Being Gay
Ok, ég dreg til baka allar áður fram komnar athugasemdir þess efnis að karlpeningurinn hér sé ekki uppá marga fiska. Boy - o - boy er ég búnað vera að hanga á röngu stöðunum.
Í gær fórum ég, Ólafía og Birkir í alveg hreint magnað partý. Partýið var haldið af LOKO og var í Alma2 sem er 1 af mörgum mötuneytum hérna fyrir stúdenta. Þetta var international student party og var svo snjallt allt saman að ég á erfitt með að koma orðum að því. Mötuneytinu var bara breytt í þetta líka fína diskó, pálmatré úr neonljósum og DJ fenginn með 2 lífverði.
Við þremenningarnir ákváðum að hittast fyrst heima hjá Boga og Ólafíu um hálf tíu. Þar drukkum við nokkra bjóra og svo um miðnætti héldum við af stað í partýið. Þar var múgur og margmenni og svolítið sérstök tónlist, ef svo má að orði komast, teknó circa '93-'94, . Verandi Íslendingar ákváðum við að nokkrir drykkir á barnum væru klárlega nauðsynlegir svo við kæmumst í gírinn. Já og það mátti reykja inni en alveg hreint harðbannað að drekka bjór úti. Bara svo það sé á hreinu.
Hversu marga bjóra við drukkum er málinu algerlega óviðkomandi (og heldur óljóst núna daginn eftir) en þvílík og önnur eins skemmtun sem þetta partý var. Og heill haugur af myndarlegum strákum. Hvern hefði grunað að Belgir væru svona sætir. Ætla að láta myndirnar tala sínu máli en þær koma inn á sunnudaginn. Þar getið þið séð alla nýju vinina sem við eignuðumst. Frá hinum ýmsu heimshornum. Allavega, við enduðum kvöldið á vægast sagt vafasömum Kebab stað rétt fyrir 6 í morgun. Fengum reyndar frábært boð í eftirpartý en ákváðum að taka rain-check.
Annars er fátt annað títt. Vorum öll hálf þunn og drusluleg í dag eftir átök gærkvöldsins. Tókum þynnkumat á Pizza Hut og létum okkur svo hafa það að fara á vegum skólans að skoða gymið sem KU rekur. Það var voða flott og skemmtilegt en í þynnkunni kunnum við einhvernvegin ekki alveg að meta það. Fórum svo í bíó eftir það á einu myndina í bíó sem ég var ekki búnað sjá, The World trade center. Hún var glötuð.
Núna ætla ég að fara að bera á mig krem gegn flugnabitum og koma mér í bælið. I have an early morning, going to Brugge að skoða blúnduháskólann þar. Tjékka hvort ég sé nokkuð á rangri hillu í lífinu.
Goede nat.
2 Comments:
Ooooooooo.......... mig langar að vera hjá þér úti í góða veðrinu að hitta allt nýja fólkið!! Sit hérna ein á Lögbergi, kom samt á þínum/Grjónu bíl ef það hjálpar eithvað. Elma Eik situr heima og horfir á Danmerkur myndirnar í videoinu aftur og aftur!!! Hana langar líka út sko! Jæja ég verð að fara að læra, til þess kom ég. Haltu áfram að vera svona dugleg að blogga, nú get ég lifað fyrir bloggið þitt, Sigurjónu og Greys...hahhhahahahah
OKEY skooo... höfum hlutina á hreinu hérna sko... þar sem ég var (0g er) upphaflegur eigandi Babemobile skal hans vera getið sem Grjónu/völu bíll!!! Glad we cleared that up... Annars er ég bara hérna ða bíða eftir gömlu í góða veðrinu, assko ógigglega heitt héddna! Og vala kíp öpp ðet gúdd vörk... traustur bloggari!
Post a Comment
<< Home