Lesstofudvergur í Leuven

Monday, September 18, 2006

Taking care of buisness

Á miðvikudaginn síðasta fórum við íslendingarnir í International students skráningu. Þar var tekin af okkur mynd og okkur afhent stúdentaskírteini. Þar var líka farið yfir nýfengin símanúmer og heimilisföng auk þess sem okkur var réttur fullur poki af hinum ýmsu gagnlegu upplýsingum. Loks fengum við þar líka bókaðan tíma til skráningar á aðsetri í Leuven, í ráðhúsinu.

Skráning í ráðhúsinu fór fram daginn eftir og henni fylgdi enn meira pappírsflóð, stimplar og vegabréfssýning. Að skráningunni lokinni var ég vinsamlegast beðin um að benda á íbúðina sem ég bý í á einhverri mynd. Sem ég gerði. Var mér svo sagt að á næstu dögum muni lögregluþjónn banka uppá hjá mér, og ekki til að strippa heldur til að kanna það hvort ég búi raunverulega á Blijde – Inkomstraat 46. Svari ég ekki dyrabjöllunni mun hann skilja eftir nafnspjald og þarft ég þá að hafa samband sem allra fyrst til að mæla mér mót við hann. Þegar hann hefur staðfest að ég búi í raun þar sem ég segist búa mun ég fá sendan gulan miða í pósti. Þarft ég þá að fara aftur niður í ráðhús með þennan gula miða, fara á bás 11 eða 12 og sýna hann. Við það fæ ég afgreiðslu. Þegar ég hef fengið hana þarftu að afhenta 2 bls. A4 eyðublað, útfyllt, 4 passamyndir, skráningarskírteini frá Háskólanum og staðfestingu á heilsutryggingu.

Ef ég vil stofna bankareikning þarf að koma aftur niður í ráðhús, daginn eftir, fyrir hádegi með 3 passamyndir til að fá sérstakt eyðublað um staðfestingu á aðsetri. 7 passamyndir! Mín kenning er sú að þeir séu að veggfóðra með passamyndum af mér þarna niðri í ráðhúsi.

Eftir miklar vangaveltur hef ég komist að þeirri niðurstöðu að til að borga trygginguna fyrir íbúðinni og leigu sé best að stofna belgískan bankareikning, því til þess eins að leggja peninga, og þá meina ég evrur nota bene, inná belgískan bankareikning þarftu að hafa belgískan bankareikning sjálfur. Wtf? Stupid ass bank system. Til að stofna bankareikning þarf staðfestinguna frá Ráðhúsinu, vegabréf, undirritaðan leigusamning og staðfestingu á skólavist. Til að stofna bankareikning þarf að panta tíma. 2-3 daga bið var í það. Nú við mætum á settum tíma með alla réttu pappíranna og gellan græjar og gerir og lætur okkur skrifa undir á hin ýmsu plögg og tjáir okkur svo að reikningurinn verði kominn í gagnið eftir 5 virka daga... Já, þetta er svona fljótt að gerast.

Til að þrífa íbúðina þurftum við Hafdís að labba á heimsenda til að finna súpermarkað með almennilegum hreingerningarvörum. Getið rétt ýmindað ykkur hamingjuna þegar við sáum Ajax rekkann teygja sig svo langt sem augað eygði. Guð blessi Ajax. Eftir þrifin var tilvalið að fara í Ikea (guð blessi Ikea og heimsendingarþjónustu þeirra. Já og Boga fyrir þrautseigju).

Ferðin í Ikea var nú frekar ævintýraleg eins og flest annað hérna. Við vorum búnað spurja annan hvern mann hvar Ikea væri en það virðast fæstir vita það. Valmöguleikarnir um transportation voru lest, strætó eða leigubíll. Allavega, við fengum loksins leiðbeiningar og niðurstaðan varð sú að taka strætó. Við fórum í þennan líka sveitta strætó nr. 358. Spurjum bílstjóran við inngöngu svona alveg til að vera viss hvort hann fari ekki örugglega framhjá Ikea. Jú, jú, hann segist gera það, þannig að við hlömmum okkur niður fyrir miðjum strætó. Eftir dágóða stund í vagninum förum við aðeins að skima í kringum okkur og til að missa nú ekki af stoppinu. Áfram heldur vagninn og við förum að hafa áhyggjur af því að vera bara komin framhjá. Þá förum við að spurja nálæga farþega hvort þeir viti hvar Ikea sé. Nú það talar náttúrulega enginn ensku þarna svo að Bogi reyndi þýsku. Fyrir svörum varð ung stelpa, Nei, ekki virkaði þýskan svo að ég reyndi frönsku. Ni, stelpan skildi ekki frábæru Flensborgarfrönskuna mína... skrýtið. Þá reyndum við idiot-proof aðferðina; Ikea? I K E A..!!?? Aaaaa Ikea, yes, far og brendir áfram. Einmitt, við erum semsagt ekki komin framhjá. Enn líður tíminn og Ólavía ákveður að smella sér bara frammí til bílstjórans og spyrja hann. Hann fullvissar hana um að enn sé korter eftir. Stuttu eftir það kemur svo þetta líka yndæla grjón og spyr á ensku hvort við séum enn að leita að Ikea? En ekki hvað? Hætta við ef á móti blæs? Ég held nú síður... Grjónið gefur okkur þær upplýsingar að eftir ca. 10 mín myndum við keyra framhjá amerískri bílaþvottastöð okkur á hægri hönd. Á sama tíma myndi e-ð annað, sem við náðum ekki alveg vera á vinstri hönd. Þessu næst ættum við að sjá silfurlitaða styttu í formi konu með útbreiddan arminn. Þá ættum við að íta á stopphnappinn því að á stoppustöðinni er framhjá þessu væri komið ætti Ikea að blasa við okkur á vinstri hönd. Við þökkum honum kærlega fyrir og hann fer út við næsta stopp. Eftir ca. 2 mínútur stekk ég á fætur og hrópa; hey, þarna er ameríska bílaþvottastöðin!! Hafdís, Ólavía og Bogi líta öll við, og hrópa já! Samróma. Í kjölfarið fylgir frá Hafdísi; hey og þarna er silfurlitaða konan. Við skimum öll fram á við. Sjáum nú enga silfurlitaða konu, en tókum orð Hafdísar trúanlega og ýtum á stopphnappinn í flýti. Strætó snarstoppar nánast strax og við æðum út. Hvar er silfurlitaða konan? Hún er þarna bakvið skýlið... Uuuu, ég sé enga silfurlitaða konu með útbreiddan arm...Jú, hún var þarna áðan, ég sver það. Þá lítum við til vinstri og sjáum ekkert Ikea blasa við okkur. Við hlaupum framdyrum strætó og bílstjórinn horfir afar einkennilega á okkur. Still Ikea? Spyr hann. Yes, yes! Svörum við með hasti. Not yet, svarar hann þá. Þannig að við fórum bara aftur inní strætó. Ameríska bílaþvottastöðin sem við sáum var semsagt bara Shell bensínstöð og silfurlitaða konan sem Hafdís sá var bara ímyndun. Mjög töff atriði. Ca. 7 mínútum seinna sést risastórt hús á hægri hönd kirfilega merkt ameríska fánanum og; CAR WASH. Þá birtist 2 metra há stálstytta af konu með útbreiddan arminn og er til vinstri var litið var ekki um að villast. We had arrived. Held að bílstjórinn og hinir farþegararnir hafi nú bara verið hálffegnir þegar við fórum loksins út.

