Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, February 02, 2005

101 Reykjavík

Í gær fór ég niður á Þjóðskrá, í tilefni þess að ég flutti búferlum síðastliðinn sunnudag. Nú ég fylli út tilheyrandi eyðublöð, gegn svo að afgreiðsluborðinu, þar sem tekur á móti mér, afar ánægð með lífið, miðaldra kona.
AÁMLMK: Góðan dag :)!
ÉG: já góðan dag, ég er hér komin til að flytja lögheimilið mitt.
Nú konan tekur við eyðublaðinu, stimplar eitthvað og pikkar í tölvuna, allt verí bissnesslæk, réttir mér að lokum kvittun skæl brosandi og segir eftirfarandi:
AÁMLMK: Jæja, þá er þetta komið og þú þá bara flutt!
Já sælir, ef það væri svona auðvelt að flytja! Ég vildi óska þess að þetta væri eina sem þyrfti, tölta sér niður á Þjóðskrá, fylla út eitt eyðublað eða svo og púff! allt draslið bara flyst sjálfkrafa... eeeeða, mar flytur lögheimilið og þá fara einhverjir kallar bara frítt og flytja allt dreeeslið manns. Já, ó boy ó boy hvað ég á mikið af drasli... hvaðan það kom, veit ég ekki :/

Nú, annars er gaman að segja frá því að það stefnir allt í að við skytturnar þrjár (urðum að slíta Nælon samstarfinu eftir að Ásgerður hætti við) sem erum á leið til Danmörku komum út í bullandi plús, þökk sé Landsbankanum (besta bankanum) og Spron (næst-besta bankanum). Hver vill ekki styrkja blauta laganema til að ferðast landanna á milli til að drekka enn meira?

Heilræði dagsins: Lokiði klósettinu áður en þið sturtið...
Hrós dagsins: fær Rokklingurinn fyrir frábæra fjáröflun.
Myndir síðustu helgar eru væntanlegar í kveld,
Gangið á Guðs vegum börnin góð,

1 Comments:

At 12:42 AM, Blogger Rannveig said...

Til hamingju með nýja heimilið skvísa.. býst við heimboði á næstunni ;)

og þar sem þið skytturnar þrjár skjótist til danaveldis á vit ævintýranna býst ég við einni góðri danskri afmælisgjöf þegar þið komið til baka ;) verst að þið missið af afmælispartýinu :S

 

Post a Comment

<< Home