Multiple personalities - friends or foe?
Lífið í Leuven heldur áfram að ganga sinn vanagang. Hvert partýið á fætur öðru, þau eru orðin of mörg til að ég kunni skil á... einhvernvegin renna þau bara saman í eitt. Skrýtið!
Eníhú, síðasta laugardag var partý á Parkstraat hjá Hafdísi og Zkapta. Ég og Rrrrunólfurrr fylktum liði þangað um kvöldmat, eftir ráðstefnu í Brussel sem varað hafði daglangt. Einkar áhugaverð ráðstefna það. Nú Brrrezzzerrr var með í för og og teygaður af áfergju framundir miðnætti en þá fór ég í Bad hairday partý. Töff.is. Ég frestaði einmitt klippingu vegna þessa partýs, það er jú ómögulegt að koma nýklipptur í bad hairday partý.. maður þarf stundum að fórna sér fyrir málstaðinn/partýin. It's hard work partying all the time. I tell you, it really takes the wind out of you. Jæja, kvöldið endaði á Stapletons sem er írskur pöb, en þar voru st. Patricks day hátíðarhöld í hávegum höfð. Svaka stuð. Held að myndin af Hafdísi hérna til hliðar lýsi stemningunni best. Þemað var að sjálfsögðu grænt.
Svo kom sólin í síðustu viku. Hún er farin aftur núna. Stælar í henni alltaf hreint. Beistanið farið að fölna. Ehh, who needs a base-tan when you have a fabulous bronzing powder. Ég bara spyr.
Hmmm... fleira hefur sossim ekki borið til tíðinda hér í Leuven. En eftirfarandi tilkynningar eru að heiman:
1. Móðir mín yndislegust átti afmæli þann 18. mars s.l. Varð hún 39 og lítur ekki deginum eldri út ;) Til hamingu mútta!
2. Góðvinkona mín hún Barbara, or Ms. B aka foxy Brown as I like to call her, átti afmæli í gær þann 19. mars. Hún varð einmitt 19. Congrats honey.
3. Án þess að gera lítið úr ofangreindum stórafmælum eru þetta nú merkilegustu fréttirnar að mínu mati: María og Vífill innilega til hamingju með frumburðinn. Get ekki beðið eftir að sjá krílið!
Jæja nú tekur alvara lífsins við...
Toodles
2 Comments:
Ahhh... ég og Elma Eik sitjum hérna uppí rúmi að horfa á Pooh! Við erum sammála um að base tan eða bara tan af nokkrum toga er algjör óþarfi! knúzar af burknó :)
Takk'skan...19. ára afmælinu var fagnað með fæðingu - þessar vinkonur klikka ekki - þegar kemur að því að fagna almennilega ;)
knús til þín og perlunnar.
snillingar.
Post a Comment
<< Home