Nauh, nauh, nauh!
Undur og stórmerki! Haldiði að myndirnar úr hórdómsbústað mannfýlunnar séu ekki bara komnar á netið. Betra seint en aldrei.
Nú, svo eru myndirnar úr "Sækjum Valborgu heim" síðan um síðustu helgi líka komnar á netið. Hátíðin var haldin til heiðurs Valborgu sem er handhafi lögregluvalds á Sauðárkróki þessa dagana. Þemalagið var Sameinumst hjálpum þeim og takmark ferðarinnar að sjá trúbardorinn á Kaffi Krók (og nei, það var ekki Geirmundur Valtýsson sem ég verð að viðurkenna að voru viss vonbrigði). Það voru 12 stk. sem héldu norður á land um síðustu helgi. Spáin laug náttúrulega og lofaði bongóblíðu en hún lét nú ekki sjá sig. Hvað um það, bíllinn var vægast sagt drekkhlaðinn, enda líkkistan og partýtjaldið með í för. Dvergar fengu framsætið þökk sé farangri, en Halli og Hákon bonduðu í aftursætinu með regnhlífina. Stofnuðu dúett: HH-kántríflokkurinn. Það er nú svo þegar maður ferðast með litla grislinga þá þarf maður að stoppa, og alls voru 4 "pissustopp/reykingastopp". Mentalnote: ALDREI að gefa Halla litla bjór í bíl!
Við renndum loks inn á Sheepriverhook um miðnætti. Stemmningin í bænum var rosaleg. Sást ekki í göturnar fyrir mannamergð og að sjálfsögðu festumst við í bílalest á leið inn í bæinn... einmitt.
Tjaldsvæðið var voða fínt og við ákváðum að koma okkur fyrir hjá unga fólkinu, svona til að leyfa fjölskyldufólkinu að fá frið fyrir drykkjulátum, Sameinumst hjálpum þeim og almennum ósiðum sem laganemar eru jú þekktir fyrir. Þá hófst hin ótrúlega þraut að koma partýtjaldinu upp, sem þeir sem voru á Reifhátíðinni Dúddi 2004 ættu nú að muna sællar minningar.... 2 Tímar takk fyrir og á endanum bara hælað niður og stöngum troðið inn svo það héngi upp. Nú að þessu sinni vorum við klók og gerðum uppsetningu partýtjaldsins að gestaþraut, því til allrar guðs lukku var maður með í för sem ekki er laganema. Hann tók málið í sínar hendur og 10 min. seinna var partýtjaldið komið upp, rétt samansett. Þá tók drykkjan við. Hún var stundum grimmt fram undir morgun. Svo kom lögreglan í heimsókn. Hún var nú ekkert að stressa sig, held hún hafi nú bara verið að leita að góðu partý, talaði eitthvað um hávaða, sem við könnuðumst náttúrulega ekkert við. Löggan gerði ekki einu sinni landan hjá gaurnum í kvenmannsfötunum úr næsta tjaldi upptækan, já klárlega að leyta að góðu partý. Eftir að allir voru farnir að sofa kom uppúr dúrnum að engu máli skipti hvar við hefðum tjaldað á Króknum þökk sé hrotunum í Hákoni. Þær héldu vöku fyrir íbúum bæjarins nær og fjær.
Um laugardaginn er ekki annað að segja en að hann verður ALDREI toppaður. River rafting í Jökulsá-eystri er mesta snilld allra tíma. Fyrir þá sem vilja lesa nánar um þetta bendi ég á Fazmo.is, en þeir voru einmitt ferðafélagar okkar, þeir og einhverjar "hækjur"... Já krakkar mínir, heng viþ feimús pípúl end jú mæt get feimús tú! Þokkalega flipppppppppaðir gaurar, and Æ kvót: þúst, skiluru: end kvót, Silvía Nótt.
Að raftinginu loknu, þónokkrum skakkaföluml, örfáum óhöppum, smá sundsprett niður Jökulsána, sem er afar hressandi og ég mæli eindregið með, var aftur haldið á Krókinn og kvöldið tekið með stæl.
Grillmaturinn var ógisslea góður, enda allir orðnir banhungraðir. Reynt að hressa uppá mannskapinn með trektinni en almenn þreyta var eitthvað að hrjá okkur. Afar einkennilegt þar sem raftingið tók ekki nema 6-7 tíma, þar af bara 3-4 í ánni á full speed... merkilegt.
Þá vil ég vekja sérstaka athygli á því að sveitagalli og Cosmo svíkur engan.
Irish coffee stendur fyrir sínu, heldur fyrir manni vöku.
Svo er líka gott að leggja sig í tjaldstól.
Á sunnudeginum var maður vakinn af svefni hinna réttlátu með hávaða roki og látum. Pakkað saman í snatri, draslinu troðið í bílinn og haldið heim á leið. Ferðin heim gekk áfallalaust fyrir sig, og ekki nema 1 pissustopp. Ótrúlegt en satt, mætti halda að mar hefði verið uppþornaður eftir helgina... eins og við lágum nú í bleyti, að innan sem utan.
Annars var helgin bara í alla staði hreint frábær og vil ég nota tækifærið og þakka ferðafélögunum fyrir félagsskapinn ;)
En er ekki best að fara að vinna aðeins??
Stekkjastaur
4 Comments:
Besta "andrúmsloftið á Sauðárkróki" myndin: María í stemmara f. utan hipp og kúl staðinn á Króknum
Ég er búinn að vera að svekkja mig á því alla vikuna að þetta hafi verið útileguhelgi en ekki heil vika, það hefði verið næs.
Mr. Li
Já þið félagar hafið báðir lög að mæla! Hefði verið fínt að taka helgina í raftingið og afganginn að vikunni í chill og drykkju. Þá finnst mér hugmyndin um Fazmo á reifhátíðinni náttúrulega bara SNILLD! Verðum að fara að víkka sjóndeildarhringinn, þetta er jú alltasaman framtíðar buisness fyrir okkkur lojarana: extreme- sports (skaðabótamál), líkamsárásir (verjandi/sækjandi)kjaftur (meiðyrðamál) svo ekki sé nú minnst á kynlífið með hækjunum með eða án gúmm....(faðernismál/skilnaðarmál/ forræðisdeilur/erfðaréttarmál og svona mætti lengi telja)!!
Hver var það sem sagði nú alltaf að það ætti ekki að mixa buisness við pleasure... iss, hvað vissi hann sossem...
Einmitt! Þið eigið eftir að vera senda innheimtubréf á þá, that´s it!
Takk fyrir að setja myndirnar inn. Nú verðum við bara að redda myndunum frá Áka. Jú nó, from ðö rafting.
Post a Comment
<< Home