Lesstofudvergur í Leuven

Monday, November 15, 2004

Eftir langt hlé

Eftir talsverðar skammir fyrir lélega frammistöðu hefur dvergurinn ákveðið að taka sig saman í andlitinu. Fyrir þá sem ekki vita þurfti hann að sinna dverga-erindum norðan heiða í síðustu viku. Nei, honum var ekki rænt, hann fór ekki í dvergheima og, nei hann sat ekki heima og grét yfir því að vera dvergur! Enda alls ekkert sorglegt við það, eins og hann hefur alltaf sagt, þá er það ekki magnið heldur gæðin sem skipta!
Baugskokteillinn var 9 á skalanum 1-10. Vel veitt, stutt ræða og alger snillingur á tölvunni. Sá hinn sami skellti sér með afganginn af veigunum í partý til Dabbýar. Þar var orgelundirleikur og Danny Crane á staðnum. Hreint frábær skemmtun. Nú Jón Ásgeir lét sig ekki vanta og fyrir þá sem misstu af honum bendi ég á myndirnar til hliðar. Hann var að vanda vatnsgreiddur og vergjarn.
Jæja, kvöldið endað misvel fyrir mannskapnum, sumir enduðu í kápunni uppí rúmi, sumir á Hafnarfirði og enn aðrir á almennu bbeeeeleki langt fram eftir nóttu.
Um síðustu helgi var Sjallinn... Þar sem ég tilheyri minnihlutahóp, being a dwarw and all, lét ég mig nú bara vanta þangað... hinsvegar frétti ég af kommúnistum og öðrum istum og bið þá sem á staðnum voru að fylla uppí eyðurnar. Það sárvantar sögur frá kvöldinu!
En þangað til næst læt ég þetta duga


0 Comments:

Post a Comment

<< Home