Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, April 07, 2005

Akureyringar - skemmtilegir eða bara skrýtnir?

Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir hefur verið lítið um blogg síðustu daga. Stafar það af því að Dvergurinn brá sér af bæ, lagði upp í leiðangur og hélt norður yfir heiðar. Tvisvar. Til að deila því helsta vil ég segja eftirfarandi:

Sálin í Sjallanum er formúla sem getur ekki klikkað. Punktur.

Að stelast í nætursund er frábært framtak eftir jafn sveitt ball og áðurnefnt Sálarball reyndist vera. Nauðsynlegt er þó að hafa bjór með í för, rífa kápuna sína og detta í gegnum þakið á útiklefunum.

Réttarfar rúlar.... Refsiréttur, tja ekki jafn sterkur þess dagana.

Fermingaveislur sjúga feitan böll, og hver var það sem útrýmdi áfengi úr þessum súru veislum? Ég segi bjór á línuna og ekkert múður! Já og eitt skot bara fyrir að mæta.

Brynjuís er besti ís í heimi.

Peningar eru fyrir aumingja. Það er alveg hægt að lifa á útrunnum maís, vatni og tekexi. Í alveg 2 vikur ef ekki meira. Ég skal láta ykkur vita að apríl mánuði loknum.

Það er best að tala í síman á virkum dögum á milli 4 og 6 á nóttunni. Annað er bara rugl.

Amma mín og afi eru mestu snillingar í sögu veraldar.

Tollheimtumenn eru líka fólk. Þó þeir séu dvergar líka. Djís, maður, hvenær ætlar Oprah að hringja eilea?

Að lokum: vill einhver segja mér hvað þetta er með Akureyringa og flíspeysur? Það eru bókstaflega allir Akureyringar í spariskóm, gallabuxum og flíspeysu!! Pípol, pípol, pípol, flíspeysur eru tótallí last síson... ef ekki last century.

Heydo

0 Comments:

Post a Comment

<< Home