22 and counting
Jæja þá eru moskítóbitin orðin 22. Vaknaði kl. 03.34 í nótt við árás 3ja moskítóflugna. Það var ekkert annað í stöðunni en að kveikja bara ljósin og næsta eina og hálfa tíman var ég að veiða.
Svo var ég að frétta frá anti-moskító sérfræðingi að í tónik sé eitthvað efni kallað kíník sem fæli flugurnar frá. Þannig að ég og Hafdís ætlum að bregða okkur af bæ í kveld og fá okkur gin og tónik. Verður náttúrulega að vera gin með. Annað væri sóun á góðu tónik.
Eeen haldiði svo ekki bara að mín hafi fengið sinn fyrsta póst að Blijde - Inkomstraat 46 í dag. Þúst mar er enginn eðlilegur heimsborgari! Pin númerið á nýja fína belgíska bankareikningnum mínum. Eftir 2 daga kemur svo fína nýja belgíska debetkortið mitt. Voðalega er þetta spennandi alltsaman.
Fór í Ikea í 3ja sinn í dag. Og enn og aftur: guð blessi Ikea. Eyddi nú ekki miklu. Keypti bara lampa, þvottagrind og nokkrar aðrar nauðsynjavörur.
Á morgun byrjar skólinn. Í dag var setningarathöfn en hún felst að mestu í prófessorum í kuflum, skrúðgöngu og samkomu í kirkju með mikilli flæmsku. Ég ákvað að missa bara af henni. Ekki orðin það sterk í flæmskunni ennþá. En læt mig sko ekki vanta á næsta ári.
Í gær og dag streymdi Belgum í bæinn. Þeir voru velflestir með ferðatösku uppá annan arminn, mömmu sína uppá hinn arminn og stærðarinnar Tuppuware box í fanginu. Í Tuppuware boxinunum eru 5 minni pakkningar fullar af mat merktar; Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur. Á föstudögum fara svo Belgarnir heim með fulla ferðatösku af skítugum fötum og tómt Tuppuware box. Bíddu er þetta lið ekki í háskóla for crying out loud! Hvar er mamma mín með matarpakkana mína og þvottavélina?
Jæja, ég er farin að elda. Það gerir víst enginn annar það fyrir mig!! Hehe
Goede middag,
12 Comments:
Ég var búin að lesa þetta blogg áðan!!! Er með svona radar á það hvenær þú bloggar........... eða á mér ekkert líf og er alltaf að ath. bloggið þitt???
Þú færð samt props fyrir að vera dugleg að blogga.
Drífa sig með matinn mar ... The G&T bíður ekki endalaust ;-) Mmmmmmmmm...
Jæja, jæja, gott að ég skemmti einhverjum ;)
Jæja, nú þau orðin 24, það nýjasta mjög töff á kinninni. Wtf!!
My motto er núna; One gin and tonic a day keeps the moscitoes away!
Amen
Sælar.... eitthvað kannast ég nú við svona líferni að fara heim um helgar með þvottinn og koma aftur á sunnudegi með allt hreint og fullan poka af mat en say no more hehehehe
Snilld að fylgjast með þér, get alltaf hlegið þegar ég les bloggið þitt.
Vala mín, þú getur alltaf komið til mín og ég skal mylja úr naríunum þínum og gefa þér bradwurst og bjór....
kv frá Frankfurt
heim um helgar? við erum þó bara að tala um að ferðast innan Belgíu, sem er ekki mjög stórt land.
Tékkar eru heimsmeistarar í að fara heim með þvottinn sinn um helgar (þótt ég hafi aldrei séð neinn með Töpperver), við erum að tala um að ferðast allt að 6 tíma með lest heim í heiðardalinn.
... ég reyndar skildi það betur þegar ég sá stúdentagarðana sem sumt af þessu fólki var látið búa í á virkum dögum :P
Aha! þetta er semsagt bara allt eitt stórt samsæri mæðranna! Hafa stúdentaíbúðirnar eins miklar rottuholur og hægt er svo að litlu ungarnir komi heim í hreiðrið um helgar svo mömmurnar sakni þeirra ekki! Össs...
Edda, I'm on my way....
Heyrðu heyrðu... eitthvað er ég að fara á mis... Hér er það ég sem þvæ af þeim gömlu!!! Talk about getting the short end of the stick!!!!
Ok, ég dreg þetta til baka með að þú sért dugleg að blogga!!! Það er komin föstudagur og ekkert blogg frá því á mánudaginn!!!!! Ég er ekki sátt.
spurning um ad thykkja einu maili a stelpuna med hinu nyja heimilisfangi, eg finn thad ekki i faerslu hja ther.
nei bara svona ef thu vilt fa meiri post a nyja heimilid.
helduru ad thetta hafi ekki bara verid barbara ad bidja um heimilsfangid - spurning um ad hafa thad med!!!
Post a Comment
<< Home