Lesstofudvergur í Leuven

Saturday, February 03, 2007

Janúar

Hápunktar jólafrísins voru:
Að fluginu frá Brussel til London var aflýst.
Að vera veðurteppt á Heathrow í 7 klst.
Að bíða í flugvélinni í 3 klst. og 10 mín. áður en hún fór í loftið útaf einhverri kellingar***u sem mætti ekki í vélina eftir að hafa tékkað sig inn. Það vona ég að hún hafi kafnað á jólasteikinni.
Veðrið.
Að þurfa að læra.

Lágpunktar jólafrísins voru:
Elman mín og öll hennar stubbaknús.
Jóladagarnir.
Áramótin og Akó baby!
Afmælið hjá Villa, alger snilld.
Að komast aftur út.

Ég kom aftur til Leuven sunnudaginn 7. jan.
Mánudeginum 8. jan. eyddi ég bara í að þvo og versla í matinn, þrífa penthásið og afþýða ískápinn. Í kjölfarið á þeirri upplýstu ákvörðun fór af stað skaptárhlaup. Þurfti ég því að hefjast handa við drastískar flóðavarnir. Held ég sleppi því bara að afþýða ískápinn aftur.
Afgangnum af janúar má lýsa eftirfarandi:
07.20 Rise and shine... well at least rise. Sturta+hafragrautur.
08.25 Þeyst á bleika fáknum á bókó.
12.30 Lönds with the gang.
13.30 Back to prison.
16.00 Kaffi með stelpunum á Ron's black.
18-19 Heim að elda.
19-20 Back to the books.
24-01 ZzzzZZz
Inn á milli þessar mei-heiriháttar dagskrár voru óvæntar uppákomur eins og 6 próf, 2 árangurslausar ferðir til Dr. Velo, extreme printing, þvottadagur, heimsóknir frá Zkapta og Rrrunólfi og þónokkrar ísferðir á McDonald's. Svona svo eitthvað sé nefnt. Afar spennandi mánuður.
Prófin kláraði ég á miðvikudaginn kl. 12. Fór þá í lönds og svo heim í powernap. Um fjögur fór ég og hitti strákana niðri á Oude Markt sem er risastórt torg umvafið 28 börum. Markmiðið var að fá sér 1 bjór á öllum. Strákarnir voru þegar búnir með 6 enda byrjuðu þeir um tvö. Allt var þetta skráð samviskusamlega niður, kostir og gallar hvers staðar og myndir teknar af hópnum inni og úti. Tja hvað skal segja meira; set bara myndirnar á netið við fyrsta tækifæri og læt þær tala sínu máli. Samkvæmt skráðum heimildum heimsóttum við 24 bari... Hihihi. Þvílíkur snilldardagur, án efa einn sá besti hingað til. Það bara getur ekki farið úrskeiðis að djamma með 6 þjóðverjum!
Á fimmtudaginn var ekki laust við smá timburmenni en deginum eyddi ég í að grynnka á my to do list... án mikils árangurs. Hmmm... fluttum samt Hafdísi og hennar hafurtask á Parkstraat. Um kvöldið var svo partý fartý in my fabulous Penthás. Hingað komu hva... um 15 manns (og ég vil bara minnast á að "íbúðin" er 19 fm). En við létum það ekki á okkur fá, drukkum og trölluðum, allt til að hefna mín á stelpu*** í næsta herbergi sem hélt partý til 04.00 í miðjum prófum. A taste of her own medicin if you will. Um miðnætti var það svo bærinn, fyrst besti barinn frá deginum áður, þá Café Manger og loks 7oaks. Sniiiildarlegt kvöld.
Föstudagur tekinn snemma, þyyyynnka, kveðju-lönds... losað aðeins um táragöngin og loks heima að þrífa. Now I just feel a littlebit blue; Allir farnir og Palli einn í heiminum. Eeeen það birtir upp á morgun því þá fer ég til Hlínsunnar minnar. Boy oh boy hvað það verður gaman.
Jæja, ég verð víst að fara að pakka í hausinn á mér ef ég ætla að komast í dinner og út í kvöld.
Já svo má minnast á 2 bíóferðir í janúar; The Departed og Blood dimond. Báðar góðar en sú síðari tvímælalaust betri. Alger snilldarmynd.
More later
Toodles

0 Comments:

Post a Comment

<< Home