjáir hafa gert undanfarin misseri vil ég votta fólkinu sem er að grilla í Nauthólsvík samúð mína. Veslings fólkið að þurfa að grilla á gömlum grillum í kreppunni.

Það má þó líta á björtu hliðarnar; það virðast allavega vera til aurar fyrir mat á grillið.

Friday, May 30, 2008

BREAKING NEWS

http://visir.is/article/20080530/LIFID01/763006189/-1/LIFID

Tuesday, April 22, 2008

Leuven Reunion in Göttingen

Um síðustu helgi fór ég til Göttingen í Þýskalandi að hitta vini mína frá því á fyrstu önninni sem Erasmus í Leuven.




Strákarnir og Stella - þvílík gleði!
Helgin var meiriháttar, enda ekki annað hægt í svona góðra vina hóp.
Við fórum í háskólapartý þar sem ég og vinur minn skiptum um hlutverk, he became me and vice versa. Flottur jakki og maaaaans bag er klárlega málið.
Ég drap næstum sjálfa mig og fleiri í kringum mig á allt of stóru hjóli. Heilræði dagsins; don't bike while drunk! I mean it! Reyndar var hjólið með stæla þúst þannig að þetta var ekki bara ég... nei nei. Hjól dauðans fór allavega klárlega með stjórnvöldin en ekki ég.
Á laugardeginum vaknaði ég við fyrsta hanagal... or so to speak. Það sem eftir lifði helginni voru nú bara tekin rólegheit á þetta. Eitt djamm var meira en nóg enda var föstudagsdjammið sennilega eitt mesta djamm sögunnar... og þynnkan réði ferðinni á laugardaginn. Þynnkan hindraði Team Vala þó ekki í því að rústa Team Garlic í mini golfi. Damn we rock!
Tja fleira er svosem kannski ekki veraldarvefsvænt eftir ferðina.
Lýk þessari þunnu færslu með orði helgarinnar:
Schweingel.
Nauðsynlegt að kunna.
Bæti kannski við meiru síðar ef mér dettur eitthvað í hug... efast samt um það, heilinn er kominn í próf gír og þá er nú lítið á honum að græða!
Túmorró; Ísland!

Wednesday, April 16, 2008

Ask the computer

Í gærkvöldi var ég viðstödd enn eina opnunina undir hátíðinni Iceland on the Edge sem heppnaðist einstaklega vel, svo ekki sé nú minnst á hvað var voða gaman að fá yet another opertunity til að network my ass off. Hinsvegar var ég sökum þessa mei-heiriháttar networking opertunity svo syfjuð í morgun að ég fór í vitlausar buxur... ég mætti því í brúnum buxum og svörtum jakka - tvílitri dragt - á sendiherrafund í ráhherraráðinu. Trendsetter...? Computer says noooo... Þegar ég leit útúm gluggan í morgun, áður en ég klæddi mig í brúnu buxurnar og svarta jakkann, sá ég að sólin skein hátt á lofti. Yndislegt hugsaði ég með sjálfri mér. Fór þessvegna í stuttermapeysu (við brúnu buxurnar sem á þessum tíma ég hélt enn að væru svartar) og þunnan svartann jakka - dragtarjakkann minn (Þennan sem passar ekki við brúnu buxurnar). Nú stuttermapeysan var ekki mikið gáfulegri en brúnu buxurnar - sem pössuðu ekki við svarta jakkann minn - afþví nú er ég nær dauða en lífi af kulda enda er loftræstingunni hérna í vinnunni stjórnað af djöflinum og freekin' freezing úti. Gluggaveður...? Computer says yes!
Ég er samt voða glöð og sæl með lífið. Ég er að fara á Leuven reunion í Djörmaní um næstu helgi. Svo er það Ísland í 3 vikur, 3 próf og a.m.k. eitt gelludjamm. Vúhú!

Túmorró: Lopapeysa og flísbuxur.

