Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, November 16, 2004

Dægrastytting fyrir próflesara

1. Farðu eins oft á klósettið og þú getur.
2. Kíktu reglulega á hverjir eru online.
3. Finndu upp á aulalegum spurningum til að angra alla í kringum þig, Dæmi: hérna, hvað eru aftur fordæmi? eru sett lög réttarheimild? Nr. hvað er aftur Kjarnfóðursgjaldsdómurinn?
4. Þyktust ekki skylja útskýringar þeirra, það þýðir bara meiri útskýringar og meiri frítíma...
5. Fáðu þér sem mest af kaffi því þá kemstu oftar á klósettið.
6. Ef þú drekkur ekki kaffi dugar kók, vatn og flest fljótandi.... te er líka einkar vatnslosandi.
7. Hugsaðu um hvað þú átt að gefa öllum í jólagjöf.
8. Búðu til lista yfir hverjum þú ætlar að senda jólakort.
9. Farðu á netið og dobbletjékkaðu heimilisföng þeirra sem þú ætlar að senda jólakort, þú vilt nú ekki að þessi einstöku heimaföndruðu jólakort lendi í röngum höndum.
10. Sendu fullt af sms til allra sem þú veist að eru í próflestri og segðu bara; hvarta gera???
11. Ef þú færð ekki svar, skalt þú samt svara og segja í smáatriðum hvað þú ert að gera, hvað þú ert að læra, hvernig gangi, hvað þú ert búnað borða og gera og allar kjaftasögur sem þú hefur heyrt.
12. Lestu séð og heyrt.
13. Labbaðu um lesstofuna, bara svona til að athuga hvar allir aðrir eru staddir í lestrinum.
14. Soppaðu við hvert einasta borð og andaðu hátt uppvið eyrað á öllum.
15. Passaðu þig að reka þig reglulega í einhvern svo hann snúi sér við og missi einbeitninguna.... moahahah!
16. Vertu ýkt hneyksluð á sumum, hvað þeir eru komnir "ýkt stutt" með efnið og ítekaðu að þú sért nú komin miklu lengra!
17. Segðu öllum sem nenna að heyra lestrarplanið þitt.
18. Breyttu lestrarplaninu á hverjum degi, svo þú getir sagt öllum það aftur og aftur.
19. Skoðaða mbl.is einu sinni á klst. það er jú mjög mikilvægt að fylgjast með fréttunum.
20. Í hvert sinn sem sími pípar á lesstofunni, skaltu rjúka út með þinn síma og segja hátt og snjallt; halló! Með þessu móti færðu næga hreyfingu.
21. Teldu dagana þartil prófin eru búin.

22. Teldu bjórana sem þú ætlar að drekka á Jólaoratoríu.
23. Bloggaðu oft á dag.

24. Vertu dugleg/ur að commenta á annarra manna blogg.

25. Biddu lesstofustjóra at hoc að laga helv... hurðina á lesstofunni á kortersfresti... Hugsanlega, mögulega gerist þá kannski eitthvað í þeim málum á næstu dögum.

26. Stríddu Dísu Rokkling við hvert tækifæri sem gefst.
27. Komið gott
Gangi ykkur vel í próflestrinum laganemar


3 Comments:

At 2:25 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Mjög gott framtak hjá þér Lesstofudvergur. Ég ætla að gera þetta allt!

Kv. Dísunaður

P.s. Verst fyrir þig að ég sit við hliðina á þér Mwahahahahah hahahahahaha mwúhahahahaha

 
At 3:20 PM, Blogger maria said...

28. stalka sæta stjórnmálafræðinema. samt bara ef þeir eru stjörnur. og bara í skólanum, annars gæti þetta farið úr böndunum.
29. reyna við bassaleikara í frægum hljómsveitum, dag sem dimma nátt.
30. fara í sleik við gústa, tékka hvort hann er smitberi eða ekki. bara svona for the fun of it!

 
At 5:02 PM, Blogger Rannveig said...

múhahahah sammála síðasta ræðumanni :)

 

Post a Comment

<< Home