Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, March 14, 2006

Jæja...

Þá eru allar djúsí myndirnar farnar út eftir ekkert nema væl í karlpeningnum. Já, það voru bara strákar sem kvörtuðu, eymingjarnir.
Ööö Ríkisendurskoðun hefur verið að fara ofan í saumana á starfi mínu, maður sætir aftöku eftir aftöku, yfirheyrslum á yfirheyrslum ofan og spurningaflæðið ætlar engan endi að taka. Frekar ómannúðleg meðferð sem maður fær... svona álíka og myndasmíð dvergsins og birtingar þeirra á þessari síðu. Ekki laust við að það sjáist tár á kvarmi að kvöldi dags... Aðallega eru þetta 2 frændur sem yfirheyra. Annar óttaleg rotta, mætti segja kvikindi , hinn er framúrskarandi vel klæddur, ofsalega vel greiddur og voðalega smart e-ð. Hann er ekki með hring og ekki laust við að hann gefi frá sér samkynhneigða strauma. Í stað þess að hlusta á hann röfla hef ég því eytt mestum tíma mínum í að ákveða hvort maðurinn er gay or not. Hugsa ég ævinlega um hann Gústa minn í sömu andrá. They would make a beautiful couple. Eini löstur mannsins er kækur sem hann hefur. Hann á það til (ok ok nonstop) að ranghvolfa augunum þegar hann talar. Ekki neitt "mest" aðlaðandi but the rest is good. I'll show you!
Fleira var það svosem ekki, maður er hálf óttaslegin eftir að hótunum um lögsóknir fór að rigna yfir mann. Nú er þetta bara ódýrari týpan af bloggsíðu, myndirnar bara úr messu og frá fjölskyldusamkomum. Karlmenn í kjólum, berir rassar og áberandi ölæði á mönnum heyrir sögunni til.
Eeeeen:
Afhverju heitir móðurfélag samt "móður" félag og dótturfélag "dóttur" félag? Afhverju er það ekki föður - og sonarfélag?
Sá sem getur svarað þessu má láta deleta mynd af eigin vali af síðunni. Sá hinn sami fær jafnframt nafnbótina Nerd.

2 Comments:

At 12:56 AM, Blogger Rannveig said...

heheh það eru "mæðurnar" sem geta af sér afkvæmin.. og það var klárlega bara farið í betri valkostinn af tveimur.. dætur ;)

 
At 9:49 AM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Rannveig jú ar ei djíníús!
Konur eru klárlega betri valkostur en karlar. Og hana nú!

 

Post a Comment

<< Home