Tuesday, April 08, 2008

Vor

Síðastliðna tvo mánuði er ég búin að:
- Fara tvisvar til Djörmaní á námskeið og hitta m.a. uppáhalds prófessorinn minn sem ég elska að hata... in jó face skiluru! We do too have crimes in Iceland.
- Fara á opnunina á Iceland on the Edge, Icelandic Airwaves og Pétur Gaut í leikhús with my gay better half svo eitthvað sé nefnt.
- Reka hótel.
- Fá fullt af gestum; takk fyrir komuna alle sammen :o)
- Borða þrjú páskaegg; takk fyrir mig.
- Loka hótelrekstrinum... tímabundið a.m.k.
- Fara til Amsterdam á skíði... or so to speak,
- Borða meira Sushi en allir Japanir til samans innbyrgða á heilu ári,
- Klippa mig... again. When am I gonna learn?
- Týna veskinu mínu tvisvar... og finna það aftur tvisvar.
- Halda tvö fabjúlös partý í my fabjúlös penthouse.
- Djamma til 9.30 um morguninn. And before you ask, no I'm not on drugs...
- Fara næstum á deit með fyrrum vistmanni á geðveikrarhæli. This is what's out there for us single gals.
- Byrja á mastersritgerðinni minni - Halelúja. Amen.

Ævintýrin í lestinni halda líka áfram. S.l. mánudag var ég svolítið sein, verandi mánudagur and all. Jæja, hið daglega ferðalag samanstendur venjulega af; Leuven - Brussel Noord, Brussel Noord - Brussel Schuman. Síðari hlutinn tekur venjulega 5-7 mínútur. Þennan mánudag (dauðans) tók hann hinsvegar 55 mínútur. Afþví lestarstjórinn ákvað að keyra útá flugvöll, stoppa þar í rúmt korter - án þess þó að opna lestina - snúa svo við og stoppa ekki fyrren á Merode. Sem er stoppustöð sem ég vissi ekki að væri til og lestin á ekki að stoppa á. Frelsinu fegnir ruddust allir farþegarnir útúr lestinni. Á sama tíma. Soldið svona einsog þegar beljunum (Belgunum) er hleypt út úr fjósinu (lestinni) á vorin.

Tuesday, February 26, 2008

Fugly

Í Belgs er komið vor. Og hvernig veit ég það? Ég er með moSKÍTÓbit inni í lófanum. Svo er ég með fjórar bólur. Og ógisslega hvít. Eeeeen ég ákvað nú um síðustu helgi að kveðja ljótuna/Belguna og skellti mér í klippingu. And I haven't been able to stop crying since. Við erum að tala um skalla að aftan og sítt að framan. I'm officially Belgian and not loving it. Eeeen eins og móðir mín benti réttilega á vex það víst aftur hárið. það var bara svo ljótt að ég ákvað að laga það aðeins og klippti mig bara sjálf í gær... það lita sem var eftir. já já, ræðum það ekkert frekar.

Allt kurrrreisí að gera mar. Gústos að koma á fimmtudaginn. Bara svona temmilega spennt fyrir því. Ekkert búnað pæla mikið í því sko... eða undirbúa neitt. Eða þrífa eða soleis skiljið. Bara varla hugsað um'idda. Mmmmmhmmmmm

Ég lenti í nýju ævintýri í lestinni. Einhver ógeðslegur kall (sem reyndar var ótrúlega ordinary looking) sat á móti mér í lestinni og starði á mig. And before you ask var hann EKKI myndó. Svona ca. fimmtugur kall í ljósum kakíbuxum (vill einhver segja Belgum að það er ekki töff að vera í ljósum kakíbuxum, seriously!) og þunnt hár. Hann lét sér þó ekki nægja að stara á mig heldur byrjaði hann að klóra sér í lille man. Takk fyrir og bless. Ég ákvað bara að vera mjög pen og gaf honum illt augnaráð og færði mig í annann vagn í lestinni. Og hafðu það!

Áfram með smjérið
More later

Wednesday, February 20, 2008

Orange anyone?

Ég held að Lindsay Lohan Ásgeirs Kolbeins long lost sister.

