Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, January 22, 2006

War of the worlds...

með Tom Cruise hefur hér með slegið Matrix út sem leiðinlegasta mynd í sögu veraldar. Sem verður að teljast afrek þar sem Matrix hefur trónað á toppnum hjá mér í heil 7 ár OG er jafnframt eina myndin sem ég hef labbað út af í bíó (síðan þá hef ég gert 2 heiðarlegar tilraunir til að klára myndina en ég hef bara meikað það enn). Þar á undan var það The big Lebowski, sem ég bara náði aldrei...

Svo er það annað sem ég skil ekki og það er hvað málið er með Tom Cruise... Ok hann má eiga Jerry Maguire, sem er rosa góð en að öðru leyti má hann bara henda sér í sjóinn. Maðurinn er ALLTAF eins. Hann leikur kannski ekki sömu týpuna (eða á allavega ekki að gera það) en einhvernvegin tekst honum alltaf að túlka karakterana sína þannig að þeir eru allir sami gaurinn (ákafi misskildi gaurinn sem öllum er frekar illa við í byrjun en í enda myndarinnar hefur hann "séð ljósið" og þroskast ógisslega mikið svo allir eru farnir að elska hann... þessi lýsing gæti að vísu átt við um alla karaktera í Hollywood mynd but what ever...) svo ekki sé nú minnst á The screw-up of a life time þegar hann skildi við Nicole Kidman. Soleis gerir maður náttúrulega bara ekki.

Tomma litla tókst allavega að eyðileggja annars ágætt Laugardagskvöld. Eruði að grínast hvað myndin var leiðinleg... hún var svo leiðinleg að ég er að spá í að horfa á hana aftur því ég trúi því ekki að þetta sé allt og sumt. Ég hlýt að vera að misskilja eitthvað. Við erum að tala um að myndin hafi slegið aðsóknarmet víðsegar um heim og verið talin ein af myndum ársins 2005. Eru engin takmörk fyrir því hvað fólk lætur bjóða sér? Ok versta atriðið var samt tvímælalaust þegar hann var í felum í kjallaranum með Tim Robbins gaurnum:

Not my blood, it's not gonna be my blood!!
Eða nei, þegar sonur hans grét hástöfum:
You have to let me go Dad!!
Wtf? Afhverju var sonurinn yfir höfuð í myndinni?
Oh, for crying out loud! Geimverur birtast ofan úr jörðu og ráðast á mennina? Og svo bara allt í einu deyja þær og á jafn tilgangslausan hátt og þær birtust. Common people, dó þetta plott ekki með Will Smith og Independent Day?
Það finnst mér. Ef það fæddist þá einhverntíman.

Fleiri dæmi um ömurlegar myndir eru til dæmis Family Stone, Sum of all fears, The day after tomorrow, Pearl Harbor (vááá hvað hún var léleg) og Flashdance.
Guð hvað ég hlakka til að fara út!! Only 8 days to go, undskyld kan du sige mig hvorhen er Rådhuspladsen?

9 Comments:

At 3:49 AM, Anonymous Anonymous said...

Okey vaaa hvad eg er sammala! Eg er nu ekki mikid fyrir geimverumyndir en i anda alls thess nyja sem eg er ad prufa og vera opin fyrir akvad eg hey, akkuru ekki ad gefa thessu sjens! Thetta er oendanlega slopp mynd! mar faer enga utskyringu a afhverju thaer komu eda hvernig, ekki frekar en afhverju thaer foru eda hvaernig! Hvort thaer koma aftur eda hvad i andskotanum gerdist eila? Thetta er alveg afspyrnu leidinleg mynd... heyr heyr!!

 
At 5:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Ok í 1 lagi er ég ekkert smá glöð að þú minntist á Big Lebowske, sem er ekkert smá morkin, aðeins eitt atriði sem ég gat hlegið af í þeirri mynd var þegar hann ætlaði að henda jónuni út um gluggann á bílnum og kveikt í sér!! Samt gott að vita líka með allar hinar, þá veit maður hvað maður á ekki að horfa á, annar man ég aldrei hvað ég búin að sjá!

 
At 6:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég held ég verði að taka upp hanskann fyrir The Big Lebowski. Þið ættuð pottþétt að gefa henni annan séns. Myndin er algjör snilld, gullmoli!!!

 
At 3:08 AM, Blogger Hákon said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 
At 3:13 AM, Blogger Hákon said...

Já, horfa á Lebowski aftur. Ekki hægt að bera hana saman við hitt sem þú nefndir. Gríðarlega hressandi mynd.

Nihilist: We believe in nothing, Lebowski. Nothing. And tomorrow we come back and we cut off your chonson.
The Dude: Excuse me?
Nihilist: I said [shouting]
Nihilist: "We'll cut off your johnson"!
Nihilist: Just you think about that, Lebowski.
Nihilist: Yeah, your wiggly penis, Lebowski.
Nihilist: Yeah and maybe we stomp on it and squoosh it, Lebowski.

 
At 10:17 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég verð nú að segja að það var einn ljós punktur við Pearl Harbour Josh Hartner

 
At 10:41 AM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

I still don't get it...! Heil bíómynd um teppi. Sem ég skyldi aldrei hvað var svona merkilegt við? Hmmm, brings up some lovely memories of HR 1992:1551 aka Teppaflísadómurinn. Það var góður dómur. Hver getur sagt mér hvernig hann fór? Verðlaun í boði... !

 
At 11:03 PM, Anonymous Anonymous said...

flashdance er ekki léleg mynd valgerður maría! hvaða djöfulsins rugl er þetta?!
atriðið í niðurníddu byggingunni er nauðsynlegt öllum sem eru með nýbyrjaða hormónastarfsemi!

valgerður. flashdance og tom crús í sama flokk. ég veit bara ekki hvað ég á að segja!
þarf greinilega að ræða alvarlega við þig fröken.

 
At 9:31 AM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Það var einmitt atriðið í vöruskemmunni sem fór alveg með þetta fyrir mér...! But I'm up for a cup of coffee any time, þá gætirðu kannski leitt aftur á beinu brautina. Gætum e.t.v. komist að því hvar ég fór útaf...

 

Post a Comment

<< Home