Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, October 27, 2004

Bakkus er böl...

fyrir þá sem edrú eru....
Hver er þessi Girðir, hver á þennan fíl og hvad er med alle tessir alkahólister fru Stella?
Edrú á laganemadjamm? Neeee, þann leik leik ég ekki aftur. Mig svíður í augun og það blæðir úr eyrunum á mér eftir síðustu helgi.
Orator - Oratorum var háð föstudaginn 22. október. Keppendur voru með færra mótinu í ár en drykkjan bara þeim mun meiri. Ég ákvað að láta mig vanta alveg á þennan mannfagnað, svo og kokteilin sem haldinn var áður. Kokteillinn sá var í Visa, og var almenn ánægja með hann enda gefnir peningar. Já, gott fólk, áhrifamáttur peninganna. Ákvað ég að sinna félagslegum skyldum þetta kvöld. Þær félagslegu skyldur entust nú ekki lengur en svo að klukkan 23.30 var Dvergurinn mættur í Sjálfstæðissalinn í öllum sínum skrúða... mínus ölæði.
Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum tapað? Ég segi nú ekki annað!
Ég held ekki að atvik þessa kvöld séu veraldarvefsvæn.... hinsvegar vil ég vekja sterka athygli á því að bæði Rokklingurinn OG Daði á Barkastöðum voru EDRÚ!
Merkilegur andskoti að þegar laganemar fara á djamm og allt fer úr böndunum er alltaf það fyrsta sem þeir segja: Djís mar, það hlýtur að hafa verið fullt tungl...
Nei börnin góð það var sko ekki fullt tungl.
Já en svona næstum því...
Hey annað hvort er fullt tungl eða ekki. Ekkert rugl.
Sigurvegari kvöldsins var allavega Óli Páll á 2. ári... Spurning hvort það var ræðan hans eða eitthvað annað sem heillaði dómnefndina... já mar veit það ekki.
Annar sigurvegari kvöldsins var svo hinn 34 ára gamli Ágústos, sem hélt sér þurrum... eða svo gott sem. Ég meina, mamma hans er ekkert að fíla að hann drekki svona mikið!
Eitt að lokum:
Árósar here we come!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home