Er þetta allt eitt stórt samsæri?
Þegar ég kom heim að utan og mætti í vinnuna ferskari en aldrei fyrr var mér tjáð að deildin mín væri að flytja á Skúlagötu 17 vegna þess að nýta þyrfti plássið á þar. Þannig er mál með vexti að plássið sem er laust og verður að nýta á Skúlagötunni er háaloftið og er aðstaðan undir súð. Var mér jafnframt tjáð að þar sem ég er "dvergvaxin" fannst þeim tilvalið að planta mér undir súðina. But why? I'm not even that small!
Þá má minnast á að yfirmaðurinn minn nýji er hobbiti (sem notar allt of mikinn rakspíra) en það dettur engum í hug að gera grín af honum vegna smæðarinnar.
Sko það er eitt að vera lesstofudvergur, og tel ég mig bera það nafn með sóma og sæmd, en það er annað að vera skrifstofudvergurinn eða tollheimtudvergurinn.
Whataaaah fuuuucck!
4 Comments:
Úr bási í súð? er það ekki skref uppá við? múhahha!!!
hæhæ...hvar ertu aftur að vinna??
Inga Jóna
æ hvað það er sætt að þegar farið sjá minnihlutahópa eins og þeir séu minniháttar. Vala, þú ert samt meiriháttar og átt skilið smá respekt.
Mér finnst þetta ósanngjarnt!!! En það er af eiginhagsmunaástæðum.. ég á eftir að sakna þín og vera svo lónlí skilin eftir niðri á Tryggvagötu buhuhuhuhuhu
Dabbs..
Post a Comment
<< Home