Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, October 10, 2004

Helgi ruglsins

Já, ég hélt að ég hefði séð það allt but boy ó boy was I wrong!
Eftir þessa helgi segi ég ekki annað en I ain't seen nothin' yet... Ég hef aldrei á ævi minni lent í öðru eins rugli og vil ég kenna Dísu algjörlega um örlög mín undanfarna daga… Já og að sjálfsögðu með talsverðri hjálp félaga minna laganema á fimmtudagskvöldið. Ég hef gjörsamlega verið rænd sakleysi mínu... ekki að það hafi verið mikið fyrir :/
Allavega, þetta byrjaði allt eftir vinnu á fimmtudaginn:
Rokklingurinn (R): hey, það er kjallarinn í kvöld!
Lesstofudvergurinn (L): nei, ekkert rugl, ég var þar í gær.
Sister in pain (SIP): já en það er kokteil kvöld, tilboð á kokteilum á barnum mar! Við erum að tala um að Cosmopolitan kosti venjulega 800, þannig að þetta verður pottþétt allt gefins í kvöld :)
R: já maður, við skellum okkur.
L: jaaa, kannski einn bjór, en ég er að fara að vinna morgun og þarf að keyra heim í sveit í kvöld.
R: þú gistir bara hjá mér.
L: já en þá verður vesen á morgun afþví kokteillinn er beint eftir vinnu.
R: ekki bulla, við reddumessu.
L: þetta er rétt hjá þér, after all þá er bjór vatn háskólanemans.
Þarmeð fór skynsemin í ræsið og hefur verið þar síðan. Brunað var á frúarbílnum í fjörðinn, flutt út og aðsetur færðar að Bræðró. Eníveis, 1 bjór varð að 2, 2 bjórar að Cosmopolitan og 1 Cosmo að 8!!! Hvernig? já spurjum Rokklinginn að því:
R: uuu...... damn Germans?
Eftir Kjallaran var kvöldið rétt að byrja. Eftirpartý á Skólavörðustíg þar sem Rokklingurinn sagði okkur söguna af því þegar hún vann við járnabindingar við Hallgrímskirkju með Einari Bárða. Þar voru 3 talentar frá Norge einnig að vinna og Dísa þessi öðlingur sem hún er tók að sér að uppgötva þá og stofna band. Bandinu gaf hún nafnið A-ha og næstu ár á eftir starfaði hún sem umboðsmaður A-ha á Íslandi. Allt þetta var fest á filmu og fæst gegn vægu verði í bóksölu stúdenta undir: Háskóli Íslands: Lagadeild: lærðu að drekka.
Eftir eftirparýið var eftir-eftirpartý hjá Dísu. Þar var búningakeppni og Jack Daniels á boðstólnum.
R: eru örugglega allir með rauðvín?
Dúddi djammlögga (D) kl. 06.45: Vala farðu að drífa þig í vinnuna.
Ásgerður: get ég fengið náttföt? ég neita að gista nema ég fái náttföt.
Halli Schram: ZZZzzzzZZzzz
Heilræði dagsins: ekki treysta Dísu.

Föstudagur:
Klukkan er 12.00 á hádegi og staðsetningin er svefniherbergið hennar Dísu:
R: (með viskírödd) hvað er klukkan?
L: Tólf.
D: Ahh, ekki nema 4 tímar í næsta kokteil.
Það var ekkert lært þennan daginn en ég vil bara segja eitt: þynnka is my best friend.
Kl. 17.00 var mæting í Landsbankan Austurstræti. Þar var vel veitt að vanda og ekki lengi að svífa á fólk, sérstaklega ekki þá sem varla var runnið af... Almennt góð stemmning og hrósið að þessu sinni fær Valborg fyrir að leggja sitt af mörkum. Potí bumbu. Í því sambandi vil ég benda á myndirnar sem eru hérna til hliðar... segja allt sem segja þarf.
Eftir Landsbankan var haldið á Hverfis og horft á Idol. Sumir fóru á Forsetan, aðrir fóru heim og enn aðrir héldu sig á dansgólfinu á Hverfis. Almennt var talsverð ölvun og enn vil ég benda á myndirnar sem segja allt sem segja þarf... Hvað Dúdda djammlöggu varðar er hann ekkert annað en ullarmígur fyrir að fara heim og neita eftirpartý með annan í búningakeppni... Það ku hafa verið afmælisveisla hjá hans alræmdu móður á Laugardaginn og mömmustrákurinn sem hann er gat náttlea ekki farið þangað þunnur. Ah, ég hugsa að allar mæður vilji son eins og Dúdda.
Heilræði dagsins: passið ykkur á Gústa, hann er ekki allur þar sem hann er séður...

Laugardagshrósið fá Dúddi djammlögga and my sister in pain fyrir að fara á djammið.
L8R

P.S. Orðabókin fyrir þennan texta fæst hjá Dísu.

1 Comments:

At 10:18 PM, Blogger maria said...

hver er þessi dvergur?

 

Post a Comment

<< Home