Lesstofudvergur í Leuven

Friday, April 13, 2007

Ich weiss das du willst...

Um daginn fékk ég fyrirspurn þess efnis afhverju ég væri ennþá með mynd af jóla-engli á blogginu mínu. Ég ætla að gefa ykkur hinum sem eruð að velta þessu líka fyrir ykkur sama svar og ég gaf ofangreindum aðila: Hjá Dvergnum eru alltaf jól og þar af leiðandi algjör óþarfi að skipta um mynd eftir árstíðum. Það er bara ein árstíð hjá Dvergnum: Jól. Punktur.
Ástæðan fyrir að ég er að blogga er sú að ég er heima í Penthásinu - aka - gufubaðinu mínu og sökum óbærilegs hita er ég með my Airmate í botni og reyni að hreyfa mig ekkert. Minnsta hreyfing veldur svitabaði sem ég fýla ekki.
Var í Leuven Stadtpark í dag með Marianne að læra. Núna er ég grillaður Lobster. Marianne er einmitt rauðhærð og þessvegna ofgrillaður Yfirlobster. Við Lobsterarnir ætlum að kæla okkur með kokteilum í kvöld. Það verður vafalaust svaka stuð.
Annars er páskafríði búið að vera ótrúlega notalegt og afslappandi. Bara ritgerðarvinna og slakí tær. Mmmmm....
Ferðin til Genf var frábær, fyrir utan hor í nös og hósta. En ég setti það ekki fyrir mig og djæfaði þarna með helstu ráðsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Ferðin byrjaði á sunnudagskvöld þess 1. apríl kl. 21.00 en þá var lagt í hann. Morgunverður snæddur í Frakklandi eftir nótt í rútunni og koma til Genf í kringum 10.00. Smá frítími sem við Astrid nýttum í gönguferð með vatninu og til að löndsa in ðö city. Weil wir können.
Klukkan 14.00 hófst dagskráin hjá WTO dispute settlement committee. Hefði verið frekar döll heimsókn ef einn af gaurunum þarna hefði ekki stolið senunni með einkar hlutdrægum og borderline fyrirlestri um ágæti WTO. Mjög gaman að hlusta á einhvern sem þorir að segja skoðanir sínar og tekur sjálfum sér létt... warum denn eigentlich nicht? Eftir þetta fórum við í Belgíska sendiráðið og hittum sendiherrann. Þar var lei-heiðinlegt, enda Belgar ekki þekktir fyrir að vera skemmtilegir: Belgian people are boring. Throw potatoes at them. Ferðin var farin á vegum ELSA og hópurinn samanstóð af 34 belgum, bæði fólki frá Valognie og Vlanders, semsagt frönskumælandi og flæmskumælandi belgar (lesist ríkir og snobbaðir v bældir og boring). Frönskumælingjarnir voru eitthvað að misskilja dress-codið sem var "Formal" og stelpurnar mættu allar í galakjólum og ballskóm. Getið rétt ímyndað ykkur allar skorurnar sem voru on display fyrir sendiherrann. Töff atriði. Nóg af myndum til frekari skýringa fyrir ykkur sem leiðist.
Eftir heimsóknina í sendiráðið var kokteilboð í Palais de Nations. Þar voru ýmsar óvæntar uppákomur, sjá myndir til frekari skýringar. Eftir þetta var dagskránni lokið þann daginn. Við Astrid fengum okkur súpu í kvöldmat og svo bara heim á hostel að lulla. Enda voru belgarnir ekkert að hafa fyrir því að standa fyrir kvölddagskrá til að hrista hópinn saman. Alger óþarfi. Stupid ass belgian people.
Jæja, næstu daga fengum við m.a. guided tour um Palais de Nations, heimsóttum WTO, UNICEF, ILO, UNHCR (en þessar 2 síðarnefndu fannst mér án efa lang bestu heimsóknirnar), UNRWA, Rauða krossinn, WIPO, villtumst ca 15 sinnum og.... uuuu.... held þetta sé bara komið. Fengum að löndsa með stórlöxunum í Palais de Nations 2 daga og í UNHCR 1 dag. Leið náttlea einsog við værum highly important... sem við náttlea erum auðvitað.
Á þriðjudeginum höfðum við smá frítíma og notuðum hann í skoðunarferð. Eftir hádegi á fimmtudeginum var líka frí og þá naut ég lífsins í sólinni. Fór bara útum alla borg held ég... enda frekar lítil borg, ekki nema 400.000 íbúar. Svo kom hápunkturinn þegar ég fann Starbucks Coffee. Amen.
Á miðvikudagskvöldinu bauð ELSA Geneva okkur í Ostafondú veislu á veitingastað á vatninu. Tja, ef veitingastað má kalla, einskonar garðskáli... en ostafondúið var snilld. We liiiike! Eftir matinn var farið á bar... já já, einmitt.
Brottför frá Genf var kl. 20.30 á fimmtudegi. Í rútunni voru belgarnir með skemmtiatriði. Þeir höfðu haldið kosningar í m.a. eftirfarandi flokkum:
1. Duglegasti aðilinn að tala flæmsku. Ég vil bara minnast á í sambandi við þennan lið að fyrirsvarsmönnum ferðarinnar fannst algerlega óþarfi að gefa upplýsingar og fyrirmæli á ensku. Það var bara gert á frönsku og flæmsku og við Erasmus nemarnir áttum bara að giska á hvenær við áttum að mæta í heimsóknirnar og hvenær rútan færi og svoleiðis. Bara svona til að auka skemmtunina fyrir okkur. Flippaðir þessir belgar.
2. Best klædda stelpan/strákurinn. Okey það eru ekki til vel klæddir belgar. Punktur.
3. Efnilegasta parið (sá liður sem valdi mesta kátínu belganna). Já, ég vil bara minna á að þetta eru 23-26 ára háskólafólk og fullkomnlega eðilileg hegðun. Let's kill Corkey!
Að lokum: allerdings!
Jæja, kokteilarnir kalla....
Toodles

2 Comments:

At 12:13 AM, Anonymous Anonymous said...

reynslan úr kokteilboðum á öllum norðurlöndum í ýmiskonar ástandi hefur komið sér vel þarna í Genf sé ég! ég vissi að þessar norrænu vikur væru góð fjárfesting!!! :)
ég vildi annars bara athuga hvernig þér hefði gengið í kosningunni: http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1264691

 
At 11:08 PM, Blogger Unknown said...

beribbidiii dillandó dillandey dilland abbarabibabribadn disdandillandó barabíbabrí brirbriribidbidú... gettu hvaða lag þetta er? stupid ass people! fólk er fíbbl!

 

Post a Comment

<< Home