Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, November 12, 2006

Er líða fer að jólum

Ég trúi því varla að jólin séu að nálgast og enn eitt árið að byrja. Ég hlakka þó til enda hef ég tröllatrú á árinu 2007. Ekki að árið 2006 sé ekki búið að vera gott ár. Þvert á móti, ég þarf ennþá að klípa mig annað slagið til að minna sjálfa mig á að ég sé virkilega komin alla leið hingað til Belgíu og sé að upplifa þetta langþráða ævintýri. Man it's good to be alive!!
Helgin er búin að vera róleg. Er búin að sofa og sofa og sofa... hehe. Er loksins að ná þessari flensu úr mér enda búin að vera kappklædd undanfarna daga. Fólk er farið að horfa undarlega mig. Ég er alltaf með húfu, trefil, vettlinga og í þykkri vetrarúlpu. Svo bregður maður sér af bæ og mætir fólki í stuttbuxum. Belgar eru náttúrulega alveg meiriháttar skrýtið fólk.
Á þriðjudaginn síðasta fór ég út með stelpunum í húsinu. Við ættum að hafa verið 8 en einungis 4 mættu. Við vorum að spjalla um daginn og veginn og þær spurðu mig endalaust um Ísland. Svo spurðu þær hvernig mér líkaði Belgía og hvað væri helsti munurinn á löndunum. Þ.e. hvort ég ætti í erfiðleikum með að aðlagast einhverju?
"Uuuu... já ég verð að viðurkenna að mér finnst Belgar helst til afslappaðir fyrir minn smekk. Allt of mikið af frídögum, skrýtnum opnunartímum (sem felst að mestu í því að hafa sem mest lokað) og biðröðum". Þær vildu nú ekki kannast við þetta og sögðu Belga einmitt svo stressaða og skilvirka.... Ei-heinmitt.
"Hvernig er þetta eiginlega á Íslandi"?
"Tja, verslanir eru opnar í hádeginu og á sunnudögum. Svo eru nokkrar verslanir sem eru opnar 24/7, þannig að ef mér dytti það í hug gæti ég farið útí búð um miðja nótt og keypt mér ferskvöru og eldað. Okey, maður á kannski ekki að vera mæla því bót að allt sé opið alltaf en við gætum kannski farið milliveginn". Þegar þarna var komið voru þær orðnar gapandi af undrun og það eina sem þær gátu stunið upp var:
"Hvenær hvílið þið ykkur eiginlega"???
Ehh, resting is for nerds. I can sleep when I'm old... or dead.
Í gær tókum við Hafdís okkur einmitt frí frá bókunum og ákváðum að trítla í bæinn og versla eins og nokkrar jólagjafir. Nema hvað, það var allt lokað. Enn einn andsk... frídagurinn. Belgarnir verða náttlea að "hvíla sig". Ullarmígar.
Í gær kl. 17.00 fórum við í bíó á Strákarnir okkar (Eleven men out). Hér í bæ er víst kvikmyndahátíð samkynhneigðra. Við föttuðum reyndar ekki að um samkynhneigða kvikmyndahátíð væri að ræða fyrren við mættum í bíóið og sáum einungis 2 og 2 karlmenn saman og bíómiðann en hann var skreyttur regnbogalitunum. Hvar er hann Gústi minn þegar mann vantar hann? Sérstök hátíðarhöld honum til heiðurs og hann bara mætir ekki!
Myndin var góð fannst mér. Ótrúlega gaman að sjá íslenskan húmor og svipmyndir frá klakanum. Auk þess sem 2 atriði eru tekin upp á gamla vinnustaðnum mínum; Heimabíó á Njálsgötunni. Nema hvað þegar ég vann þar var ekki stundað kynlíf í bakherberginu.... Skrýtið...
Well, I'm off to do a little cooking. Hafdís er á leiðinni yfir í mat.
Toodles

5 Comments:

At 7:21 PM, Anonymous Anonymous said...

OK,ég er í sjokki þar sem ég vann nú í umræddu Heimabíó!! Kynlíf í bakherbergjum, Guð minn góður..... ég þarf að sjá þessa mynd.

 
At 2:32 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er allt of langt síðan ég hef kíkt hérna við. Vildi bara segja að mér finnst hjólið þitt "truflað"!

 
At 7:06 PM, Anonymous Anonymous said...

hvað á það að þýða að láta mann ekki vita fyrirfram af því að það sé einhver homma hátíð í Löven. Ekki nóg að láta bara vita með blogfærslu þegar allt er yfirstaðið.

 
At 2:52 PM, Anonymous Anonymous said...

helvítis gagnkynhneigða pakk Vala ..

 
At 6:05 PM, Anonymous Anonymous said...

Валечка, чо ж вы на sovjetlajnen ужас какой написали, прям не то что читать - комментировать страшно!
Я, между прочим, тоже песенку знаю одну

Kóngurinn og drottningin
á þann sunnudag
héldu sínum skipunum
á það myrka haf.
- Enginn veit til angurs fyrr en reynir

 

Post a Comment

<< Home