Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, May 18, 2005

Þaddna... eru prófin búin?

Er komið sumar? (1. stig)

Tja, ber nokkuð á öðru…? (1/2 stig)

Föstudaginn 13. að Réttarfarsprófi loknu var lagt af stað í leiðangur. Græjurnar gleymdust, ekkert kaffi, engin sítróna og Albert fjarri góðu gamni. Dr. Hook var samt með, kveikjarinn, speedo-skýlan, og kristalsglösin til að skála.

Núna er komið að uppgjöri og mun það verða í formi skyndiprófs, or as the americans like to call it “pop-quiz” (miklu flottara en okkar nafn, finnst mér):

Hver vann helvítis gólfmótið? (0. stig. Þetta vita allir)

Hver sló öll met í bústaðnum? Nefnið bæði karlkyns og kvenkyns “sigurvegara”. (2. stig)

Hvenær dó Halli? (1-2. stig. Bónusstig fyrir að vita hversu lengi hann var mellemdö)

Hver átti lakkrísinn? (1. stig)

Hver þraukaði lengst í pottinum? (3. stig, afþví ég veit það ekki einu sinni sjálf)

Hver kúkaði í pottinn? (1. stig)

Hver stal freyðivíninu? (1. stig)

Hver “kveikti” uppí partýinu? (1. stig)

Hver fann freyðivínið? (1. stig)

Hver borðaði Subwayinn hans Jóa? (1. stig)

Var freyðivíninu stolið? (1. stig)

Hver dó fyrstur og hver lifði lengst? (2. stig)

Hver drakk mest? (1. stig og bónusstig fyrir að nefna hversu mikið aðilinn drakk)

Hver bjargaði partýinu með einstökum tónlistarhæfileikum? Tvö svör möguleg, ef þú veist þau bæði færðu bónusstig. (2. stig +)

Hverjir björguðu partýinu með bestu dansæfingum sem sést hafa fyrr og síðar? (2. stig)

Þurfti eitthvað að bjarga þessi partý, var það ekki bara snilld? (1. stig, dregið niður fyrir rangt svar)

Hverjir eru klárlega á rangri hillu í lífinu? (1-5. stig, fer eftir hversu marga þú nefnir)

Hver reddaði græjunum? (1. stig)

Hver átti bústaðinn? Já eða nei eru einu mögulegu svörin að undanskildu hórdómsbústað mannfýlunnar. (3. stig)

Hver baðaði sig í hrossamykju? Og í framhaldi af því, er munur á kúki og skít? (2. stig)

Er gott að blanda hvítvíni í eplasnafs, 50/50? (1. stig)

Hver sýndi einstaka grillhæfileika? (1. stig)

Getur Gústi þagað yfir leyndarmáli?(1. stig og bónusstig í boði fyrir að nefna eitthvað af leyndarmálunum ef svarið er nei)

Hvort er Steini eða Bogi Guðmundson loðnari? (1. stig, ég á sko myndir til að sanna mál mitt)

Hver “lagði” sig í gufunni? (1. stig)

Hvar getur maður fengið þjófavarnarkerfi til að setja í peysuna sína? (0. stig, bara svona fyrir mig til að haldast í tískunni)

Hvort er Spanó eða Skúli meira foxý? (1. stig, dregið niður fyrir rangt stig).

Golden moments: Hver sagði eftirfarandi við hvern og hversvegna?

"Hver vann þetta helvítis golfmót?" (0. stig)

“Geysir er bara karlmaður með stinningarvandamál.” (5. stig, án efa besta setning allra tíma)

“Hver vann þetta hvelvítis golfmót?” (1. stig og 1000 bónusstig ef einhver veit hversu oft þetta var sagt í bústaðnum)

“Það er ekki hægt að vera tveir minnihlutahópar. Ef þú ert tveir minnihlutahópar ertu meirihlutahópur.” (1. stig)

“Hver vann þetta helvítis golfmót? (0. stig)

“I love him, I love him, I love him, and where he goes I follow, I follow, I follow”. (1. stig, + bónusstig fyrir að botna lagið)

“Hver vann þetta helvítis golfmót?” (1/2. stig)

“Þú ætlaðir að drepa mig! Þú ætlaðir að hafa af mér búðina OG veiðiferðina.” (1. stig)

“Hver vann þetta helvítis golfmót?” (0. stig)

“Pabbi þinn er fyllibytta!” (1. stig)

Mest: 50 stig í boði auk bónusstiga. Minnst: -2 stig.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum, en þau eru í formi búfénaðar. Hringið í Maríu eða Valborgu til nánari upplýsinga.

Góðar stundir

3 Comments:

At 3:32 PM, Anonymous Anonymous said...

Hver vann þetta golfmót?

 
At 10:20 PM, Blogger maria said...

svo mætti bara enginn á ættarmótið!
ég bara ein að blasta "natural pipes - BogiG live from Saudarkrokkur 2001" í innanpíkubleika pottinum.
er enginn afsláttur?!

 
At 12:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Hver var huggulegasti maðurinn daginn eftir og var bara ekkert skilinn eftir í reyknum?

 

Post a Comment

<< Home