Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, February 27, 2007

Vala í Orlofi

Eftir svefnlausa nótt og eftir að hafa kvatt næstum alla vini mína... snökt (violins...) lagði ég uppí leiðangur til Skotlands. Fór eldsnemma á sunnudagsmorgni þess 4. feb. með fyrstu lest til Brussel, þaðan til Charleroi, flug til Glasgow Prestiwick... sem er sko bara alls ekkert í Glasgow, lest inní borgina þar sem ég hitti loksins Hlínsuna mína. Yndislegt. Sunnudeginum eyddum við í Glasgow, kíktum aðeins í Urban Outfitters og spókuðum okkur í rigningunni. Um sexleytið fórum til með lest til Edinborgar og heim í höllina hennar Hlínar. Eftir dýrindis pastarétt sem Hlín eldaði voru bara almenn kósýheit um kvöldið, horfðum á hvert frábæra sjónvarspefnið á fætur öðru og þar bar held ég hæst Girls of the Playboy mansion (my cat is all talk and no action!) og Housewifes of Orange County... sorglegt...?

Dröttuðumst á fætur um hádegi á mánudeginum... og reyndar alla hina dagana líka... mmmm... ljúfa líf, ljúfa líf, burt á vængjum ég svíf... skelltum okkur á Subway, afþví í Leuven er ekki Subway (stupid ass belgian people), og svo á Starbucks. Amen. Chilluðum bara í búðunum og nutum blíðviðrisins en um kvöldið fórum við út að borða með Danna og svo á Pub þar sem við hittum m.a. Hildu og Stebba. Kvöldið endaði á táfýludiskó þar sem Hlín fór á kostum. Því fá engin orð lýst hverju hún tók uppá. Never a dull moment when in her company, that's for sure. Buuuut what can I say, you had to be there.


A daily ritual var að sofa fram á hádegi, strætó - sjálfs mynd af okkur vinkonunum (beautiful) og starbucks.

Á þriðjudag tókum við smá sight-seeing, röltum uppað Edinkastala, hlustuðum á ljúfa sekkjapíputóna á meðan við gengum hluta af Royal mile og fórum svo í Mary King’s close sem er einskonar neðanjarðarborg. Þvílíkt skemmtilegt að skoða. Yes I’m a tourist and proud of it! Um kvöldið eldaði ég one of my specialities... ei-heinmitt... og slakað í tær.


Á miðvikudeginum var alveg yndislegt veður og við ákváðum að leggja uppí langferð... þó ekki á langferðabíl heldur í strætó til að skoða Rosalyn Chapel sem er sennilega sem mest fræg fyrir framkomu sína í Da Vinci Code. Eníhú í ljósi þess að veðrið var svona frábært og strætóferðin “smáspölur” var dagurinn í heild bara frábær. Tókum Ástu Sigrúnu vinkonu litlu sys með og held að hún hafi skemmt sér vel líka. Um kvöldið var spaghetti veisla hjá Danna.


Fimmtudeginum eyddum við á Starbucks kaffi þar sem ég upgradaði mig í slúðrinu á meðan Hlín las Construction management. Nei, ég hefði ekki verið til í að skipta... Man it's good to be on holiday. Sennilega besti dagurinn af þeim öllum, að sitja bara í sófa með Kaffi Mokka í annarri og vandamál fræga fólksins í hinni.


Um kvöldið komu óléttu skvísurnar og við fórum út að borða á indverskan veitingastað með engu vínveitingarleyfi... yes, just bring your own... is this a trick?


Daginn eftir skoðuðum við Edinborgarkastala og tókum svo smá maraþon í búðunum. Ætluðum á Elephant house sem er kaffihúsið sem J.K. Rowling skrifaði fyrstu Harry Potter bókina á en svo bara gleymdist það í öllum æsingnum... Um kvöldið eldaði ég og svo skelltum við single, non – pregnant chicks okkur ásamt Danny boy í partý og loks á skemmtistað sem seldi bara munnskol í stað staupa.

Ekki laust við smá þynnku á laugardeginum... við Hlín sváfum bara út á meðan þær óléttu herjuðu á Baby Gap og maternity deildina í H&M. Ætluðum út að borða um kvöldið en due to the fact að einhver leikur í ....hmmm... I want to say rugby... but at the same time I’m not quite sure... segjum bara að Mel Gibson og félagar hafi verið að endurtaka atriði úr Braveheart, var ekkert laust borð í borginni að fá. Þannig að við enduðum á að panta pizzu, enda allt of latar til að elda og gerðum ekkert. Sweet.


Á sunnudeginum fóru Thelma og Edda heim og við restarnar ákváðum að fara í bíó og keilu. Á mánudeginum biðu svo lestarnar, strætóinn og flugið mín. Skreið heim í Penthásið mitt rétt fyrir kvöldmat.


Here are seme little know facts about Edin:

Vinsælasti bjórinn er Stella. Smart people.

Þetta er æðisleg borg, passlega stór, passlega busy eeeen allt of lítið af sætum strákum. En það er reyndar ekki borginni að kenna sem slíkri, heldur frekar brestkum genum. Já, það er verst að allir geti ekki verið jafn fallegir og við Íslendingar.

Starbucks er ALLSTAÐAR, we like!

Það virðist vera búið að loka News and booze.

Snack attack coffee er falinn gimsteinn.

