Lesstofudvergur í Leuven

Friday, October 27, 2006

Eðlilegt?

Eðlilegt?

Að geyma sorpið inni hjá sér í viku? Jafnvel lengur ef maður gleymir rusladögum?

Að bíða allstaðar og þá meina ég ALLSTAÐAR í röð? Halló!! We call it efficiency!

Að rukka morðfé fyrir plastpoka, merkta borginni, svo maður “fái” að flokka ruslið?

Að allir bankar séu lokaðir í hádeginu alla daga?

Að það fáist ekki maís til að poppa? Wharrröp with that? Og í bíó er eftirfarandi heitasta auglýsingin; NEW!! Popcorn with salt!! Vó, skiluru, talk about the newest thing on the market.

Að millifærsla taki 3 daga?

Að fólk kunni ekki að þrífa hérna?

Að fólk sé sátt með að vera samdauna sorpfýlunni?

Að teknó sé heitasta tónlistin hérna? Og að ég sé búnað heyra No limit með 2unlimited oftar en ég get talið síðan ég kom hingað?

Að DJ-arnir hafi allir 2 aðstoðarmenn. Clearly the DJ is the man but still… sækja bjór og taka við óskalögum. Er það töff?

Stupid Belgian People!

Aaaa, ég er hætt, I could go on forever!! En vá hvað ég elska það samt að búa hérna. Þetta er snilldarborg.

Það er svo voða mikið að gera hjá minni að minns hefur bara engan tíma til að blogga! Og haldiði ekki bara að kvikindið sé að koma heim um jólin þrátt fyrir háfleygar yfirlýsingar á annan veg. Það verður voða notó að koma heim í kotið hjá gamla settinu, fá góðan mat, góðan félagsskap, hitta Elmuna mína og fá stubbaknús (nokkur) og fara norður til afa og ömmu. Eeen svo er það rúsínan í pylsuendanum, litla systa, sú ameríska kemur á klakann 29. des! Ég hef ekki séð litla skinnið í heilt ár og verð nú að viðurkenna að ég hlakka ofboðslega til að sjá hana. Enda hef ég saknað hennar ótrúlega. Reyndar sakna ég allra í fjölskyldunni minni enda á ég bestu fjölskyldu í heimi. Mamma sendi mér einmitt pakka um daginn. Fékk Sex and the City collectionið mitt og nýja skó sem hún hafði keypt í Ameríku. Ógillea flottir!!

Ekki það að ég sitji hérna heima hjá mér á daginn í volæði vegna söknuðs til Íslands. Óniii! Helgin síðasta var fín, föstudagur tekinn rólega, laugardagur fór í lærdóm. Ekki veitti af. Nú um kvöldið fórum við Birkir út að borða á ítalska staðinn og svo kíktum við í partý sem nokkrar stelpur af tungumálanámskeiðinu mínu höfðu planað. Það reyndist barasta hin besta skemmtun og svo eftir partýið kíktum við aðeins í bæinn. Fórum svo heim um 3 leytið. Sunnudagur, minns var þreyttur, ætlaði að læra en endaði með að hanga á netinu allan daginn. Fór svo í bíó á verstu mynd allra tíma um kvöldið; The Wickerman. And let me just say; DON'T DO IT!!

Jæja, mánudaginn átti að taka snemma til að mæta á ráðstefnu í Brussel, á vegum Sameinuðu þjóðanna, en mín bara ákvað að sofa yfir sig og mætti ekki til Brussel fyrren um hádegi í staðinn. Fyrir áhugasama. Við komum passlega í hádegismatinn og fórum svo í smá göngutúr í garðinum þarna rétt hjá. Reyndar var ógeðslegt veður, alveg ekta íslenskt, rok og rigning. En inni var heitt og loftlaust svo við urðum að fá okkur ferskt loft. Ráðstefnan hélt svo áfram eftir hádegi en þá var sérstök áherslu lögð á fjárhagslegu hlið vandamálsins. Mér þykir ótrúlega gaman að hafa haft tækifæri á að sækja þessa ráðstefnu og fleiri væntanlegar. Ekki oft sem manni býðst slíkt á Íslandi.

