Lesstofudvergur í Leuven

Monday, October 18, 2004

Plömmer!

Í dag var símalínan mín klippt í sundur í vinnunni. Morgninum eyddi ég því símalaus, mér til ómæltrar ánægju. Það kom þó að því að gömlu karlarnir tóku eftir þögninni og fóru að gramsa í mínum málum... djö...
Gamli kall 1: Hvernig er það Valgerður, er síminn bara ekkert búnað vera hringja hjá þér í dag?
Gamli kall 2: Já, ég held ennþá að þú sér barnabarn fyrrverandi forsætisráðherrafrúarinnar, hennar Völu. Alveg klár á því.
Tollheimtumaðurinn ég: Já, nei, ég er ekki barnabarn hennar og síminn er bara bilaður.
GK 1: I'm on it.
GK2: Jú, þú ert líka henni, þú ert barnabarnið hennar. Já, getur bara ekki annað verið.
Gamli kall 3 (eilítið danskur): Hva, ef síminn vera bilaður geta enginn sætur stákar hringja í þig...

GK 2: Ertu kannski skyld Völu Matt? Svei mér þá ef ég sé ekki svip...
TÉ: Já, nei, fjárinn :/
GK 3: Nema þú vera með gemsa, já það skal vera svo gott, svo þeir geta hringt. Allir sætu stráknir.
TÉ: Já, þeir hringja einmitt svo stíft svona á morgnanna...
Tölvugaurinn birtist. Rakspírinn fyllir rýmið og það brakar í gelinu í hárinu á honum.
TG: Við fixumedda, þarf bara að hedda og ná í nýja snúru, svo verð ég enga stund að mixedda, jó, jó.
2 mín seinna er síminn kominn í lag og hefur ekki stoppaði síðan... einmitt. Vinurinn bara skellti sér undir borð með snúruna, rakspíran og gelið og þá birtist hann. Eins og ég hef aldrei séð hann áður, stærri, meiri og loðnari en ég hef nokkur tíman getað ímyndað mér! PLÖMMER DAUÐANS!!! Ég barðist við hláturinn, böt jú hef tú pikk jor krád! 4 gamlir kallar er nú varla krád til að flissa af plömmer með? Er það? Er það? Þegar hann kom undan borðinu, blikkaði ég hann bara og sagði; jó nigge, hús jor daddý?

Hrós dagsins: fær Tölvugaurinn obvíöslí. Já, Gústi þú ert ekki með tærnar þar sem hann er með hælana vinur.
Heilræði dagsins: Sælir eru fávísir, því þeirra er guðsríki. Við skulum vona það.
Að lokum: Syngist háfstöfum: ég er ekki alki, ég er ekki alki, ég er ekki alki fyrir fimmaura! Já, Bjartmar veit hvað hann syngur og kallar ekki allt ömmu sína eins og sumir!
Maseltov


2 Comments:

At 10:45 PM, Blogger Hákon said...

Hress síða - spurning um að banna linka á hana?!?!

"Ég er ekki ódýr, ég er gefins!"

 
At 2:59 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Það er bannað að linka inná hana! Alveg harðbannað!

 

Post a Comment

<< Home