Fyrstu dagarnir
Flutningarnir hófust föstudaginn 8. sept. Ég flaug til Köben samferða systur minni og fjölskyldu (til að sleppa við yfirvigt hálfa leiðina sjáiði til. Já, not just a hat-rack ;) Í Köben stoppaði ég í 4 daga, gisti hjá Halla Litla í nýju vistarverum hans, sem var einkar notalegt. Dögunum eyddi ég að mestu með systur minni og fjölsk. fórum m.a. til Malmö og í Tívolí sem var hin besta skemmtun.
Ég kom til Leuven mánudaginn 11. sept. um hádegi eftir ca.6 tíma ferðalag. Með leigubíl frá Halla, flugi frá Köben til Brussel og lest frá Brussel int.national airport til Leuven.
Hitinn við komu til Leuven var 28° og er enn. Sem ætti auðvitað að vera meiriháttar, en þegar maður þarf að labba bæinn á enda, fram og til baka, taking care of buisness, sem er sko nóg af, í u.þ.b. 8 klst. á dag er maður vægast sagt sveittur. Ég er því búin að vera með sveitta efrivör meira og minna síðan ég kom. En það er töff. Svo er ég líka búnað ná að vörka aðeins í taninu. Sem er ennþá meira töff. Já, lesstofudvergurinn er sko töff all over the place.
Nú fyrsta verk við komu til Leuven var að finna hostelið (sem reyndist vera snilldarlegt hostel).Það átti að vera við hliðina á lestarstöðinni en í ljósi þess að ég var með 3 stórar ferðatöskur tók ég þá upplýstu ákvörðun að geyma eina ferðatösku í öryggishólfi á lestarstöðinni. Gróf ég upp 10 evru seðilinn sem mamma hafði lumað að mér rétt fyrir brottför frá Íslandi og þakkaði guði fyrir hvað hún væri forsjál. Enda eina reiða féið sem ég hafði á mér og enginn hraðbanki í kílómetra radíus. Nú töskunni var komið í hólf og svo var hostelið fundið. Það reyndist bókstaflega hinum megin við götuna svo ég ákveð að sækja bara töskuna strax eftir tjékk inn. Eeen þá kom babb í bátinn. Miðinn sem nota þurfti til að opna skápinn var horfinn úr vasanum. Eftir dauðaleit ákvað ég að segja fokk it, þessar 3.10 evrur greiddu einungis leigu í 24 klst. svo að skápurinn hlyti nú að opnast á hádegi daginn eftir. Ég yrði þá bara á lestarstöðinni kl. 13.00 daginn eftir.
Þá var komið að því að finna íbúð. Nú reyndar þurfti ég að byrja á því að finna Housing Service og villtist nú aðeins við það. Var bara meiriháttar töff með nefið ofan í kortinu ráfandi um stræti borgarinnar. Endaði með að ég þurfti að fara into the map.... works every time.
Að finna íbúð var hægara sagt en gert. Satt best að segja held ég að ef ég hefði vitað útí hvað ég var að fara hefði ég bara sleppt því að koma. Hver hefði ekki giskað á að “te huur” þýddi “til leigu”? Jú, jú, það er svosem nóg af lausu húsnæði ef þú vilt búa í einhverri rottuholu, eða deila klósetti og sturtu með 15 manns. Já, nei takk. Aníveis við Hafdís fundum okkur báðar íbúðir sem okkur leyst ágætlega á að kvöldi mánudagsins en ákváðum að sofa á þeim. Daginn eftir vorum við hálf hræddar um að bjórinn og þreytan hefði haft áhrif á dómgreind okkar og að e.t.v. væru þetta bara rottuholur eins og allar hinar sem við höfðum séð þá fyrr um daginn. Varð mér þá einmitt hugsað til þess að daman sem sýndi mér íbúðina hefði enmitt verið á nærbuxunum og með henni grjón sem var bert að ofan. Kusum við að kalla þau “fjálslega parið”. Allt fullkomnlega eðlilegt.