Jæja, deginum lauk kl. 16.00 með móttöku, kampavíni og fínieríi. Við stoppuðum reyndar frekar stutt enda átti ég að vera mætt í tíma í flæmsku kl. 19.00. Það rétt hafðist. Jæja svo léleg er ég í flæmsku að kennarinn fann sig knúinn til að koma til mín í hléinu til að segja mér að ég yrði að læra meira! Wtf! Yes, whatever. Ef ég á að velja á milli þess að lesa í lögfræði eða lesa flæmsku get ég ekki sagt að ég þjáist af valkvíða… Ljóta, leiðinlega tungumál!

Eftir tíma ákváðum við að fá okkur bjór saman til að reyna að kynnast aðeins og kvöldið endaði á að vera ótrúlega skemmtilegt. Hafdísi tókst meira að segja að kenna þjóðverjunum þremur dirty íslensku. Þannig að núna valsa þeir um borgina og biðja fólk að ríða sér í rassgat! Shame on you Hafdís!

Á þriðjudaginn var ég soldið slöpp enda ekki búnað sofa nóg. Þurfti á fætur at the crack of dawn til að ná lestinni til Brussel. Morguninn á ráðstefnunni fór í að ræða mannréttindahluta vandamálsins og loks niðurstaða. Eftir að ráðstefnunni var lokið ákváðum við að fá okkur löndsj in the city, enda higly busy and important people. Þúst, við vorum sko á ráðstefnu í Brussel. Mmmmmhmm.

Um kvöldið var matarklúbbur og Bogi og Ólafía buðu uppá dýrindis kjúklingarétt og kartöflur. Mmmmm… nammigott.

Miðvikudagur var skóli, skóli og meiri skóli. Svo þurfti mar náttlea að útrétta smá, fara í búðina og sonna. Alltaf brjálað að gera þó kaupið sé lágt. Um kvöldið var international cocktail party haldið af Politika. Við kíktum þangað og ég endaði bara á að vera til rúmlega 5. Kvöldið bara flaug framhjá, minns var bara að dansa og allt í einu var klukkan 5! Var að mestu með krökkunum af tungumálanámskeiðinu og uppi voru hugmyndir um að djamma bara þangað til við ættum að mæta í tíma kl. 10. daginn eftir. Een, ég ákvað bara að drífa mig heim þarna um 5 og needless to say þá nennti ég ekki í throat – disease tíma daginn eftir. Æji, whatever, það mætti hvort sem er enginn. Það er ekki eins og ég fái einingar fyrir þetta, bara svona í ganni gert.

Á fimmtudaginn ætlaði ég þvílíkt að læra og var tilbúin á bókasafnið þegar við Hafdís ákváðum að kíkja á gym hérna. Þar var að sjálfsögðu lokað, enda klukkan 14.00 á fimmtudegi (vittu), svo Hafdís fór og fékk sér þynnkumat á McD og við enduðum á að sitja þar í túma 2 tíma og bonda! Á leiðinni út hittum við þjóðverjana 3 og urðum nú aðeins að tilla okkur hjá þeim til að fara yfir atburði gærkvöldsins. Hihihi. Jæja um kvöldið forum við út að borða á ítalska og svo heim í bólið.

Í dag keyptum við okkur loksins, loksins miða til Amsterdam!! Víhí, þannig að kvikindið verður í rauða hverfinu í Amsterdam eftir rétt rúma viku. Ætlum að gista eina nótt og taka sunnudaginn í að skoða Van Gogh safnið. Já nei, ég er bara ekkert spennt yfir þessu. Hæba, hæba!

Jæja, ætla að skunda er að fara í mat til Hafdísar skvísu,

L8R

2 Comments:

At 9:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Jó.... vona að þú hlakkir til að hitta mig líka í des :-)

 
At 10:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Jójójó voddamoggafó...

 

Post a Comment

<< Home