3 tímum seinna labbaði ég út með fulla körfu af dóti og 206 evrum fátækari. En 2 tímum eftir það var litla holan mín bara orðin nokkuð kósí. Myndi segja að ég væri u.þ.b. hálfnuð með að gera hana íbúðarhæfa. Ótrúlegt að mér hafi tekist að eyða 206 € í ljósi þess að ég og Hafdís tókum Nenna níska sko alveg á þetta:

Náttborð á 9.99 €? Það er nú svoldið dýrt... hérna er fínasti kollur á 0,99 €, látum það duga. Hraðsuðuketill? Alger óþarfi. Ég sýð bara vatn í potti.

Diskar á 0,30 €. Ætti ég að tíma því? Þarf ég nema 1?

Bíddu kostar bjórinn 1,80 €? Hann kostaði nú bara 1,50 € þar sem við borðuðum í gær...

Note to self; hlaða síman og tölvuna alltaf í skólanum til að spara rafmagn. Heitt vatn er nú líka svoldið dýrt... hmmm... eh, who needs a shower? Showers are totally overrated anyways...

Í dag fórum við Hafdís til Brussel að versla. Borgin var allt öðruvísi en ég hafði búist við. Hún var rosalega skítug, erilsöm og heimilislaust fólk á hverju horni. Mæður með börnin sín, sitjandi á gangstéttinni að betla. Ég get bara ekki að því gert en svona nokkuð fær alltaf á mig. Ég vissi vel að Brussel er stórborg og átti svosem von á öllu framangreindu en ég áttaði mig einhvernvegin ekki á hversu stór hún er. Auk þess er maður nýkomin heiman frá Íslandi þar sem maður er vafinn inn í bómul og sveitamenningu. Sem er nú oftast ósköp notalegt. En svona er þetta, vonandi verð ég hrifnari af borginni eftir að hafa séð meira af henni. Náttúrulega ekki mikið að marka að sjá bara miðbæinn og búðirnar... hehe.

Jæja, ætla að hundska mér í bælið, ekki veitir af. Túmorró; skráning á flæmskunámskeið, frönskunámskeið, súpermarkaðurinn og þvottadagur!

Spennandi...

6 Comments:

At 3:47 AM, Anonymous Anonymous said...

Mundu svo að taka frímerkin af öllum pósti sem þú færð sendan. Frímerki eru nefnilega alþjóðlegur gjaldeyrir, þannig geturðu kannski sparað þér tvo bjóra. . .

SM

 
At 4:49 AM, Anonymous Anonymous said...

MÚHAHHAHA... Meira meira meira meira!!! Líf mitt snýst um bleijur og sníta... Bloggin þín "make my day"!

 
At 4:05 PM, Anonymous Anonymous said...

valgerður. ertu smibblingur?
jess jú iss.
þú ert að redda grámyglunni í lögbergi - og þú ert ekki einu sinni hérna!
spáðu í stuðinu sem þú ert að missa af. einmitt.

 
At 10:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég á eftir að ná mér í Sex and the city safnið þitt til mömmu og koma möppuni til Gústa, en Lögberg er stefnana á morgun. Af hverju ertu ekki búin að vera á msn í tvo daga?
Söknum þín mikið.

 
At 2:06 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ skvís, mín bara flutt útí heim! Gangi þér ógó vel þarna úti! kveðja Guðrún Lára :)

 
At 10:58 AM, Anonymous Anonymous said...

Tinna, á msn-inu heitir hún "Búin að afmeyja eldhúsið...." spurning hvað gellan er að gera þarna úti ha..... Við viljum fá skýringu takk....
Við sjáumst kannski í Lögbergi, ég er víst þar alltaf 1x í viku í tíma, svaka stuð :-)

 

Post a Comment

<< Home