Lesstofudvergur í Leuven

Friday, September 02, 2005

Stokkhólmur og þaðan til Uppsala - 24 dagar

Nei, nei, ég er ekkert spennt. Er varla að nenna að fara. Vel huxanlegt að mar beili bara á þessari vitleysi... Ég meina það verður örugglega fredagsbar og kokteill þessa helgi....
Nú, undirbúningsvinnan er hafin af fullum krafti. Afþví að Dúddi fær að "fljóta" með hópnum í ferðina (mamma segir að það sé ljótt að skilja útundan), hefur hann að launum að mestu tekið að sér skipulagningu. I like to call him our Bidds. Auk þess hefur hann ekkert að gera þarna í sveitinni. Þeir vinna víst ekkert að ráði þessir dreifarar.

Biddsin er búninn að panta hótel. Þokkalega glatað hótel: a home away from home... ömurlegt.
Hef samt mestar áhyggjurnar af því að á heimasíðunni þeirra kemur ekki fram hvort þeir eru gay friendly. Ætli það þýði að þeir séu:
a) svo gay friendly að það sé óþarfi að minnast á það,
b) að þeir séu ekki gay friendly at all,
c) að þeir hafi gleymt að minnast á það eða
d) þeim sé slétt sama hvort þú sér straight, gay og by?? Við erum jú með alla flóruna í hópnum svo að mér finnst vert að pæla í þessu.
María Rún Bjarnadóttir, háttvirtur formaður Orator, félags laganema við HÍ, emeritus, var nú búin að stinga uppá því að gista bara á youth hosteli. Nema hvað aldurstakmarkið þar er 25. Ég veit ekki hvort þið vitað hvað Ágústarnir tveir eru gamlir, en þeir eru langt frá því að vera 25. Ég er náttúrulega bara 18 (till I die) og hringdi á eitt hostelið og spurði hvort það væri hægt að aldurs-jafna, afþví að við værum öll svo ung í anda. Það var ekki hægt.
Pöntunin á Rex hotel er undir Orator attorneys ef einhver vill ná í okkur og að sjálfsögðu er fax þjónusta.
Og afþví að Biddsin er nú 1 x veitingastjóri (í fámennari bæ en fjöldi meðleigenda minna) hefur hann/hún líka tekið að sér að finna veitingastað fyrir Gala - dinnerinn á mánudagskvöldinu. Niðurstaða er nú ekki alveg komin á málið, en spennan er gríðarleg. Gústi vill komast eitthvert þar sem hann fölsku tennurnar eru óhultar.
Áður en ég bókaði flugmiðan skoðaði ég gengi sænsku krónunnar og hafði samband út við félaga mína tvo, Hennes & Mauritz. Að vanda lofuðu þeir konunglegum móttökum, enda gengið massa lágt. Svo koma náttúrulega Viddi og nýjasti Drátturinn (þ.e. yfir) með út. Stokkhólmur á ekki eftir að vita what hit it!
Að lokum er það hvelv... sjóræningaþemað! Hvernig klæðir maður sig eins og sjóræningi? Og ekki segja leppur og krókur! Þokkalega þreytt. Maður má nú ekki missa kúlið, maður hefur ákveðinn standard að uppfylla.
Já, það er eins og ég segi, þetta verður ömulegt. Ég er alveg hætt við núna, pottþétt...

3 Comments:

At 12:25 PM, Anonymous Anonymous said...

Hvert ykkar er bi þú eða Helgi

 
At 6:20 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Kannski ekki endilega spurning um hvort er by, meira hvort er tvítóla...

 
At 9:06 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er satt að það er hálf glatað þetta sjóræningjadæmi, ein hugmynd er að klæða sig upp sem svk. netsjóræningi sem stundar sjóræningjaútgáfu á netinu, það væri þá t.d. horaður strákur með gleraugu, þetta ætti kannski ágætlega við mig.
Sjáumst hress í Sænska konungsríkinu. Kv. Arnór

 

Post a Comment

<< Home