Lesstofudvergur í Leuven

Wednesday, November 22, 2006

Lífið í Leuven

Breaking News:

Ég er að fara til London á morgun!!!

Hlínsan mín er að koma í heimsókn eftir 2 vikur!!

Í öðrum fréttum er þetta helst:

Hér er allt að gerast. Eftir mjög rólega byrjun á nóvembermánuði var mér farið að leiðast ískyggilega mikið, maður hefur ekki einu sinni sjónvarp til að stytta sér stundir hérna. Að sjálfsögðu leist mér ekkert á þá þróun að “leiðast” sem er náttlea meirihátter un-töff og ákvað því að taka málin í mínar eigin hendur. Síðan þá hefur sósíal-calenderið verið alveg fullt af spennandi viðburðum; starting with;

International-partýi, haldið af LOKO, síðasta miðvikudagskvöld. Við Mjási ákváðum að tríta okkur með Pizzu eftir Human Rights/Helvítis Rugl og svo ís hjá Donald, Mc. Eftir langan og súran aðdraganda sem samanstóð helst af ráfi um götur borgarinnar og ekki sökum ofurölvunar, rættist heldur betur úr kvöldinu, þökk sé nokkrum flippuðum Þjóðverjum. Ég fór fyrst heim af krökkunum og þá var klukkan 3!

Fimmtudagurinn fór í að læra voða mikið. Okey, látum kannski “voða mikið” liggja á milli hluta en e-ð var jú lært þennan dag. Um kvöldið fórum við Íslendingarnir/Mislingarnir á Babel í bíó. Nú það vill einmitt svo skemmtilega til að myndin er svona fjölþjóðleg að í henni er töluð japanska, spænska, marokkóska og táknmál svo eitthvað sé nefnt. Eiginlega bara minnst töluð enska. Og einmitt gaman að segja frá því að hér í Belgíu eru textarnir á flæmsku. Myndin var voða góð/Brad Pitt var voða sætur en um hvað hún var get ég ekki sagt ykkur. Enda er það málinu algerlega óviðkomandi. Mmmmmmm. You can’t have it all; fallega manninn OG góða söguþráðinn. Can’t eat your cookie and have it too sko. Síðast þegar við Mislingarnir fórum í bíó var myndin sem við ætluðum á einmitt ekki sýnd. Já börnin góð hér í Leuven eru ævintýrin á hverju horni. Maður veit aldrei í hverju mar lendir næst!

Friday fór ég til Dr. Velo. Hann reyndi að gera það sem hann gat og sem betur fer reyndist ekki ýkja erfitt að laga bleika fákinn. Hann er nú sem nýr. Kvöldið var bara tekið rólega enda stór laugardagur framundan. Fórum í smá göngutúr til að sigrast á Geita Feita og á göngunni hittum við Íslending. Fyrsti Íslendingurinn sem ég hef hitt hér í Belgíu á förnum vegi. Hann var voða yndæll. Ohh, það er svo gaman að vera Íslendingur! Ísland er nebblilea best í heimi. Þar eru engar skíta-raðir útum allt og fólk ekki alltaf að snýta sér í vasaklútana sína. Ætli þau þvoi þá eða eru bara keyptir nýjir þegar þeir eru orðnir fullir að hori? Er til eitthvað eins og Hor-hreinsir, eins og Blettahreinsir? Þá svona anti-germs? Svo er gaman að hafa tungumál sem enginn skilur. Krakkarnir hérna eru farnir að kalla íslenskuna Leynimálið. Mohahhaahah. Ef þau bara vissu hvað við erum alltaf að tala um!

Halli Hálsbólga kvaddi loksins á föstudaginn en á mánudaginn fékk ég enn betri glaðning; Halla Hornös. Wtf! I don’t have time for this shit/bugger! Don’t they know who I am? Aðal vandamálið mitt þessa dagana er að sjúga ekki of mikið uppí nefið í tíma. Það er nefnilega álitinn dónaskapur hér í Belgíu. Hér eiga allir að vera með vibba vasaklút og snýta sér í tíma og ótíma. Já, ég á við ótrúleg vandamál að stríða hér ytra.

Laugardagurinn var tekinn snemma, hoppað uppí lest eftir myndatöku og haldið til Antwerpen. Þar vorum við allan daginn að versla. Óhætt að segja að ég hafi komið þónokkrum evrurm fátækari til baka but my closet is looking fabulous ;) Guð blessi H&M. Um kvöldið lærði ég svo bara, enda samviskubitið/Visa kortið að naga mig.

