Lesstofudvergur í Leuven

Thursday, September 21, 2006

Being eaten alive

Í gær byrjuðu Orientation days. Það eru einskonar kynningardagar sem samanstanda af allskonar gagnlegum upplýsingum, m.a. survivalkit-i í flæmsku. Svona alveg flæmska for dummies. Annars eru þarna mest veittar upplýsingar sem hefðu komið sér afar vel í síðustu viku. En eru núna tótallí óld nús fyrir okkur Íslendingana sem have got it down already skiljiði. T.d.;

Hvernig á að finna Ikea. Ok, talandi um að við höfum masterað það nú þegar...

Hvernig á að finna íbúð. Bíddu... have you seen my penthouse?

Hvar supermarkaðurinn er? Ajax heaven. O.s.frv.

Oh, við erum svo ógillea klár. Ég er meira að segja orðinn stoltur belgískur bankareikningshafi! What more could a girl want? Ok, I can think of one thing...

Á föstudagskvöldið síðasta fórum við Hafdís í farandstívolí sem er hérna í miðbænum þessa dagana. Þar er fjöldinn allur af básum þar sem hægt er að vinna hina ýmsu vinninga, þ.á.m. bangsa. Okkur leyst voða vel á bangsana og tókum jafnframt eftir því að flestar stelpurnar á svæðinu virtust vera með einn slíkan og kærasta. Græðgin að gera útaf við fólk. Ef ég ætti kæró myndi ég ekkert þurfa bangsa skiluru. En vandamálið við að eiga ekki kæró er það að þá hefur maður engann til að vinna bangsa fyrir sig. Glatað! Þannig að við Hafdís tókum málin bara í eigin hendur og unnum bara bangsa fyrir okkur sjálfar. Verð nú að viðurkenna að mér hefði nú fundist að karlpeningurinn (sem btw er ekki uppá marga fiska hérna), á svæðinu hefði getað boðist til að vinna bangsa fyrir okkur. Frekar lélegir þúst. Mmmmhmmm. En ég hugga mig við það að allir fallegu herramennirnir eru bara í felum þangað til skólinn byrjar. Svo koma þeir allir í næstu viku. Pottþétt...

Fyrir þá sem þekkja mig vita sennilega flestir hvað ég er matvond. Það gladdi mig því að fatta að maturinn hérna er heilt yfir ágætur. Við Hafdís erum búnar að finna okkur æðislegan ítalskan veitingastað niðri í bæ, Pronto, þar sem er hægt að borða úti og þjónarnir tala bara ítölsku. Sem er fínt því að Hafdís talar einmitt fína ítölsku. Þjónarnir eru algerar dúllur og okkur finnst við alltaf vera prinsessur þegar við förum til þeirra. Oooog svo fáum við alltaf Amaretto með klaka eftir matinn. Afþví við erum svo sætar...

Annars virðist heitasti rétturinn hérna um þessar mundir vera franskar kartöflur í kramarhúsi með hvítri drullu ofaná. Þetta er matreitt við miklar vinsældir í svona veitingavagni, sem stendur við innganginn í Leuven Stad park. Við Hafdís erum vanar að hittast miðsvæðist milli íbúða okkar, og er það einmitt við þennan sama inngang í garðinn. Fyrir innan innganginn og þ.a.l. beint fyrir aftan matreiðsluvagninn er vagn þar sem hestarnir sem skemmta börnunum í fyrrnefndu tívolíi á daginn eru geymdir á nóttunni. Af bæði matreiðsluvagninum og hestavagninum leggur megn óþefur sem veldur því að við köllum þetta alltaf að “hittast hjá vondu fýlunni”. Svo er bara svona áskorun að anda ekki með nefinu og hvort sú sem kemur á undan er enn með meðvitund þegar sú sem seinna kemur mætir á svæðið. Mjög spennandi.

Ég verð samt að taka fram, í ljósi síðustu færslu minnar sem var heldur á neikvæðu nótunum, að allt pappírsflóðið og buisnessinn sem maður þarf að sinna hérna áður en skólinn byrjar er ótrúlega vel skipulagður. Þegar brottför frá Íslandi nálgast fer manni að berast í pósti hin ýmsu umslög með fullt af bréfum og stimpluðum pappírum. Ég skoðaði þetta nú allt við komu en fattaði ekki hvernig eða hvort helmingurinn af þessu átti að gagnast mér. Ákvað nú samt auðvitað að taka þetta bara allt með mér til vonar og vara. Sem reyndist góð ákvörðun. Hver einasti pappírssnepill er búinn að hafa tilgang. Hreint ótrúlegt. Og núna er allt að smella saman. Þó finnst mér, miðað við allt það sem ég er búin að koma í verk, að ég sé búin að vera hérna mánuðum saman en ekki bara í 1 og ½ viku!!

Á mánudag og þriðjudag var svolítið svalt, en í gær og í dag er aftur kominn 25 stiga hiti og sól. Segi ekki annað en að base-tan is for nerds. Hel-tan is for pro’s. Einn galli fylgir þessum hita þó. Í morgun vaknaði ég við þá óvæntu ánægju að vera komin með 6 bit víðsvegar á líkamann. Núna er klukkan 18.23 og 3 í viðbót hafa bæst við. Wtf!! Og núna er ég búnað sitja við tölvuna í u.þ.b. 45 mínútur (yes, I'm a nerd, but you know you love me), og 2 ný hafa bæst í hópinn. What am I doing wrong... Ég er bókstaflega being eaten alive. Stupid ass moskitos.

Jæja, núna þarf ég að fara að sjæna mig fyrir fabulous internation partý sem er í kvöld. Vonandi hitti ég þýskan læknanema....

Myndirnar koma vonandi um helgina...

2 Comments:

At 10:20 PM, Anonymous Anonymous said...

Jiiii... mikið gasalega er þetta furðulegt... Lou og Julie eru í sama pakka nema hvað að ég bara fæ engin bit!! einhver sagði mér að þær bíta bara ekkert alla! ég er greinilega bara svona heppin... en það er greinilega ekki í ættinni!

 
At 11:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Já hvernig er þetta með þýska lækninn? Við heyrumst allavega á msn á sunnudaginn.

 

Post a Comment

<< Home