Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, November 01, 2006

Easy Rider

Hafiði séð fegurri grip?
Ég er búin að vera á leiðinni að leigja mér hjól síðan ég kom til Leuven. Núna veit ég afhverju ég beið svona lengi. Undirmeðvitundin hefur verið að segja mér að bíða eftir rétta mómentinu. Sem loksins kom í gær, ég hugsaði með mér, jæja, nú er komið að því og skundaði mér niður í Velo og sagðist vilja leigja hjól. Fékk ég að velja úr ca. 10-12 fákum/hrákum, og þar beið hann mín. Þessi líka yndisfagri bleiki rider. Enda var ég ekki lengi að velja. I'll have the fabulous pink one, thank you very much. It is so fabulous, it even makes me look more fabulous! And I didn't think that was possible. And for your information þá er þetta ekkert 3ja gíra DBS-drasl. Óneei, þetta er sko ekki neins gíra, veit-ekki-merkið-afþví-það-er-búið-að-mála-það-svo-oft úrvals kerra. Næst á dagskrá er að fá sér körfu á stýrið og tösku á bögglaberann.
Túmorró koma myndir og blogg frá Hrekkjavökudjamminu mikla. Við erum að tala um búninga og læ-hæti.
Toodles.

5 Comments:

At 5:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Hann er fallegri en orð geta líst!!!

 
At 11:06 PM, Anonymous Anonymous said...

til hamingju - en farðu varlega.

helmingur ísl. laganema í Köben sem eiga hjól hafa lent í reiðfáksslysi, oft við skál!

 
At 12:44 AM, Anonymous Anonymous said...

Þú getur ekki verið annað en flottasta gellan í allri evrópu ;)

 
At 12:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er nú ekki ónýtt að svífa um á þessum fák um götur Leuven - og það er bleikt í þokkabót !!! Þetta er svo sannarlega fabulous fákur en þú verður að læsa því svo enginn steli því af þér, það yrði nú sorglegt ;)

 
At 12:26 PM, Anonymous Anonymous said...

I have no idea what it means but i guess that this is your "new" fabulous way of getting arround Leuven...

And may i say - i'm loving it. hmm now i want mc donalds...

Gotta go - its the fabulous day of christmasbeer release i denmark. its gonna be HUGE.

Toodles

 

Post a Comment

<< Home