Lesstofudvergur í Leuven

Monday, November 06, 2006

Amsterdam

Okey, Amsterdam er æðisleg borg. Og ég kann ekkert í landafræði eða um menningu annarra landa en Íslands. I'm such a nerd. But you know you love me.
Við fórum með
rútu, gerðum þessi líka gríðargóðu kaup og fengum miðann á einungis 22 evrur. Gefins! Hihihi.
Við lögðum því uppí leiðangurinn eldsnemma á laugardagsmorgni, eða kl. 06.30. Planið var að sofa í rútinni en það gekk ekki alveg eftir. Bara smá kría undir lokin. Við komum til Amsterdam, Amstel station rétt fyrir hádegi. Fyrsta verk var að hitta hinn helminginn af hópnum, en alls vorum við þá orðin 8 og bóka sig inná hótelið, sem kom skemmtilega á óvart. Við vorum svo komin niður í miðbæ um tvö.
Nú að sjá-hálfsögðu byrjuðum við á SexMuseum. Ég meina, that goes without saying. Eftir það fórum við í klukkutíma siglingu um sýkin sem var æðislegt. Ómissandi upplifun af borginni. Tók alveg óteljandi myndir sem reyndar mislukkuðust flestar. But whatever, ég kaupi mér bara svona túristabók. Eftir siglinguna röltum við um miðbæinn, göngugötur og torg, bara til að njóta dagsins. Röltið enduðum við á frábærum Sushi bar þar sem við snæddum kvöldmat. Þar smakkaði ég líka Green tea beer. Ótrúlega góður bjór. Ekki samt segja Stellu minni að ég hafi svikið hana... but ones in Amsterdam, you must do as the Amsterdamer's do... annað væri dónaskapur.
Nú eftir kvöldmatinn lá leiðin að sjálfsögðu í Red District, hvert annað? Tókum reyndar smá de-tour on the way. Jæja hvað er hægt að segja um Rauða hverfið? Ég tel sjálfa mig nú frekar frjálslynda manneskju en allt hefur sín takmörk. Mín niðurstaða er sú að Hollendingar séu kannski full frjálslyndir þegar kemur að hassreykingum og kynlífi gegn greiðslu. But hey! that's just me.
Uppá hótel vorum við komum um miðnætti, enda dagurinn búinn að vera langur og við algjörlega uppgefin. Mmmmmm hvað var gott að sofa zzZzZZZZzz.
Sunnudagur byrjaði á brunch/lunch, kaffi og þaðan á Van Gogh Museum. Þar hefði ég getað eytt restinni af ævinni en það var víst ekki í boði. Þess í stað eyddum við þar nokkrum klukkustundum en safnið var hreint frábært. Stóð svo sannarlega undir væntingum. Það sama get ég hinsvegar ekki sagt um Önnu Frank safnið, en þangað fórum við um fjögur leytið. Ekki kannski að ég hafi verið búin að gera mér neinar sérstakar væntingar þannig lagað, en það olli samt vonbrigðum. Auk þess sem þeir rukkuðu dýrum dómum inná það sem mér finnst hálf glatað í ljósi þeirra aðstæðna sem ollu því að safnið er til. Æji svo kannski eru það einmitt þessar aðstæður sem valda því að mér fannst safnið vonbrigði. Vonbrigði yfir því að safn sem svona þurfi að vera til yfir höfuð.
Ferðin endaði á Amstel station kl. 18.00 en rútan fór þaðan kl. 18.30.
Frábær helgi í frábærri borg. Ég ætla án efa að heimsækja Amsterdam allavega 1x aftur áður en ég kem heim næsta sumar.
Tot ziens!

2 Comments:

At 5:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Okey þú verður að fara skrifa niður allt sem við ætlum að gera þegar ég kem... heyrist hann verða laaaaaangur... en það er bara betra! við tókum nú heldur betur landið og miðin í London forðum daga! sakna þín alveg obboslega, kiss kiss

 
At 8:58 PM, Anonymous Anonymous said...

3-10 mars er ferðin til Brussel, þarf að staðfesta fyrir 15 Nov. Þarf að ráðfæra mig við þig, finnst kosnaður við gistingu vera eithvað svo hár, vil fá þig til að kommenta á það t.d. Allavega við verðum að heyrast.

 

Post a Comment

<< Home