Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, October 13, 2005

Af ýmsu

Ég vil byrja þennan fallega dag á því að óska góðvinkonu minni henni Dagbjörtu Erlu Einarsdóttur, better known as Dabbý kúlurass, innilega til hamingju með afmælið. You don't look a day older than 18...
Þá hef ég ákveðið að taka þann pólinn í hæðina að skrifa ekki meira um Stokkhóm - Uppsala annað en að ferðin var meiriháttar frá upphafi til enda. Hákon minn, þú verður bara að finna sorann á einhverri klámsíðunni. Hér færðu hann ekki.
Hins vegar hef ég ákveðið að taka klukkið eftir fjölda áskorana:
1. Á bilini 6-8 ára var ég næst hæst í bekknum mínum (ekki námslega séð, heldur næst hæst talið í cm) Dvergur my ass.
2. Ég borða ekki kokteilsósu bara afþví að ég veit að hún er fitandi, ekki afþví mér finnst hún vond.
3. Minn versti "petpeeves" er að fara yfir brýr (sem eru verkfæri djöfulsins) og of mikil athygli. Ég vann einu sinni happdrætti á árshátíð Orator og sendi Rannveigu vinkonu mína til að sækja vinninginn af ótta við alla athyglina...
4. Ég er morgunfúlasta manneskja sem sögur fara af. Ef ég væri forseti (með völd) myndi ég banna fólki að tala fyrir hádegi.
5. Ég hef 3svar framið lögbrot; þ.á.m. skjalafals og innbrot.
Jæja, þessi 5 atriði myndi ég segja að væru algerlega tilgangslaus ...
Nóg í bili

4 Comments:

At 1:35 PM, Blogger Hákon said...

Varstu að framleiða klámefni þarna í Uppsölum? Dvergaklám!?

Þú átt nú að klukka 5 einstaklinga....

 
At 4:30 PM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Ég klukka alla sem koma inná síðuna!

 
At 6:36 PM, Blogger Rannveig said...

Já sendir mig.. næst feimnustu manneskjuna í salnum ;) En þetta var góður vinningur og óþarfi að láta hann sleppa sökum feimninnar í okkur

 
At 11:48 PM, Anonymous Anonymous said...

mættir samt alveg koma m þessar myndir sometime in the nearest future...

was it like a small potato???

 

Post a Comment

<< Home