Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, March 25, 2007

Nýtt "dú"

Á fimmtudaginn fór ég í a veeeeeery much needed klippingu. Eins og flestir sem mig þekkja vita er móðir mín elskuleg hárgreiðslukona og snillingur með meiru. Ég hef því aldrei leyft, né þurft að leyfa, neinum öðrum en henni að klippa mig. (Tja, að undanskildu einu tilfelli í Kaliforníu árið 1999 þegar ég gerði þau stóru mistök að halda að eldri systir mín væri líkt og móðir mín snillingur með skærin. Svo reyndist ekki vera (hún er bara snillingur á öðrum sviðum) og ég fór heim frá Kalí með sítt hár og stallaklippingu. Þegar móðir mín sá mig í Leifstöð, í fysta skiptið í tæpt ár n.b., gat hún engu öðru stundið upp en: Hvað kom fyrir hárið á þér barn? Töff atriði).


Eníhú, Belgar eru nú ekki þekktir fyrir að vera nýmóðins þjóð og ég var því frekar skeptísk á að leyfa einum þeirra að klippa mitt fagra hár... höhömm... En þetta var vægast sagt neyðartilfelli. Nú úr nóg af hárgreiðslu stofum var að velja, þær virðast einhverra hluta vegna vera á hverju horni sem ég skil ekki hvernig virkar. Allir Belgar eru óklipptir með ólitað hár, NEEEERDS. Reyndar nota strákarnir hérna óhemju mikið af geli í hárið sem gæti e.t.v. haldið helmingnum af stofunum gangandi. Ég sver það þeir eru allir eins og Ross í friends. Hate to break it to you guys, but the wet look is totally last season. Stupid ass Belgian people.Jæja, ég fékk tíma á stofu hérna niðri í bæ. Og gaman að segja frá því að hárgreiðsludaman mín var frá Amsterdam (fólk þar er talsvert meira smart en hérna í Belgíu), talaði frábæra ensku og kunni svo sannarlega sitt fag. Þannig ég er bara hæstánægð með nýja "dúið". Fór svo heim eftir klippinguna og litaði á mér hárið og helminginn af íbúðinni minni í leiðinni reyndar, but who cares, my hair looks fabulous! Skildi við ljótuna (eða Belgískuna eins og ég kýs að kalla það núorðið) á fimmtudaginn áður en ég fór á Cantus um kvöldið.Cantus er nú meiri stemningin. Þessi var mun stærri en sá sem var á síðustu önn og bara mun meiri stemning leyfi ég mér að segja. Miðinn kostaði 10€ þannig að mottóið hjá okkur stelpunum var að koma út í plús... you do the math. Eftir Cantusinn fórum við í partý og loks í bæinn. Kvöldið var með talsverðum dönskum keim en það kom ekki að sök. Danir eru snillingar. Skreið uppí rúm kl. 06.52 eftir frábært kvöld.Föstudagurinn var eftir því. Afar hress... endaði með bíó á glataða mynd, Breaking and entering. Who makes this shit segi ég bara. Jude Law gat ekki einu sinni bjargað henni. Þá er myndin slæææm skal ég segja ykkur, afþví Jude Law getur bjargað næstum öllu með fegurð sinni.Í gær fór ég til Brussel að versla aðeins fyrir Elmuna mína. Talsverð spenna ríkti í loftinu því fyrr í vikunni hafði Hafdís fundið Subway stað í Brussel sem við héldum áður að væri ekki til í Belgíu. Eftir búðarævintýrin gerðum við okkur ferð úr miðbænum með neðanjarðarlestinni að Brussel Midi (rassgat.is) og skríktum af kæti þegar komið var á áfangastað. Held að myndin lýsi vonbrigðum okkar best. Stupid ass belgian people!Jæja eftir "dinner" á lestarstöðinni fórum við á afmælistónleikana í Atomium. Þessa sem voru í fréttunum á Íslandi skiljiði. Ég var bara þarna með kónginum og drottningunni að djæfa. Þið hafið kannski bara séð mig í sjónvarpinu.. ég var þarna þessi með myndavélina bak við stóra skjáinn... Mmmmhmmm... ég veifaði sko og allt. Svo urðum við að fara áður en tónleikarnir kláruðust afþví stupid ass lestin gengur bara til miðnættis. Skítalest. Jæja, við vorum komin til Leuven um hálf eitt og fengum okkur þá 1 mojito á Ron Black's svona í tilefni dagsins. Svo bara heim að lulla.Í dag kom svo sólin aftur. Þessvegna er dvergurinn extra hress og kátur. Skellti sér í sund með betri helmingnum áðan. Núna þarf hann að drífa sig að sinna nokkrum dvergaerindum svo hann komist út í kvöld.