Saturday, February 09, 2008

Tónleikar

Bókasafnið hér í Leuven, sem er einkennismerki borgarinnar, var byggt af Bandaríkjamönnum eftir síðari heimstyrjöld sem gjöf til borgarinnar. Byggingin er stór og mikil með háum turni. Í turninum eru klukkur (eins og kirkjuklukkur) sem hringja á kortersfresti. Suma daga spila klukkurnar hinsvegar lög. Lög eins og gamla slagara með Elton John eða John Lennon, Sinfóníur Mozarts og fleiri snillinga svo eitthvað sé nefnt. Það er engin sérstök regla á því hvaða daga klukkurnar spila eða hvaða lög þær spila en dagurinn í dag er einmitt einn af þessum dögum. Ég bý ca. 200m fjarlægð frá bókasafninu. Hér er útsýnið af svölunum hjá mér.

Eftir vinnu í gær ákváðum við Fríða að skella okkur í 1 bjór. Vinnavikan var búin að vera afar löng og ströng og við áttum svo sannarlega skilið að slaka aðeins á með einum köldum. Einn kaldur breyttist hinsvegar fljótlega í Sushi og hvítvín, Martini, Vodka í Redbull og svaðalegt tjútt. Þvílík stemning! Heimkoma í morgun var rúmlega 6.30. Þá "svaf" ég í 2 tíma en þurfti þá að fara á fætur til að sinna verkefnum dagsins. Hressandi.

Núna er ég alls ekkert þunn og meiriháttar hress. Ég er að undirbúa verkefni í Lögskýringum og njóta þess að hlusta á ljúfa tóna bókasafnsklukknanna.

Life is good.

Friday, February 08, 2008

Fugly

Hárið á mér hefur náð nýju hæðum í ljótleika. Það er svo ljótt að ef ég væri úti á götu að labba með Justin Timberlake (sem augljóslega er every day event hjá mér) myndu gangandi vegfarendur ekki taka eftir Justin vegna þess hversu áberandi ljótt hárið á mér er. Ef það væri ekki hárið sem næði fullri athygli þeirra væri það ofbirta í augun vegna þess hversu hvít ég er.
Í staðinn fyrir að fara í ljós og litun og klippingu (guð hvað ég sakna mömmu) hef ég ákveðið að gerast trend-setter. Ljótt hár og hvítt hörund er framtíðin. Hver sá sem reynir að sannfæra ykkur um annað er greinilega á mála hjá einhverju fégráðugu snyrtifyrirtækinu. Ég læt sko ekki blekkjast. Ónei, foreldrar mínir kenndu mér nú betur en það. Ég set hérna með splunkunýja mynd af mér til að rökstyðja mál mitt. Ef þið sjáið mig ekki er það afþví ég er samlið bakgrunninum.
Það besta við þetta er samt að nú blandast ég vel inn í belgískuna. Belgar eru nefnilega allir með hvítuna og fugly hár. Yndislegt.

Toodles

Tuesday, February 05, 2008

....

Loksins eru komnar nýjar myndir af höllinni minni. Vona að þetta virki.... ég og tölvur höfum nú ekki verið þekktar fyrir harmónískt samband.

Um helgina hélt ég semi-innflutninspartý. Það var svakalegt stuð, enda ekkert nema Íslendingar á staðnum. Þeir klikka ekki þegar kemur að drykkju og góðu glensi. Ég á nú eitthvað aðeins eftir að ritskoða myndirnar áður en ég set þær á netið... nú er maður komin í fullorðinsvinnu og fullorðinsleik (takið eftir hvernig endirinn á orðinu er "sleik". Þið megið ráða hvort ég er í leik eða sleik) alla daga. Þá þýðir nú lítið að vera með einhverjar sveittar fyllerísmyndir af sjálfum sér á veraldarvefnum. Óneei. Þeir dagar eru liðnir...

Það var rosa fínt veður um helgina, eins og sjá má á myndunum, og þessvegna nýtti ég tíman milli partýa og þynnku í að útrétta og djæfa í bænum. Á sunnudaginn fengum við Fríða okkur svo late-lunch, kaffi og göngutúr. Enduðum á að fara í bíó á frekar vafasama mynd.