Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, August 30, 2006

Á völlunum

Í gær var ég að keyra heim úr vinnunni. Ég var komin að 10. og síðasta hringtorginu, (maður verður að elska Hafnarfjörð), þegar ég sé ca. 5 ára gutta standa á hringtorginu, með girt niður um sig, múnandi framan í 2 vini sína, og hálft hverfið að auki I might add, enda blíðviðri og allir krakkarnir úti að leika. En guttinn lét sér þetta ekki nægja. Í þann mund sem ég er að keyra framhjá beygir hann sig niður tekur handfylli, í báðar, af sandi og byrjar að maka á beran bossan á sér! Hvað er að frétta? Og hvað er málið með sandinn? Svo furðar fólk sig á hvernig umferðaslys verða. Það mjóaði minnstu að ég keyrði bara útaf við þessa sjón.
Já gott fólk, það gerist ýmislegt á völlunum.
Skotárásir á miðvikudagsmorgnum,
Múnandi börn á hringtorgum á þriðjudögum.
Breiðholtið er klárlega komið með harða samkeppni.
Word. Gettó-girl.

P.S. AAARRRRGGGH!!! Are you fucking kidding me?
Nú er ég brjál.

4 Comments:

At 10:08 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég hef alltaf sagt þetta um Hafnafjörð. Nú getur sagt þessa sögu þegar þú kemur út.

 
At 1:30 PM, Blogger Rannveig said...

hahaha.. maður spyr sig bara hvað gerist innan veggja heimilisins hjá krakkanum :)

 
At 10:30 PM, Blogger Halli said...

var þetta tollstjóri?

 
At 10:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Jiiii... þí semar lendirííí!!!! koma svo blogga blogga blogga...

 

Post a Comment

<< Home