Dwarf, don't barf...
Mamma stelpunnar sem býr við hliðana á mér er í heimsókn. Hún kemur alltaf reglulega til að laga til. Aldrei kemur mamma mín og lagar til hjá mér. Ég græði samt líka á að mamman sé í heimsókn. Því þá hættir stelpan að nota klósettpappírinn minn og ruslapokana mína. Henni er nefnilega ekki einungis ókleift að þrífa hjá sér heldur getur hún ekki farið í búðina og keypt klósettpappír og ruslapoka. Það er líka mjög erfitt. Ég meina búðin er alveg í 5 mínútna göngufæri og þegar maður finnur búðina loksins þarf að finna pokana og pappírinn. Og ryksugan, hún er sko alltaf geymd á 1. hæð í húsinu okkar. Við búum á 4 hæð. Þannig að þetta er snúið. Ég myndi gráta mig í svefn ef ég væri stelpan og ætti ekki svona góða mömmu.
Því sem ég lendi í....
London var æðisleg. Hvað er það við London sem er svona meiriháttar? Það bara getur ekki klikkað að fara þangað. Yndisleg borg. Og það var svo gaman að hitta Ásgerði mína. Tvöföld hamingja. Fullkomnlega þess virði að þola rútuferð dauðans báðar leiðir. Hvað er þetta samt með Breta og að vera ekki í Schengen? Stupid ass nerds. Ef mar er farinn að flagga vegabréfinu oftar en visakortinu er eitthvað ekki alveg right. Það lá við að maður þyrfti vegabréf til að komast á klósettið. Jæja, nóg um það.
Allavega, ég var mætt til London eldsnemma á föstudagsmorgni eftir klukkutíma svefn. Fékk mér góðan kaffibolla og lærði í 2 tíma. Svo rölti ég að Buckingham Palace til að heilsa upp á drottninguna, stoppaði bara stutt enda highly busy and important, svo gegnum Green Park, niður Piccadilly og loks uppá Oxford street og að British museum. Ætlaði að geyma ferðatöskuna mína í skáp á lestarstöðinni en skáparnir heyra nú sögunni til sem og ruslatunnur á lestarstöðvum Lundúnaborgar. Stupid ass terrorists.
British museum var ágætt. Kannski ekki alveg jafn meiriháttar og ég hafði búist við en samt nauðsynlegt að skoða það 1x. Um 3 leytið settist ég á Starbucks, mmmmmmmmmm guð blessi Starbucks, og fékk mér Café Mocca og lærði í u.þ.b. 2 tíma. Svo var kominn tími til að hitta Íslendingana. Komst á leiðarenda til Wandsworth, Surrey eftir 2 lestarferðir og náði þar að slaka aðeins í tær. Fara í sturtu og punta mig. Um kvöldið fórum við Sjöfn á Wagamama sem er á árbakka Thames, rétt hjá London eye en það er japanskur veitingastaður með alveg dýrindismat. Eftir matinn fórum við á næsta bar sem við sáum og fengum okkur Cosmopolitan. Mmmm, me like! Um miðnætti hittum við á afganginn af liðinu og kíktum á lítinn klúbb þarna rétt hjá. Svo var það bara tiltölulega snemma í háttinn.
Á laugardeginum fórum við í English Brunch og röltum svo um Covent Garden. Ótrúlegt en satt þá keypti ég mér ekkert! Alla helgina! Trúi þessu varla ennþá. Reyndar virkaði visakortið mitt ekki til neins annars en að kaupa lestarmiða so that might have had something to do with it... heheh! Stupid ass Eurocard.
Eftir kínverskan take-away kvöldmat og 2 vodka-Redbull fórum við á diskótek End. Það er 2ja og 1/2 hæða og teknótónlist allsráðandi. Nú til að höndla slíka stemningu dugir ekkert annað en þónokkrar ferðir á barinn og eftir því sem vodka-Redbull-irnir urðu fleiri því skemmtilegra varð. Skrýtið...! Um hálf tvö komu 3 strákar og fengu að tilla sér hjá okkur. Þeir fengu sér svo nokkrar línur á borðinu, þökkuðu fyrir sig og fóru. Fullkomnlega eðlilegt. Heilt yfir gott kvöld með óvæntum uppákomum á hverju horni.
Daginn eftir drifum við stelpurnar okkur snemma á fætur og kíktum aðeins á Oxford street áður en tími var kominn á brottför fyrir mig. Heimferðin var ekki betri en útferðin, 2 rútubílstjórar sem hvorugur talaði ensku og virtust ekkert vita hvert þeir voru að fara. Við villtumst einmitt í Brussel sem var skemmtileg gulrót eftir annars góða 7 tíma rútuferð. Gaman af þessu.
Ég er búin að vera hálf þreytt í vikunni, það gerir aldurinn sjáiði til, erfitt að vera á svona flandri verandi 19 ára. Svaf einmitt til 15.30 á mánudeginum sem var mjög töff atriði í ljósi þess að ég átti að mæta í tíma kl. 9 um morguninn.
Á þriðjudaginn var matarklúbburinn/kjúllaklúbburinn þar sem ég eldaði voða góðan mexikanskan kjúklingarétt, þó ég segi sjálf frá. Gekk reyndar ekki vel að versla hráefni í réttinn. Stupid ass grocery stores in Belgium. Uppskriftina fékk ég á þessum vef. Alger snilld. Segiði svo að mar sé ekki að læra eitthvað hérna í Belgíunni. Hver hefði trúað að ég gæti eldað eitthvað ætilegt? Tja, ekki margir skal ég segja ykkur. Hef nú hingað til ekki verið þekkt fyrir góða hluti í eldhúsinu.
Á miðvikudagskvöldið skruppum við á Open-mæk night á Wink. Þar var sænskur kunningi okkar að spila. Kvöldið var alveg frábært, endaði á að vera miklu lengur en ég ætlaði mér.
Í gær fórum við stelpurnar í lunch og kaffi á eftir. Fékk svona smá Lögbergs fíling, þegar maður nennti ekki að læra meira plataði mar einhvern til að kíkja á Brennsluna með sér og hékk svo þar tímunum saman. Aaaa það er svo gott að vera í skóla stundum.
Í kvöld er ég að fara á James Bond.
Ég skal reyna að blogga oftar og styttra næst Tinna mín ;) Þetta verður vonandi síðasta langa bloggið...
Eeeen í dag er vika þangað til Hlínsan kemur og 3 vikur þartil ég kem til Íslands!!!
Where did the time go? Where have I been....! Rúski karamba....
Toodles
3 Comments:
Jólin koma, jólin koma, trallalaaaa.... Hlakka til að hitta þig um jólin og gera eitthvað hreeekalega skemmtilegt saman.. já og ég er alls ekkert abbó yfir að Hlín sé að koma til þín, glætan að ég myndi nenna að koma og hanga með ykkur, vil miklu frekar fara í stærðfræðipróf. Buhhh...
Takk fyrir geggjaða helgi Vala sæta;/
Kv. Ásgeir Kolbeins, Gummi Gonzales og gógópíjan.
ohhh koma svo..og sippa, keyra, skíða, skúra.
Kv. kókdansklúbburinn
Post a Comment
<< Home