Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, May 30, 2006

Tónlist?

Fyrir nokkru síðan var ég í partý. Sem væri nú ekki frásögum færandi nema ég fékk að heyra þetta frábæra lag með Brynjari Má. Það sem eftir lifði partýinu deildu partýgestir um það hvort "lagið" væri í gamni gert hjá Hr. FM hnakka eða alvöru, milli þess sem við þerruðu tárin af hlátri. Ég var ein af þeim sem neitaði að trúa því að nokkrum lifandi manni gæti mögulega verið alvara með svona nokkru. Að gjörsamlega tortríma þessu annars góða lagi, ótilneyddur. Það hlaut að vera einhver önnur skýring...
Annars var ég búnað eyða þessum viðbjóði úr minninu, þangað til í morgun.
Þá var ég að hlusta á útvarpið, FM957 nánar tiltekið (yes, yes, you can judge me all you can, en ég viðurkenni að það kemur fyrir að ég hlusta á Hnakkaútvarp). Anyways, Brynjar Már aka FM Hneeeekk nr. 1, er með sinn daglega þátt og er virkilega að gorta sig af því að "lagið" hans "Þú ert falleg" í íslensku þýðingunni, sé mikið spilað í partýum borgarinnar... Hann er semsagt ekkert að grínast með þetta. Nú velti ég því hins vegar fyrir mér hvort fólk í partýum borgarinnar er að grínast milli þess sem ég þerra tárin úr augunum af hlátri.
Seriosly, þetta er bara beyond vandræðalegt. Þetta er hræðilegt. Ég vissi ekki að það væri til svona mikill kjánahrollur eins og heltekur mig þegar ég hlusta á lagið.
Að mínu mati minnir "tónlist" Brynjars Más á tónlist Ross í Friends. Svo ég kvóti nú beint: There are rats in the basment that are hanging themselves. Og þó, Ross var nú skömminni skárri.

3 Comments:

At 5:37 AM, Anonymous Anonymous said...

bwahahhaha... ókey það er ekki annað hægt en að sakna íslands... eða hvað???

 
At 3:05 PM, Blogger Rannveig said...

ÆÆÆÆÆÆÆÆ why why why!! ? um aðsemja sína eigin tónlist bara hummmm

 
At 11:34 AM, Anonymous Anonymous said...

djöfull hlakka ég til að fara í partý og geta hlustað á þetta frábæra lag með þér

 

Post a Comment

<< Home