Lesstofudvergur í Leuven

Friday, October 20, 2006

Guð blessi internetið

Dagurinn í dag var frábær.
Vikan sem leið var ekki alveg jafn frábær.
Daginn áður en ég fór til Finnlands var ég í sólbaði í garðinum. Það er búið að vera yndislegt veður meira og minna síðan ég kom út. Þegar ég kom heim frá Finnlandi var enn gott veður. Kannski ekki sólbaðsveður, en svona 15°hiti og sól. Ekki til að kvarta yfir. Krakkarnir sögðu mér hinsvegar að það væri búið að vera skítkalt (þ.e. vikuna sem ég var í Helsinki). Ég átti nú erfitt með að trúa því þangað til á þriðjudaginn! Sælir. Nú er veturinn sko kominn. Í gærmorgun fór ég í tíma í lopapeysunni minni og úlpunni með trefil. Fólk horfði á mig eins og ég væri e-ð skrýtin (sem ég reyndar er en algjörlega í öðru samhengi) og spurði hvort ég væri að fara á Pólinn. Ja, hver veit nema ég lýti við á leiðinni heim. Það er allavega örugglega ekki kaldara þar en hér.
Nú skólinn er kominn á fullt. Komin langt á eftir í öllum fögum þannig að það er ekkert öðruvísi en heima bara. Tímarnir eru misjafnir. Skrýtið að þeir tímar sem ég hafði bundið mestar vonir við eru að valda vonbrigðum og aðrir sem ég skráði mig í bara til að fylla stundatöfluna eru frábærir. Sem dæmi er Public International Law alger snilldaráfangi en Human Rights Law og European Family Law ekki alveg jafn góðir. En allir hafa áfangarnir þó eitthvað til síns ágætis og ég verð að segja að ég vissi ekki að það gæti verið svona gaman í skóla.
Í næstu viku er ég að fara á 2ja daga ráðstefnu í Brussel; The United Nations and Africa: A partnership for progress. Ég er ótrúlega spennt fyrir henni. Í dag skráði ég mig líka á seminar, einskonar röð málþinga, í International Criminal law. Þar á að ræða hin ýmsu alþjóðlegu málefni, m.a. glæpi gegn mannkyni með fókus á Afríku.
Svo er ég bara að verða helvíti sleip í flæmskunni. Ég verð reyndar að viðurkenna að mér finnst það eitt mest óspennandi tungumál sem ég hef lært og þótti mér Sonja vinkona mín lýsa því afar vel með eftirfarandi setningu; No, Flemish or Nederland or whatever you want to call it is not a lanuage, it's a throat-disease. Er á flæmskunámskeiði 2svar í viku. Mér finnst eiginlega ómögulegt að vera í heilt ár í landinu án þess að geta heilsað og þakkað fyrir mig. Eftir áramót ætla ég hinsvegar að einbeita mér að frönsku.
Um síðustu helgi voru Halli og Lilja í heimsókn. Það var ótrúlega gaman að fá þau og merkilegt hvað fór vel um okkur öll 3 hérna í holunni minni. Ekki að þau hafi verið mikið heima... sáu held ég meira af Belgíu á 4 dögum en ég hef á 6 vikum!! Nú við Birkir tókum þau með okkur í VRG (sem er félag laganema hérna) bar-hopping-tour. Hann fólst í því að við borguðum 10 evrur í upphafi, 30 manns í allt, og svo var farið með okkur á 6 bari og dælt í okkur drykkjum. Til að lýsa stemningunni var byrjað á fyrsta barnum á 3 skotum af Jevler, sem er einskonar belgískur þjóðardrykkur (á eftir bjór auðvitað). Kvöldið í heild var alger snilld. Við Birkir mingluðum læk kreisí pípúl, sem var einmitt tilgangur ferðarinnar af okkar hálfu. Og viti menn það bara virkaði svona fínt og núna eigum við fullt af nýjum vinum, sbr. myndir hér til hliðar sem birtast vonandi á morgun! Hihihihi. Við skriðum heim kl. 6 á laugardagsmorgun og þar af leiðandi varð ekki mikið meira úr helginni.
Hinsvegar fór ég um hádegi á laugardeginum á sjúkrahúsið hérna en ég átti pantaðan tíma í röntgen og "sónar" á partýfætinum. Sú heimsókn var vægast sagt eitthvað sem ég hefði getað verið án. Læknirinn neitaði að tala ensku og hæddist að mér fyrir að ætlast til þess. Þá sjúkdómagreindi hann mig á flæmsku. Smile and nod? Nei, það virkaði ekki í þetta skiptið. Tilviljun að í sömu viku lærði ég allt um ófrísku víetnömsku konuna sem talaði ekki frönsku. Fór til kvensjúkdómalæknis í Frakklandi og var í misgripum tekin sem önnur kona með sama nafn, fékk ranga meðferð og ófætt barn hennar dó vegna þessu. Ég beið bara eftir að læknirinn bæði um afnám á fætinum or whatever they call it! Stupid ass doctor. May he drown in bad tonic with all the moskitoes of the world.
Á sunnudagskvöldinu var pizzupartý hjá Boga og Ólafíu. Ég ætlaði að elda en í Belgíu eru ALLAR matvöruverslanir lokaðar á sunnudögum. Skrýtið. Bankar eru líka lokaðir í hádeginu alla daga. Frá 12-14. Hvernig virkar þetta þjóðfélag eiginlega? Svo borgaði ég leiguna í vikunni. Var búnað taka út pening, bara í hraðbanka, fór svo í bankann með reikningsnúmer leigusalans. Nei, maður verður að leggja peninginn inná sinn eigin reikning og svo er hann millifærður þaðan yfir á reikning leigusalans. Og það tekur 3 daga. Wtf!!! Stupid ass bank system.
Mánudagurinn var bara skóli og 1 bjór um kvöldið. Á þriðjudagsmorgun fóru Halli og Lilja. Um kvöldið vorum við Íslendingarnir með matarklúbbinn okkar og það var komið að mér að elda. Guð minn góður! Ég fór bara með bænirnar, bað um uppskrift hjá Tinnu sys og vonaði það besta. Birkir fór með mér í búðina sem var eins gott. Veit ekki alveg hvernig þetta hefði endað ef hann hefði ekki verið með til að finna hlutina sem mig vantaði. Jæja, nóg um það, ég eldaði semsagt
Mangó Chautney kjúkling og máltíðin heppnaðist svona líka rosa vel. Ég var ekkert smá stolt enda hef ég nú ekki verið þekkt fyrir góða hluti í eldhúsinu.... segjum ekki meir.
Ástæðan fyrir bloggleysi og offline status er sú að á sunnudaginn síðasta ákvað hleðslutækið fyrir tölvuna mína að gefa upp öndina. Mei-heiriháttar! Nú ég náði að panta nýtt af fyrirtæki sem er staðsett í Zaventem og fékk það sent í pósti. Sendinginn var semsagt laus til afgreiðslu í dag og þessvegna var dagurinn svona frábær! Guð blessi internetið. Hvað gerði maður án þess? Tja ég get sagt ykkur það; maður myndi deyja úr leiðindum eins og ég gerði næstum í vikunni. Glatað spatað!
Í gærkvöldi fórum við Birkir í bíó á Le Parfume. Það er skrýtnasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Er eiginlega ennþá að ákveða hvort hún hafi verið góð eða glötuð. Eiginlega ekkert þar á milli.
Jæja, ég held að þetta sé að verða gott hjá mér.
Spurning að blogga frekar oftar og stutt? Við sjáum til.
Tomorrow, læra, læra, læra og 2 partý fartý. Brjálað að gera mar.
Goed weekend