Tot Ziens!


P.S. Set svo bara mynd hérna fyrir neðan frá tónleikunum svona sem sönnunargang þess efnis að ég hafi sko í alvöru verið þarna. Mmmhmmm.

Wednesday, March 21, 2007

Hjálp!!

Um hvað á ég að skrifa ritgerð í International Criminal law?
1. State sponsored "selective assassinations" annað hvort sem
a) international crime eða
b) the Syria/Lebanon Hariri case.
2. The U.S. record in dealing with war crimes of its force in Iraq.
3. Can international embargoes amount to a crime under international law?
4. The "international list of terrorists" and it's legality.
Ég byrjaði með rúmlega 40 viðfangsefni og er búnað þrengja valið niður í þessi 4. Að velja úr þessum 4 er mér einfaldlega ofviða. Svona stórar ákvarðanir eru ekki fyrir litla dverga.
Help the midget or it will go bonkers!!

Tuesday, March 20, 2007

Multiple personalities - friends or foe?

Lífið í Leuven heldur áfram að ganga sinn vanagang. Hvert partýið á fætur öðru, þau eru orðin of mörg til að ég kunni skil á... einhvernvegin renna þau bara saman í eitt. Skrýtið!
Eníhú, síðasta laugardag var partý á Parkstraat hjá Hafdísi og Zkapta. Ég og Rrrrunólfurrr fylktum liði þangað um kvöldmat, eftir ráðstefnu í Brussel sem varað hafði daglangt. Einkar áhugaverð ráðstefna það. Nú Brrrezzzerrr var með í för og og teygaður af áfergju framundir miðnætti en þá fór ég í Bad hairday partý. Töff.is. Ég frestaði einmitt klippingu vegna þessa partýs, það er jú ómögulegt að koma nýklipptur í bad hairday partý.. maður þarf stundum að fórna sér fyrir málstaðinn/partýin. It's hard work partying all the time. I tell you, it really takes the wind out of you. Jæja, kvöldið endaði á Stapletons sem er írskur pöb, en þar voru st. Patricks day hátíðarhöld í hávegum höfð. Svaka stuð. Held að myndin af Hafdísi hérna til hliðar lýsi stemningunni best. Þemað var að sjálfsögðu grænt.
Svo kom sólin í síðustu viku. Hún er farin aftur núna. Stælar í henni alltaf hreint. Beistanið farið að fölna. Ehh, who needs a base-tan when you have a fabulous bronzing powder. Ég bara spyr.
Hmmm... fleira hefur sossim ekki borið til tíðinda hér í Leuven. En eftirfarandi tilkynningar eru að heiman:
1. Móðir mín yndislegust átti afmæli þann 18. mars s.l. Varð hún 39 og lítur ekki deginum eldri út ;) Til hamingu mútta!
2. Góðvinkona mín hún Barbara, or Ms. B aka foxy Brown as I like to call her, átti afmæli í gær þann 19. mars. Hún varð einmitt 19. Congrats honey.
3. Án þess að gera lítið úr ofangreindum stórafmælum eru þetta nú merkilegustu fréttirnar að mínu mati: María og Vífill innilega til hamingju með frumburðinn. Get ekki beðið eftir að sjá krílið!

Jæja nú tekur alvara lífsins við...
Toodles

Wednesday, March 14, 2007

It's alive!!

