Hvað segir mataræðið þitt um þig?
Um daginn var ég að skunda heim úr vinnunni, alla þessa 30 metra sem ég þarf að skunda daglega. Nokkrum metrum fyrir framan mig var maður á gangi. Var þetta hinn virðulegasti maður, í þykkum ullarfrakka með hatt.
Það var kalt í veðri og eilítill mótvindur, en ótrúlega ferskt og hressandi loftið. Ég var einmitt að njóta þessa ferska lofst til hins ýtrasta með því að draga andan djúpt, inn um nefið, og út um munninn, þegar þessi líka massíva prumpufýla berst að vitum mínum. Hún var svo megn að ég ætlaði að falla í yfirlið... öööö, WTF?
Hvaðan kom þessi stinkur? Ég þurfti ekki annað en að líta upp og sökudólgurinn var beint fyrir framan mig. Á gangi. Virðulegi maðurinn í ullarfrakkanum með hattinn. En hvernig komst lyktin í gegnum þykka ullarfrakkan? Það er mér lífsins ómögulegt að skilja. Ég var allavega alverlega að huxa um að ganga upp að manninum og benda honum kurteisislega á að hann ætti e.t.v. að fara að endurskoða mataræðið sitt... það getur ekki verið gott ef þessi lykt er afraksturinn. Ég var hinsvegar alveg í öngum mínum og með óráði vegna lyktarinnar. Hún sveif svona heiftarlega á mig að ég þurfti að staldra við til að ná áttum...
Ja hérna, því sem maður lendir í....
2 Comments:
mmm .. lovely :) Þú hefur nottla verið manninum í rasshæð, og fengið yndislegheitin ósmurð í feisið.
En mundu bara .. það sem drepur þig ekki gerir þig bara veika.
Li
Hvernig vogarðu þér að gera grín af hæð minni á svo augljósan hátt! tíhí
Post a Comment
<< Home