Blúndubærinn
19 moskítóbit á 2 dögum. Er það ekki bara góður árangur? Á síðust 5 dögum er líka búið að skvetta á mig, sprauta á mig og frussa á mig. Vinsælast að skvetta/sprauta/frussa á brjóstin á mér. Svo það lýti út eins og brjóstamjólkin leki. Um að gera að vekja aðeins athygli á sér. Vera soldið öðruvísi...
Nú eru fyrstu myndirnar loksins komnar á netið hérna til hliðar undir hlekknum: Ævintýri dvergsins. Þar má líka finna myndir frá Köben, m.a.úr afmæli hennar Írisar.
Í gær fórum við á vegum skólans til Brugge/Bruges. Það er án efa fallegasta og rómantískasta borg sem ég hef séð. Enda tók ég endalaust af myndum.
Vaknað var kl. 07.11 sharp, því rútan lagði af stað kl. 08.00 og tók ferðin ca. 2 tíma. Þegar til Bruges var komið var okkur skipt í nokkra hópa og á móti okkur tók leiðsögumaður, eða kona í okkar tilfelli. Hún var alger dúlla og leiddi okkur í gegnum borgina. Við stoppuðum m.a. hjá The Lake of love en vatnið ber nafn sitt af henni Minu sem var yfir sig ástfangin af hermanni. Hermaðurinn þurfti að fara burt til að berjast í stríði og þá ákvað pabbi hennar að nota tækifærið og gifta hana ríkum en gömlum nágranna sínum. Mina vildi ekki una þessu og drekkti sér í vatninu. En á sama tíma snéri hermaðurinn hennar aftur úr stríðinu og fann hana látna á árbakkanum. Þjóðsagan er sú að snúirðu baki í vatnið og hendir 1 penný yfir öxlina á þér um leið og þú óskar þér, rætist óskin alltaf. Við vorum að sjálfsögðu öll staðráðin í að óska okkur á leiðinni til baka, en sökum lélegs tímaskyns enduðum við bara kófsveitt, með sveittustu efrivör allra tíma, í rútunni kl. 18.01 án þess að hafa óskað okkur. Við ætlum þó pottþétt að fara aftur til Bruges fyrir jól.
Með okkur í hóp var mikið að grjónum, þ.á.m. ein kona sem fór alveg á kostum. Hún hékk alltaf alveg uppí leiðsögukonunni, í bókstaflegri merkingu, alveg obbbbosslega áhugasöm og kinkaði kolli alveg uppí andlitinu á henni greyinu og sagði geðveikt hátt; mmmmmmmm, í hvert skipti sem leiðsögukonan sagði e-ð. Við Íslendingarnir erum náttúrulega svo þroskuð að okkur fannst þetta bara með því fyndnara sem við höfðum séð. Ég tók meira að segja myndband af þessu athæfi konunnar sem verður að teljast mjöööög furðulegt. Við vorum því alltaf flissandi og hermandi eftir henni. Mmmmmmm. Oooh, þetta er nú sennilega svona had to be there saga en okkur fannst þetta allavega gríðarlega fyndið.
Nú leiðsögukonan sagði okkur að í gamla daga var bjór talinn lækning alls ills. Hann var jafnvel talinn hollari en vatn. Afhverju var ég ekki uppi á þeim tímum? Nenni níski huxar líka mikið um það að vatn sé actually dýrara en bjór héddna.
Hápunktur leiðsöguferðarinnar var án efa að fara inní Church of our Lady og sjá Maddonna and Child, eftir Mighelangelo. Ég fyllist alltaf lotningu við að sjá listaverk sem slík. Það er einhvernvegin ekki hægt að koma orðum af því hvað þau eru stórfengleg. Og myndirnar gera þeim aldrei réttlæti.