Á sunnudaginn fórum við íslendingarnir í brunch klukkan 13.00 og svo var lært fram á rauða nótt.

Á mánudagskvöldið fórum við á tónleika með Jóhanni Jóhannssyni í Stuk. Þeir voru rosalega góðir, alveg hreint meiriháttar. Við Íslendingarnir erum nefnilega ekki bara falleg og skemmtileg heldur erum við líka ógillega hæfileikarík. Mmmhhmmm. I’m telling you. You heard it here first.

Í gær fórum við Hafdís á Food Maker í hádeginu og svo í ljós. Hvítari manneskjur voru ekki til í heiminum. Ég meina þetta var fínt yfir hrekkjavökuna og þá var bara fyndið að hræða litlu krakkana með drauga/afturgöngu-látum en núna er hrekkavakan búin og grínið líka. Þannig að tan er málið. Í gærkvöldi var svo hinn margrómaði kjúkklingaklúbbur. Birkir eldaði dýrindsmáltíð og við áttum öll voða notalega kvölstund. Um miðnætti skruppum við aðeins í bæinn og kíktum á nokkra vini okkar sem voru á vægast sagt vafasömum stað. Við stoppuðum stutt, dilluðum okkur við nokkur lög, gerðum strákana vitlausa og létum okkur svo hverfa.

Í morgun þurfti ég nefnilega að vakna fyrir allar aldir til að komast í ráðhúsið útaf dvalarleyfinu mínu (which should be ready in about 2-3 weeks... uuu gott að ég er ekki hérna í eina önn, þá hefði ég rétt náð að sækja það til að skila því aftur áður en ég kveddi þetta skrýtna/skíta land...). Eftir ráðhúsið droppuðum við Hafdís aðeins við í H&M. Ég meina annað væri klárlega dónaskapur, að fara alla leið niður í bæ og heilsa ekki uppá þá félaga. Fólk þarf að læra að sýna smá virðingu fyrir náunganum.

And that was my week.

Af öðru:

Jólagjafakaupum er nú næstum lokið. Ekki nema 1 gjöf eftir og ótrúlegt en satt þá hef ég náð að halda mig við budgetið sem ég setti mér áður en kaupin hófust. Okey, kannski ekki alveg við budgetið en það eru jú alltaf leyfileg vikmörk... er þaggi? Ég er líka búnað kaupa mér jólaseríu og skreyta smá hjá mér. Held bara að penthásið mitt geti ekki orðið mikið glæsilegra.

Veðurfréttir:

Í síðustu viku var 16-18° hiti og fínasta veður. Nú er nánast ólíft úti sökum kulda. Brrrrr.

Þá held ég bara að þetta sé komið í bili. Enda þarf ég að skunda í tíma.

This has been the Mighty Midget, reporting from The fabulous Penthouse in Leuven, Belgium.

P.S. Ég er búin að gera nýtt myndaalmbúm fyrir lífið í Leuven. Fyrir forvitna endilega sendið mér e-mail (vms@hi.is) og ég skal meta það hvort þið séuð nógu töff til að sjá þær.. hihihi!

4 Comments:

At 3:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Ooooooooooooo hvað ég væri til í að koma til þín þegar Hlín kemur en...... ég verð bara að hitta ykkur í desember :-(
Skemmtu þér vel í London :-)

 
At 3:53 PM, Anonymous Anonymous said...

hello hello, takk fyrir skemmtilega cosmo kvöldstund í london! Velkomin aftur í kokteila whenever ;)

kv. sjöfn

 
At 11:16 AM, Anonymous Anonymous said...

Bjóst nú reyndar við að sjá kveðju frá Gullrótin eftir skemtilega helgi saman í London, en hann er kannski búin að vera á fullu að æla á ljótar eldhúsinnréttingar og sminka sig fyrir þáttinn sinn!!! En ég mæli með fleiri en styttri bloggum, svo að maður þurfi ekki að taka heilt kvöld frá í viku til að komast yfir bloggið hjá þér..... svona fyrir okkur þessi lesblindu og fötluðu.

 
At 3:38 PM, Anonymous Anonymous said...

Er það satt að þú hafir verið í sleik við Ásgeir Kolbeins alla síðustu helgi? Sjaldan lýgur almannarómur og ég þarf miklar röksemdir til að hætta að trúa þessu. Vona að þú dettir samt ekki í brúnkukremið eins og eiginmaðurinn. en Mar veit aldrei.

 

Post a Comment

<< Home