Á þriðjudagsmorgun ákváðum við Hafdís að hringa í leigusalana, segjast vilja íbúðirnar en biðja um að hittast ekki fyrren um kvöldið til að skrifa undir leigusamningana og nota svo daginn í skoða annað. Mjög útsmognar sem er það eina sem virkar hérna. Sem við svo gerðum og að deginum loknum vorum við báðar komnar að þeirri niðurstöðu að við hefðum valið réttu íbúðirnar. Held ég sleppi því bara alveg að fara útí skítabælin sem við skoðuðum. Nú um kvöldið héldum við uppá þetta með Pizzu og bjór. Fleira gerðist ekki þann daginn nema hvað að kl. 13.00 var mín mætt uppá lestarstöð og beið þess með eftirvæntingu að skápurinn opnaðist og að taskan mín yrði frelsuð úr prísundinni. Kl. 13.30 voru farnar að renna á mig tvær grímur og ákvað ég því að fara í afgreiðsluna og spurjast fyrir um hvernig þetta virkaði eilea með þessa skápa. Þar tjáði fúll kall mér (eða var það bara ég sem var fúl.. ekki gott að segja) að skápurinn opnaðist sko bara ekkert að sjálfu sér og ég þyrfti aðstoð einhvers manns til að opna skápinn. Jæja, get ég þá fengið að ræða við þennann mann? Nei hann er ekki við. Ekki við segirðu, og hvenær heldurðu að ég geti þá náð í hann? Í fyrramálið kl. 07.00. Okey þá! Safe to say að ég og þessir öryggisskápar eigum ekki samleið. Lenti einmitt í útistöðum við annann eins á Kastrup nokkrum dögum áður.
Miðvikudagur kl. 07.00 sharp. Uppá lestarstöð að ræða við “manninn sem sér um skápana”. Jæja hann tjáir mér eftirfarandi; Normally it’s 12 euros to open closet if you loose ticket. Svo horfir hann á mig spurnaraugum. Uuuuuu, yes, I still need my bag, thank you. What kind og stupid ass question is this? 10 mínútum síðar var taskan frelsuð og ég fór aftur uppá hostel. Nenni níski ætlaði sko ekki að missa af morgunmat enda búnað borga good money for it. Herbergisfélagar mínir voru ennþá steinsofandi; Sú sem talaði stanslaust, sú sem talaði ekkert og sú ítalska sem talaði ekki ensku... there is no soap in this hotel. Yes, good luck with that. Ég á í mestu erfiðleikum með að skilja ekki flæmskuna, hvað þá ef mar talaði ekki ensku. Uuuuu, íslensku, einhver...? Enginn? Okey þá...
Þá hófust flutningarnir og Bogi og Ólavía hjálpuðu. Þegar við vorum búnað drösla töskunum uppá 4 hæð, í nýja penthásið mitt ákvað ég nú að vera svoldið húsleg og fara út með ruslið sem var á ganginum og var farið að leggja smá óþef af. Bogi grípur einn poka og ég hinn nema þá lekur úr pokanum hjá Boga og þessi líka skítafýla gýs upp. Bogi hrópar, OJ, OJ!!! Og ég bara; hlauptu, HLAUPTU!!! Sem hann gerir en á eftir honum er skítaslóð og lyktin, guð minn góður. Hvað var í pokanum vitum við ekki enn, en lyktin er ennþá til staðar þrátt fyrir að búið sé að þrífa stigaganginn hágt og lágt. Leigusalinn hringdi einmitt í dag til að segja mér það að stigagangurinn lyktaði sko venjulega ekki svona illa. Baðst hún afsökunar á þessu og tjáði mér jafnfram að pokinn hefði verið frá “frjálslega parinu” sem nú væri flutt út. Ég er því afar bjartsýn á framhaldið. Sjálf hef ég eytt þónokkrum klukkutímum í að þrífa nýja penthásið mitt og óhætt að segja að ekki hafi veitt af. Því verki er nærri lokið. “Penthásið” er semsagt 19fm. herbergi með sturtu, “eldhúsi” (2 skápum, vask, hellum og ískáp), 2 þakgluggum og voða sætu svefnlofti. Meðfylgjandi er líka fataskápur, hilla, skrifborð og internetaðgangur. Þarf að deila klósetti með 1 stelpu sem býr hérna við hliðina á mér. Nú, höllin er á 4 hæð og engin lyfta. Ég verð því augljóslega komin með kúlurass eftir veturinn. Tönuð með kúlurass? Could things get any better? Held bara ekki.
Jæja, meira á morgun, þ.á.m. ævintýraleg ferð með strætó í Ikea.
3 Comments:
loksins ;)
gott að þú endaðir ekki á götunni Vala mín! ég kem með 6 manna vindsængina í næsta mánuði!
Halli
Amateur!
Fjúkk ég var alveg farinn að hafa stórar áhyggjur hvað ef dvergurinn hefði þurft að búa í rottuholu? Öruggleg jafnvel verið verra en að þurfa að búa með eina leiðinlega íslendingnum á norðurlöndum
Post a Comment
<< Home