Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, March 17, 2005

Gamalt fólk

Ég vinn með 2 "heldri" mönnum og það sem lekur uppúr þeim er ótrúlegt stundum...
J: Er ekki komin kaffipása?
R: (lýtur upp frá kaplinum í tölvunni) jú, það fer nú sennilega að líða að því...
J: Já, ég þarf að taka tvö-pilluna!
R: Já, er svona brjálað að gera hjá þér?
J: Það er það nefnilega.
Klukkan slær tvö, þeir setja kaplana á pásu og skella sér í tvö-pillurnar og kaffi.
Ég geispa nú bara af öllum þessum látum...

1 Comments:

At 9:31 PM, Blogger Valborg Steingrímsdóttir said...

Lekur upp úr þeim? UPP? Hvernig gengur það fyrir sig? Nei ég segi bara svona. Takk fyrir gærkvöldið.. sumt verður ekki metið til fjár.

 

Post a Comment

<< Home