Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, March 10, 2005

21 stig

Í gær komst ég virkilega að því hversu gríðarlega gáfuð ég er (about time). Mér finnst ótrúlegt að vera orðin 21. árs, verandi eins fabjúlös og ég er, og vera ennþá týndur snillingur!

Það sem olli vakningunni var þátttaka mín í Rösquiz. Ég hef nú ekki gefið mig út fyrir að vera pólitísk þegar kemur að stúdentamálum og hef því ekkert verið að sækja svona samkomur. Þemað í gær var hinsvegar Sex and the city, nánar tiltekið trúarbrögð mín, og of gott til að sleppa. Ég og háttvirtur formaður Orator, María Rún Bjarnadóttir, my sister in pain með meiru, ákváðum að leiða saman hesta okkar í viðureigninni. Dabbý og Snúlla slógust síðar í hópinn og mynduðu verðugan andstæðing... eða allavega andstæðing, látum verðugan liggja milli hluta.

Nú, það er skemmst frá því að segja að ég og María RÚSTUÐUM þessu og fengum 21 stig af 32 mögulegum. Við vorum sem einn hugur, störfuðum eins og vel smurin vél, ekkert fékk stöðvað okkur... nema hver bæjarstjórinn á Höfn í Hornafirði er, ég meina who knows that shit?

Verðlaunin voru ekki af verri endanum, bjórkippa. Það má brúka hana til ýmiss skal ég segja ykkur.

En er vottur af hroka og of mikilli sjálfsánægju hér á ferðinni? Uuuu, já ég myndi segja það, og myndi jafnframt segja að hrokinn a tarna og sjálfsánægjan ættu fyllilega rétt á sér í augnablikinu. Ég ætla því að njóta þess meðan það varir,

Góða helgi gott fólk

3 Comments:

At 6:32 PM, Blogger maria said...

mín kæra!
hæfileikum okkar eru engin takmörk sett!
það var sannur heiður að sigra með þér, enda varla við öðru að búast af slíku ofurteymi sem við "sisters in pain" erum!
heill sé manolo og blessaður sé john!!

 
At 5:45 PM, Anonymous Anonymous said...

Heyrðu!!! Það er enginn EINHVER bæjarstjóri á Höfn. Veit ekki betur en hann sé kallaður Mr. Big í sex and the city..... ...og hafðu það!

 
At 12:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég átti alltaf eftir að segja þér hvað mér hlýnaði í hjartanu við að lesa norðlensku orðabókina þína hérna til hægri.... Mmmmm sælar minningar...

 

Post a Comment

<< Home