Lesstofudvergur í Leuven

Friday, April 15, 2005

Passaður þrýstinginn maður!

Er fyrir löngu orðin háfleyg lína úr bestu mynd allra tíma: Stellu í Orlofi. Þetta er þó ekki vandamál sem ég þarf að glíma við, þ.e. of hár blóðþrýstingur. Þannig er mál með vexti að í dag var blóðþrýstingsmæling í vinnunni (eins og allir vita eru ríkisstarfsmenn alltaf undir gríðarlegri pressu (það gengur jú allt svo fljótt og vel fyrir sig í stjórnsýslunni) og stressið því alltaf í HÁMARKI, einmitt), sem væri nú ekki frásögum færandi nema eftir fyrstu mælingu varð mælandinn mjög undrandi á svip og tautaði eitthvað við sjálfan sig, en sagði svo: ég verð nú bara að mæla þig aftur, þetta bara getur ekki verið rétt. Eftir seinni mælingu sagði gellan mjög hissa og ég er ekki frá því að ég hafi séð vottað fyrir ótta í augum hennar: heyrðu, það er nú bara eins og þú sért ekki á lífi væna mín!
Hvað meinarðu, eins og ég sé ekki lifandi? Ég er semsagt með svo lágan blóðþrýsing að gellan bara trúði ekki mælinum og þurfti að dobbeltékka á þessu! Ég er semsagt lifandi dauð, gangandi lík. Blóðið bara rennur ekki í æðunum á mér eins róleg og ég er. Sæl-ir. Ekki að ég lúkki eitthvað dauð, kaffibrún, gullið hár og aldrei í betra formi. EINMITT. Ég sem málaði mig meira að segja áður en ég mætti í vinnuna... nei annars, nú lýg ég :/
Stress óskast hér með gegn vægu verði. Það er ekki eins og ég eigi fullt í fangi með námið og vinnuna. Kannski ég ætti að ættleiða barn, helst svona vandræðaungling og taka að mér góðgerðavinnu til að fylla dagskrána. Hmm, góð hugmynd. Eða getur ekki einhver skotið mér skelk í bringu svo ég virðist lifandi í næsta blóðþrýstingsmæliprófi? Wouldn't want people to think I'm dead... Einnig hef ég heyrt að áfengi hækki blóðþrýsinginn... yes, I'm way ahead of the game in that department... Skál.
Annars vil ég bara segja að Dvergakast er sko ekkert til að gera grín að. Hvernig haldið þið að ég hafi fengið staurfótinn og gleraugað? Iss.
Að lokum vil ég bara segja:
Afköst mín í dag eru íslenskum námsmönnum til skammar.

1 Comments:

At 1:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Já það er nottlega enganveginn fullnægjandi að koma bara með eina bloggfærslu á dag sjáðu bara arann

 

Post a Comment

<< Home