Það er íbúðarhúsnæði inni í kirkjugörðunum.

Það er hundaskítur út um allt.

These (sjá mynd) are totally making a comeback!


Jæja held þetta sé komið allt of mikið í bili, ævintýri febrúar koma innan skamms. Nóg að frétta, það er allavega nokkuð ljóst.

Cheerieole chaps!

Fleiri myndir til hliðar fyrir þá sem þyrstir í meiri upplýsingar!

Wednesday, February 21, 2007

Ég fór í partý í síðustu viku. Þar hitti ég belga í röðinni á klósettið. Eftir smá small talk spyr hann hvaða ég sé. Ég segist vera frá Íslandi. Gaurinn bara gjörsamlega missti saur yfir því og sagði svo; damn! I should have brought my camera!

Wtf! er mar eitthvað fríksjó hérna?
Stupid ass belgian people.

Tuesday, February 06, 2007

Hápunktur lífs míns!

Var tvímælalaust þegar Sigurjóna mín var heimt úr helju/Kalíforníu að morgni 29. desember síðastliðinn!!!
I love you besta litla sys!!!
Mússí mú!

Saturday, February 03, 2007

Janúar

Hápunktar jólafrísins voru:
Að fluginu frá Brussel til London var aflýst.
Að vera veðurteppt á Heathrow í 7 klst.
Að bíða í flugvélinni í 3 klst. og 10 mín. áður en hún fór í loftið útaf einhverri kellingar***u sem mætti ekki í vélina eftir að hafa tékkað sig inn. Það vona ég að hún hafi kafnað á jólasteikinni.
Veðrið.
Að þurfa að læra.

Lágpunktar jólafrísins voru:
Elman mín og öll hennar stubbaknús.
Jóladagarnir.
Áramótin og Akó baby!
Afmælið hjá Villa, alger snilld.
Að komast aftur út.

Ég kom aftur til Leuven sunnudaginn 7. jan.
Mánudeginum 8. jan. eyddi ég bara í að þvo og versla í matinn, þrífa penthásið og afþýða ískápinn. Í kjölfarið á þeirri upplýstu ákvörðun fór af stað skaptárhlaup. Þurfti ég því að hefjast handa við drastískar flóðavarnir. Held ég sleppi því bara að afþýða ískápinn aftur.
Afgangnum af janúar má lýsa eftirfarandi:
07.20 Rise and shine... well at least rise. Sturta+hafragrautur.
08.25 Þeyst á bleika fáknum á bókó.
12.30 Lönds with the gang.
13.30 Back to prison.
16.00 Kaffi með stelpunum á Ron's black.
18-19 Heim að elda.
19-20 Back to the books.
24-01 ZzzzZZz
Inn á milli þessar mei-heiriháttar dagskrár voru óvæntar uppákomur eins og 6 próf, 2 árangurslausar ferðir til Dr. Velo, extreme printing, þvottadagur, heimsóknir frá Zkapta og Rrrunólfi og þónokkrar ísferðir á McDonald's. Svona svo eitthvað sé nefnt. Afar spennandi mánuður.
Prófin kláraði ég á miðvikudaginn kl. 12. Fór þá í lönds og svo heim í powernap. Um fjögur fór ég og hitti strákana niðri á Oude Markt sem er risastórt torg umvafið 28 börum. Markmiðið var að fá sér 1 bjór á öllum. Strákarnir voru þegar búnir með 6 enda byrjuðu þeir um tvö. Allt var þetta skráð samviskusamlega niður, kostir og gallar hvers staðar og myndir teknar af hópnum inni og úti. Tja hvað skal segja meira; set bara myndirnar á netið við fyrsta tækifæri og læt þær tala sínu máli. Samkvæmt skráðum heimildum heimsóttum við 24 bari... Hihihi. Þvílíkur snilldardagur, án efa einn sá besti hingað til. Það bara getur ekki farið úrskeiðis að djamma með 6 þjóðverjum!
Á fimmtudaginn var ekki laust við smá timburmenni en deginum eyddi ég í að grynnka á my to do list... án mikils árangurs. Hmmm... fluttum samt Hafdísi og hennar hafurtask á Parkstraat. Um kvöldið var svo partý fartý in my fabulous Penthás. Hingað komu hva... um 15 manns (og ég vil bara minnast á að "íbúðin" er 19 fm). En við létum það ekki á okkur fá, drukkum og trölluðum, allt til að hefna mín á stelpu*** í næsta herbergi sem hélt partý til 04.00 í miðjum prófum. A taste of her own medicin if you will. Um miðnætti var það svo bærinn, fyrst besti barinn frá deginum áður, þá Café Manger og loks 7oaks. Sniiiildarlegt kvöld.
Föstudagur tekinn snemma, þyyyynnka, kveðju-lönds... losað aðeins um táragöngin og loks heima að þrífa. Now I just feel a littlebit blue; Allir farnir og Palli einn í heiminum. Eeeen það birtir upp á morgun því þá fer ég til Hlínsunnar minnar. Boy oh boy hvað það verður gaman.
Jæja, ég verð víst að fara að pakka í hausinn á mér ef ég ætla að komast í dinner og út í kvöld.
Já svo má minnast á 2 bíóferðir í janúar; The Departed og Blood dimond. Báðar góðar en sú síðari tvímælalaust betri. Alger snilldarmynd.
More later
Toodles