Í fréttum er þetta helst:
Dagurinn í gær var frábær dagur. Ekki nóg með að góðvinkona mín hún Ásgerður fagra hafi átt 19 ára afmæli heldur rættist langþráður draumur í vinnunni.
Í gær tók Tollstjóraembættið nefnilega í notkun nýju innahússumslögin. Og þetta eru sko engin venjuleg innahússumslög því þau eru þannig úr garði gerð að hægt er að strika yfir eldri sendanda og áframsenda á nýjan! Umslögin skulu vinsamlegast nýtt eingöngu fyrir innanhússpóst (eins og nafnið ber með sér, ótrúlega sniðugt) og þeim skal ekki henda fyrren fullnýtt. Ég finn lykt af Nóbelsverðlaunum fyrir þessa meistaralegu uppgötvun.
Enda var eftirvæntingin búin að vera hreint óbærileg síðustu vikur og mánuði. Þetta eru augljóslega tímamót í sögu embættisins.
Hallelúja!
7 Comments:
Það er svo dásamlegt hvað þú nýtur þín vel í vinnunni og hvað maður fyllist eldmóði og baráttuvilja í sinni eigin vinnu til að standa sig betur og auka áhugann á því sem maður bjástrar við daglega þegar maður les þessar línur.. ég ætla að koma þessari hugmynd að hérna í ráðuneytinu!
Hulda sem er búin að vera hjá Tollinum í 100 ár sagði bara " jæja nú kemur enn ein ný ung manneskja og reynir innanhús umslög, eithvað sem allir hinir eru búnir að reyna og hefur aldrei gengið" En af hverju er þetta ekki hægt hjá tollinum, spyr ég? Viðgengst um allt land við góða orðstýr!!!!!!
Bíddu ertu að segja mér að Nóbelsverðlaunin hafi þegar verið veitt fyrir þessa hugmynd? Er tollstjórinn semsagt ekkert brautriðjandi þegar kemur að innanhússumslögum...
Ég vil minna á að ég gerði tilraun til þess að nýta þessa hugmynd á skrifstofu Orator á sínum tíma. Ótrúlegt að forstýran hafi ekki sýnt þessu meiri áhuga...
Elvis
ég fíla ekki svona snobb.
Þetta póstfyrirkomulag hefur verið við lýði á Lesstofunni síðan 1971, en það var víst Þ. Örlygsson sem datt í hug að endurnýta og endurvinna mætti umslög með þessum hætti.
Ég get sagt þeim sem eru spenntir yfir þessu (allir döh!) að undirrituð fór í stutta heimsókn á gamla vinnustað sinn "embættið" og varð persónulega vitni að því þegar Innanhúsumslögin frægu voru formlega afhent þar við hátíðlega athöfn. Var tjáð við athöfnina að ástæðan væri ofnotkun svokallaðra plastumslaga (sem eru augljóslega sprottin frá djöflinum) og var vonast eftir góðum viðbrögðum. Helst var þó óttast viðbrögð eldri "tollara" og þá helst á þann hátt að þeir myndu stinga umslögunum ofan í skúffu og þá væri galli á gjöf njarðar því þar myndu þau ekki njóta sín til hins ítrustu. VAr sérsaklega leitast eftir því að eldri tollurum yrði kynnt hin nýmóðins stefna embættisins.
kveðja,
Dabbý ... sem er pínu svekkt yfir að geta ekki umslagast með dónamyndir við Völu
Post a Comment
<< Home