5 Comments:

At 3:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Gott að fá þig aftur meðal okkar hérna í internetmenningunni!!!

 
At 3:05 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæhæ Vala mín, langaði bara að kasta á þig kveðju og kvitta fyrir mig. Gaman að fylgjast með þér hér og frábært að sjá hvað þú virðist vera ánægð og að allt gangi vel.

Kv. Kristín

 
At 3:39 AM, Anonymous Anonymous said...

Er næstum því búin með heimaprófið mitt, þannig að ég verð að heyra í þér í vikuni. Höfum ekki talað saman í ár og daga. Annar hljómar kúrsarnir þínir óegðslega spennandi er einmitt að gera ritgerð um fullveldi þjóða og evrópusambandið og vantar þig til að leiðbeina mér með þetta allt saman. Jæja ég er farin að sofa það er nótt hér og sveittur dagur framundan.

 
At 6:55 PM, Anonymous Anonymous said...

voho, ekkert sma yfirlit "/
heyri i ther flotlega skutla

 
At 3:48 PM, Anonymous Anonymous said...

Darling, I just saw your Codex pictures... Jeeesus! You do realise that a lot of arms and legs indicate more towards the photographer being tipsy than all Finnish law-students being spiders, don't you? ;)

pusii (so wish I could get the babyface here, hihihi..)

You know you love me,
-S

 

Post a Comment

<< Home