Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, June 09, 2005

Top 10

Topp 10 augnablikin í lífi mínu síðustu daga...
1. Þegar ég fékk mér vatn úr flösku og sullaði helmingnum af innihaldi flöskunnar á milli brjóstanna á mér...
2. Þegar ég datt á línuskautum um daginn (fleitti kerlingar more like it).
3. Þegar ég hélt að diskmann-inn minn væri ónýtur afþví hann spilaði ekki diska! Fattaði 2 dögum seinna að ástæðan var sú að ég var með 2 diska í spilaranum....
4. Þegar ég læsti mig úti í níunda skiptið á 3 mánuðum.
5. Þegar ég missti mig í síman við "nýja tengiliðinn" okkar hjá einu stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.... yes, very good for busness, very good indeed.
6. Þegar ég kom heim í miklum flýti og opnaði útidyrahurðina á nágranna minn. Má eiginlega segja að ég hafi tekið hann með hurðinni, í orðsins fyllstu merkingu. Ég held hann sé enn frá vinnu!
7. Þegar ég sagði þinglýsingarbrandara í partý þar sem ég var eini laganeminn. Getið rétt ímyndað ykkur hvað ég reif stemmninguna upp.
8. Þegar ég gleymdi að pabbi minn ætti afmæli, eyddi öllum deginum með honum án þess að óska honum til hamingju. Þegar ég var nýbúin að kveðja, rann upp fyrir mér ljós. Þegar ég óskaði honum loksins til hamingju með afmælið mundi ég ekki hvað hann var gamall! Algert aukaatriði.
9. Þegar ég fattaði að hi-five er alls ekkert í tísku.
10. Þegar ég reyndi að setja saman grindina sem ég keypti í Ikea. Samsetningin átti að vera svo auðveld að það fylgdu engar leiðbeiningar. Grindin er enn ósamsett.
Góða helgi gott fólk

8 Comments:

At 5:59 PM, Blogger Rannveig said...

ha ha ha.. ég ýkt kúl hérna í "open space" í lánadeild lýsingar að hlæja af blogginu þínu :)

 
At 6:00 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég vitnaði einu sinni í Jónsbók á Árshátíð Bæjarins Bestu.

Stuttu síðar var ég drekinn

 
At 9:35 PM, Anonymous Anonymous said...

Hahah... samt bannað að viðurkenna sig sigraða og leifa LITLU systur að setja grindina saman! "ÉG GET ÞETTA VÍST!"

 
At 11:37 AM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Ég get náttúrulega allt, og meira til.
En það var einmitt þetta sem mig grunaði... laganemar eru fyndnir. Það eru ekki við sem erum á mis, heldur eru það allir hinir, haah!

 
At 11:40 AM, Blogger maria said...

hi-five er víst í tísku!!!

 
At 5:00 PM, Blogger Rannveig said...

hvar eru myndirnar úr sumarbústaðarferðinni ógurlegu? já eða nei

 
At 5:54 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Ok, ok, sprauta sig niður! Ég skal fara að koma þessum blessuðu myndum inn. Hinsvegar eru þetta mest myndbönd, af Boga að blístra, Danna og Gústa í djörfum dansi, Maríu að hvetja Danna til að kveikja í sjálfum sér, Halla dauðum, Magga að munda gítarinn og syngja: don't let me down, dammdammdamammdamm, don't let me down...!!! og svona mætti áfram telja, en ég kann ekki að setja myndbönd á netið. Þannig að þið verðið örugglega fyrir vonbrigðum þegar þið sjáið loksins þessar margrómuðu myndir...

 
At 10:49 AM, Blogger Rannveig said...

Djöfulsins snilldarferð!
þú náðir ekki sem sagt SÖK í djörfum dansi! hummmm þú varst náttlega aðeins að halla þér þá ;)

Það er kannski hægt að redda þessum myndböndum á netið.. ég fer í málið.. spyr tölvunarfræðinginn ;)

 

Post a Comment

<< Home