Að leiðsögutúrnum loknum, þ.e. eftir hádegi, var frítími til 18.00. Við byrjuðum á því að fá okkur að borða. Veitistaðirnir voru allir frekar dýrir, enda alger túristaparadís. Ekkert mál að ofrukka þá. Við völdum okkur veitingastað við Markt, sem er miðtorgið í borginni, þar sem hægt var að borða úti á verönd. Ólafía og Birkir gerðust svo hugrökk að smakka þjóðarréttinn; Moussles með frönskum dýfðum í majones. Vernandi eins matvönd og ég er ákvað ég að fá mér bara pizzu. En ég smakkaði einn moussle and lets just say I won’t be having that again. Takk fyrir og bless. Eftir þónokkrar rökræður ákváðum við að rölta af stað í borginni eftir matinn. Verandi í einni fallegustu borg í heimi var vel úr vegi að skoða bara það sem fyrir augum bæri. En fyrst þurfti Birkir að fá ís. Klára máltíðina sjáiði til. Og við stelpurnar súkkulaði. And let me tell you að ef ég ætti að velja á milli karlmanna og belgísks súkkulaðis myndi ég þurfa að huxa mig 2var um. Maður hefur ekki smakkað súkkulaði fyrren maður hefur smakkað belgískst súkkulaði. Mmmmmm. Ekki samt svona eins og pirrandi gellan mmmmm, heldur svona mmmm gott. Jæja nóg um það. Eftir að hafa misst af Hafdísi inní allt of margar búðir varð niðurstaðan sú að taka bara túristann á þetta all the way og fara á the Chocolate museum. Það var nú ekki kannski það mest meiriháttar safn sem ég hef farið á, en ágætis skemmtun svosem. Sáum hvernig súkkulaðið byrjar sem baunir í suður Ameríku og verður að konfektmolum útí búð. Allt voða spennandi. Þó að ég hefði nú frekar bara verið til í að borða súkkulaði.... eeen við fræddumst samt líka sem er alltaf voða gott.
Here are some little known, but very inlightning facts about chocolate: súkkulaði veldur ekki tannskemmdum, hækkar ekki kólesterólið í blóðinu og eykur ekki líkur á bólum. Bíddu, wtf! Ég hef bara vaðið í villu og reyk í öll þessi ár. Hefði getað borðað súkkulaði í morgun-, hádegis- og kvöldmat. Sem ég hyggst gera héðan í frá. Og drekka Stellu með. Amen.
Eftir súkkulaðisafnið fórum við á næsta pöb og fengum okkur Kwak bjór. Varla hægt að lýsa honum öðruvísi en með myndunum. Bjórinn sjálfur fær nú ekki háa einkunn en glasið var snilld. Enda skemmtum við okkur konunglega við að drekka hann. Mikið hlegið og eitt mjög töff fruss atriði.
Eftir Kwakið röltum við aðeins um borgina og skoðuðum fullt af allskonar útimörkuðum og skemmtilegheitum. Daginn enduðum við svo í siglingu í sýkinu sem liggur um bæinn. Sem var æðisleg. Klárlega puntkurinn sem toppaði ferðina. Nema hvað við erum típískir Íslendingar og þ.a.l. soldið sein... samt sko fashionable late. Endaði með að við gátum ekki klárað siglinguna og þurftum að láta leiðsögumanninn á bátnum stoppa bátinn í annarri höfn en þeirri sem við byrjuðum í. Hann var sem betur fer mjög ligeglad og varð við ósk okkar. Svo var bara hlaupið. Talandi um sveitta efrivör.
Um kvöldið fórum við út að borða hjá ítölsku vinum okkar hérna niðrí bæ. Svo var bara farið heim í háttinn enda búið að vera langur dagur.
Í dag var kærkomið frí. Belgía is boring on Sundays. Allt lokað. Engin dagskrá og ég var bara heima í rólegheitunum. Svaf út og skúraði. 3svar... mar er svoldið manískur, but whatever. Svo skruppum við Hafdís í smá göngutúr og fengum okkur ís og fórum uppá löggustöð. Núna er ég nýkomin heim, en við fórum öll út í 1 bjór áðan. Voða næs. Svo byrjaði að rigna. Náði að vígja nýju bleiku Snoopy regnhlífina mína. Ógilleg pæja.
Held þetta sé komið gott í bili,
Auf revoir
3 Comments:
Ok, þú ert búin að vera að skúra og þrífa frá því komst til Belgíu..... ertu ekki annars í Belgíu!!!!!! Allavega ferð að toppa mig í þrifæðinu. Já og hvað eigum við svo að gera í því að foreldrar okkar eru búnir að afneyta okkur í ameríku??? Ekkert heyrst frá þeim, maður fer nú að fá kvíðakast..........komin svefngalsi í mig, farin að sofa.
Hvað haldiði að við meigum vera að því að hringja heim í sveit.... nóga annað að gera í ammeríkunni... neinei... Við erum sumsé mætt... vöknuðum snemma í morgun enda boðin í diet friendly vöfflur og fínerí... Héldum svo í vinsmökkunarleiðanugur... og rúlluðum svo niðrá strönd og komum við í súpermarkaðnum til að ná í meira brennivín... SKÁL! Verðum online á morgun, svona meðan fararstjórinn vinnur fyrir kaupinu! yfir og út!
já mér lýst ekkert á þetta hjá foreldrum okkar, við flytjum að heiman og þau komin í sukkið í Usa!!!! Vala verðum við ekki að gera eithvað????
Post a Comment
<< Home