Jæja, ég er klárlega drekinn í að blogga... þið megið velja eitt af eftirfarandi ástæðum fyrir bloggleysi:
a) I was kidnapped by aliens and they don't have internet access in outer space... yet.
b) I've been undercover and away on a secret misson for the Belgian King.
c) I've been dinking "herbal tea" in Rosendaal, NL, and completely lost track of time.
d) Ég hef ekkert mér til málsbóta.
Hmmm... where to start...
Í Belgíu er komið vor. Undanfarna daga hefur verið sól og sumarylur. Kvikindið bara búið að vörka í taninu og komin með að ég myndi segja gott beis-tan. Einstaklega mikilvægt fyrir framhaldið en takmarkið er að koma he-heltönuð heim í sept. Yes, I will not be returning to Iceland untill late september. Prófin klárast í byrjun júlí og við tekur vinna í íslenska sendiráðinu í Brussel (note to self: 1. stay a way from the thing you were smoking the day you decided to prolong your stay in Belgium). Fór í heimsókn á tilvonandi vinnustaðinn í síðustu viku. Tók mjög töff atriði og villtist í 1 og 1/2 tíma í rigningunni á leiðinni þangað and made therefor a very good first impression. Eeeen það kom ekki að sök því þau ákváðu samt að ráða mig (note to self: find out what they were smoking and get some...).
Breytti aðeins um áherslur í náminu. Þar af leiðandi er nóg að gera, hver ráðstefnan á fætur annarri, sem er mjög töff fyrir ímyndina sem ég kappkosta að viðhalda, n.t.t. að ég sé hælí bissí og important... mmmhmmmm, og 3 ritgerðir í smíðum. Mjög spennandi alltsaman.
Um páskana ætla ég til Genf on a "businesstrip". Mun ég heiðra Genfara og fleiri nærstadda með nærveru minni m.a. í stofnunum sameinuðu þjóðanna og víðar. Everybody wants a peace of the Mighty Midget. It's hard work being small but yet so big...
Um síðustu helgi skruppum við nokkur í dagsferð til Amsterdam. Tókum smá de-tour á leiðinni þangað til Rosendaal. Had some heeerbal tea. Í Amsterdam vorum við mest að túristast en enduðum á Rijksmuseum og sáum m.a. Rembrandt málverkin. Mér tókst næstum að halda kúlinu allan tíman inná safninu þangað til ég sá Nightwatch. Yes, I'm a museum nerd. But let me tell you; they are the future. Ég er viss um það! Langar svo bara að minnast á hvað Amsterdam er æðisleg borg. Klárlega ein af mínum uppáhalds borgum.
Annars er félagslífið búið að halda mér nokkuð upptekinni. Sem er afar gott. Held ég sé búin að fara meira út á lífið á þessum eina mánuði síðan þessi önn byrjaði en á allri síðustu önn! Það eru bara partý fartý öll kvöld, afmæli, stefnumót við Stellu eða menningarlegir viðburðir... höhöm.
Svo reynir maður að læra inn á milli. Undirbúa allar þessar ráðstefnur og ritgerðir.
Heyrðu já svo kíkti ég á Kristínu frænku í Brussel um þarsíðustu helgi. Hún var hér í skólaferðalagi með HR. Rosa gaman að sjá andlit að heiman. Eyddi deginum með henni og vinkonum hennar í mestu makindum og enduðum á kvöldverð þar sem einstök þjónustulund belga sannaði sig enn eina ferðina. I hear potatoes are the new salade and steak is just normal steak. Stupid ass belgian people. Sú vísa verður aldrei of oft kveðin.
Jæja, ég held að þetta sé það allra helsta auk þess sem núna þarf ég að hundskast í bælið to get my beauty sleep.
This has been the Mighty Midget, reporting live from Leuven, BE.
Fyrir forvitna endilega sendið e-mail (vms@hi.is) ef þið viljið sjá myndir frá eitthvað af ofangreindum atburðum. Eða ef þið hafið bara gaman af að sjá fulla dverga í útlöndum.