Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, January 24, 2006

Swingers

Ég var á mínum daglega 55 mínútna aksti á leið í vinnuna í morgun að hlusta á útvarpið, sem væri nú ekki frásögum færandi nema í útvarpinu var verið að tala um Swingers (látum liggja milli hluta hvaða stöð þetta var). Aníveis, pros and cons of swinging. Eftir 2-3 símtöl frá karlmönnum sem allir virtust tiltölulega hlynntir þessu nýjasta áhugamáli "flippaðra" para hringir karlmaður og segist alfarið á móti þessu og öllu því sem viðkemur.
Afhverju? Ertu búinn að prófa þetta? er hann spurður.
Nei, segir hann, ég hef aldrei prófað swingers en ég hef farið í Threesome og það gerði bara allt verra milli mín og konunnar.
Fórstu þá í þríeyki með annarri konu eða öðrum karli?
Annarri konu.
Og afhverju gerði það bara allt verra?
Afþví hin konan varð ófrísk.
Fullkomnlega eðlilegt að tilkynna þetta í útvarpinu kl. 7.50 á þriðjudagsmorgni. Í beinni.
Einmitt.
En sem betur fer hefur sagan góðan endi, and I qoute: því "hin konan" ákvað sem betur fer að eiga ekki barnið", end qoute, og Mr. Honest up there og upphaflega konan eru ennþá saman...
Aaaah, true love still excists.

5 Comments:

At 5:01 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er alveg úti á þekju. Hvað er swingers, swing or jú nó...? Og hver er tengingin frá því til trekants?

 
At 2:42 AM, Blogger Hákon said...

Swingers er dans sem má rekja til þriðja áratugar síðustu aldar, einkum til blökkumanna sem dönsuðu þetta swing við hefðbundinn jazz.

Hins vegar næ ég ekki þessari tengingu við trekant!!!

 
At 11:11 AM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Oh, þú ert svo fyndinn Hakon.
Nýja hip og kúl merking orðsins Swingers eru hjón sem stunda makaskipti. Tengingin milli makaskipta og trekants er ekki bein, en við erum að tala hér fólk sem stundar frjálst kynlíf í "rúmri merkingu".

 
At 12:07 PM, Anonymous Anonymous said...

Djööö pabbi!!! Ég er alltaf að banna honum að segja þessa sögu... :/

 
At 2:56 PM, Anonymous Anonymous said...

Ok, ég giska á að þetta hafi verið FM 95.7 og þetta hafi verið sviðsett. T.d. eru þessir "mögnuðu" símahrekkir þeirra meira og minna leiknir...... alltaf verið að hringja í sömu gelluna!!!

Samt nokkuð ljóst að lojjerarnir eru ekki alveg með þetta á hreinu!

 

Post a Comment

<< Home