Föstudagurinn 13.
Nú er vika síðan ég var milli heims og helju í annað skiptið á ævinni ... eða næstum. Maður verður að vera soldið dramantískur til að sagan hafi meiri áhrif.
Fyrri milli heims og helju saga hefst þegar ég ákvað að fara í ferðalag til Catalinu eyju undan ströndum Californiu föstudaginn 13. júlí 1999. Við flugum þangað á lítilli rellu og þar sem einkabílar eru ekki leyfðir á eyjunni tókum við rútu (ef rútu má kalla, meira einskonar járnhrúga sem varla hékk saman) frá flugvellinum í bæinn. Þegar rútuferðin var u.þ.b. hálfnu, við ennþá fjarri byggðum, heyrist hávær sprenging, rútan snarstoppar og hrökklast útí kant. Þá tekur að rjúka uppúr húddinu og brunalykt fyllir vitin. Bílstjórinn hrópar strax: everybody out!! Við þurftum nú ekki að láta segja okkur það 2 svar og ruddumst út. Djís lúís!! Ef það hefði ekki verið fyrir alla Buffaloana sem fylla villta náttúruna þarna hefði ég verið guðslifandi fegin að komast út. En þegar út var komið hófst bara óttinn við að verða étinn lifandi... Okey, kannski ekki étinn en allavega eltur og stangaður og svona almenn óþægilegheit. But I got out alive and I thank the Lord almighty... Einmitt. Sjálfsævisagan kemur út jólin 2007 og ber nafnið: Því sem ég lendi í!
Seinni milli heims og helju sagan átti sér stað föstuagurinn 13. janúar 2006 og hófst með því að ég læsti mig út, ekki að það sé neitt nýtt. Eeen þar með er ekki öll sagan sögð. Ég keyrði mömmu í vinnuna, og keyrði svo beina leið aftur í sveitina. Þegar ég var komin að bæjardyrum uppgötvaði ég mér til mikillar skelfingar (or so to speak) að jeg havde ingen nogel... //%$($.
"Paaabbbbbi, ég er læst úúúútiii." Ooooh, það var ekkert í stöðunni annað en að fara uppí Grafarvog í morguntraff(t)íkinni til að sækja húslykla oooog svo aftur út í sveit. Alls gera þetta tæpa þrjá tíma á rúntinum. Á föstudagsmorgni ... hreint lövlí. Fyrir þá sem ekki vita hef ég flutt hreppaflutningum og bý núna í námunda við Borg óttans, Bláa lónið er í bakgarðinum og Álverið í Straumsvík fyllir fagurt útsýnið úr stofuglugganum. Hreint yndislegt. Ferskt fjallaloft; bætir, hressir og kætir.
Vinnudagurinn gekk nokkurnvegin áfallalaust fyrir sig. Að honum loknum skelltum ég og Dabbý Kúlurass okkur á nýársfagnaði Tollstjóra. Þar viðhafði Tollstjórinn nokkur vel valin orð um hversu vel starfið hjá embættinu hefði gengið á liðnu ári. Wtf?
Ég veit ekki hvort er verra:
a. Hann lifir í blekkingarheimi og trúir því actually að starfið hafi gengið vel á liðnu ári og manneklan og fjöldauppsagnirnar hafi engin áhrif haft á innheimtu opinberra gjalda (og hér er ég kvóta hann sjálfan síðan í viðtali við Rúv í haust) eða
b. Hann heldur að við starfsfólkið séum ekki alveg með á nótunum og trúum honum.
Aníveis, eftir að hafa fengið okkur snittur, sem samanstóðu að mestu úr matarafgöngum úr mötuneytinu frá liðinni viku, í dulargervi, (halda þeir virkilega að maður fatti þetta ekki? Ef aðalréttur fimmtudagsins 12. er Saltfiskur og svo eru bornar fram snittur með Saltfisskalati... það þarf nú engan eðlisfræðing til að ráða Saltfisksráðgátuna) og smá áfengi skelltum við okkur í Landslagakokteilinn. Þegar á áfangastað var komið ákváðum við að taka lyftuna upp á 6. hæð. Við troðum okkur þarna 7 í lyftuna (hún var 7 manna með burðarþol uppá 520 kg) en þegar lyftan er komin framhjá 5. hæð stoppar hún.
Hver festist í lyftu on this day and age?? Allavega það tók slökkviliðið u.þ.b. klukkustund að komast á staðinn... okey, okey, túmöts drama? Nei, nei okkur var hleypt út eftir ca. korter og við okkur sagt: þið látið þetta ykkur að kenningu verða... Helvítis letin að taka ekki bara stigan.
Ég ætla aldrei aftur í lyftu.
Næst þegar 13. ber upp á föstudegi hringi ég mig inn veika. I'm staying home and in bed! Og hana nú.
Hvað er þetta annars með föstudaginn 13? Ahverju er hann óhappa?? Sagan á bakvið hjátrúna óskast hér með. Og ef þú segir að hjátrúin sé bara bull hefurðu greinilega ekki nennt að lesa sögurnar að ofan!
4 Comments:
Ok, þú ert flutt í krummann hjá Álverinu með góðaloftinu og allt það, en hvað með 80 hringtorgin og 50 hraðahindranirnar???
Já svo var ég með þér í Buffaló ævintýrinu, þetta er sko heilagur sannleikur, ekkert grín að mæta þessum Böffurum maður. Annars bíð ég bara eftir sjálfsæfisöguni...... spennt.
Okey eg veit thu ert systir min en holi gvagamoli kannt tju ad skemmta folki... Eg held thu sert naesti Stephen King, med sma breytingu, ad thinar sogur verda sannar!!! Og Tinna! stop dissing Hafnafjord!!! ef eg vissi ekki betur mundi eg segja ad thu vaerir abbo!!! muhahha
bara ekkert drama í gangi en ég kannast við lyftudæmið síðan ég María, Barbara Inga Hrefna og fleirri lokuðumst inni í lyftu í Vöku húsinu í fyrra er enþá að jafna mig eftir það, og grey þú líka að missa af korteri af kokteilnum, ég held það sé alveg spurning að stefna Danna, Ingunni, Tomma og félögum fyrir þetta klárlega mannréttindabrot. Nema þau hafi bætt þetta upp þar sem ég hef heyrt (áreiðanlegar heimildir fullir íslenskir kvenkynslaganemar) að veitingarnar hafi verið ansi góðar
Ágúst
Líf mitt er einn drami! Ég sver það að ef ég ætti að velja lag sem lýsir mér best myndi ég klárlega velja Dallas lagið... neh, segi nú bara svona. EN er enginn með söguna á bakvið hjátrúna?? Kommon pípúl
Post a Comment
<< Home