Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, March 08, 2005

Fólk sem borðar ekki hvalkjöt á ekki skilið að lifa

Um daginn fór ég með háttvirtum Gjaldkera Orator, Grétari Dór, í gamla menntaskólan minn er kenndur er við Flensuna, til að miðla þekkingu minni á lögum... tók nú ekki langan tíma, en það er jú viðleitnin sem skiptir.
Nú þar var vel tekið á móti okkur, námsráðgjafinn kannaðist ekkert við að hafa beðið um fulltrúa frá Lagadeild Háskóla Íslands og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Spurði í sífellu um einhverja konu, námsráðgjafa, frá HÍ sem við könnuðumst ekkert við að hafa haft samneyti við.
Þegar komið var upp í hátíðarsal tók hópur bólóttra, síðhærðra, misskilinna ungmenna á móti okkur og viti menn, kellan frá námsráðgjöf HÍ bara mætt.
Fyrirlesturinn gekk gríðarlega vel, mér fannst ég voða merkileg kona á framabraut í lífinu. Reyndum að hafa þetta á léttu nótunum, og Grétar sýndi skemmtilegar svipmyndir úr félagslífinu. Mér fannst nú persónulega að það hefði verið sniðugra að mæta bara með afgangsbjórinn úr Norrænu vikunni og slá bara upp heljar partý. En sú hugmynd féll ekki í góðan jarðveg....
Eftir að hafa látið móðinn mása í eins og korter eða svo, var kominn tími á spurningar. Ótrúlegt en satt var einungis ein spurning eftir þennan ótrúlega hnitmiðaða, áhugaverða og svo ekki sé nú minnst á skemmtilega fyrirlestur. Sú spurningin var: afhverju völduði HÍ en ekki HR?
People, people, people, ekki spurja svona heimskulega.
Það ætti að senda þetta hyski á sjóinn, athuga hvort ekki sé hægt að gera úr þessu menn!
Í alvörunni talað, er þetta ennþá að vefjast fyrir fólki? Ég segi nú ekki annað, en wake up and smell the coffee!
Fleira var það ekki,
Hroki.is

1 Comments:

At 7:51 PM, Blogger Valborg Steingrímsdóttir said...

Já þetta hlýtur að vera eitthvað með bólurnar að gera. Þau vaxa upp úr þessu, þessar elskur.

 

Post a Comment

<< Home