Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, April 01, 2007

Svimi svimi svitabað

Djís lúís, Penthásið mitt er orðið að gufubaði. Ekki misskilja mig, ég er oftast nær hlynnt góðu gufubaði en að búa í einu slíku er not my cup of tea. Ef þessari ástæðu hef ég forðast það að vera heima. Hér kemur vikan í hnotskurn:
Sunnudagur: Sund, læri-lær og vikulegir jazz tónleikar á STUK um kvöldið.
Mánudagur: uuu... man ekki. Getur þar af leiðandi ekki hafa verið viðburðaríkur dagur. Minnir samt að við höfum borðað á Deverf í hádeginu. Mmmm wí lækz the Kipwrap!!
Þriðjudagur: Læra. Matur hjá Hafdísi um kvöldið og svo danskt partý hjá Marianne sem endaði með svaka tjútti. En ég meina, það var þriðjudagur til þorsta... þá verður maður að tjútta.
Miðvikudagur: Ekki laust við smá timburmenni... Annars bara rólegur dagur. Kláraði loksins, loksins skýrslu sem ég er búnað hafa hangandi yfir mér. Mjöööög ljúft.
Fimmtudagur: Skóli og læra. Um kvöldið skruppum við út í bjór, enda fimmtudagur og bráðnauðsynlegt að fagna skýrsluskilum frá því deginum áður. Ekki annað hægt...!
Föstudagur: undirbúningsvinna fyrir ritgerðasmíð. Rólegt kvöld, skrapp í afmæli sem var btw versta partý sem ég hef á ævi minni farið í. Engin tónlist og allir sitjandi við hringborð þegjandi. Stuð.is. Enginn bjór í boði bara pönnukökur og gulrótarkaka (ok, ég fýla alveg sætabrauð en svona samkvæmi á að halda á sunnudagseftirmiðdegi en ekki föstudagskvöldi.). Partýið toppaði svo mús sem var þarna á flakki í eldhúsinu sem enginn virtist kippa sér upp við. Það eru mýs í öllum húsum sagði afmælisbarnið... já nei takk! Það er sko ekki mús í penthásinu mín! Wtf! Kannski vert að minnast á það að ég þekki afmælisbarnið ekki rass í bala. Hef einu sinni eða tvisvar talað við hana en hún beit það í sig síðasta sunnudag að ég væri nýja besta vinkona hennar og bara bókstaflega yrði að koma í afmælið hennar. Mei-heitiháttar. I tell you, it's not easy being this popular and fabulous... höhöm...
Í gær lá ég í leti, skrapp í sund og fór svo út um kvöldið. Fengum okkur fyrst kvöldmat á indverskum skyndibitastað. Nema hvað það var ekkert skyndi við hann. Við biðum að eilífu eftir matnum í þessari líka frábæru klóakfýlu sem hvíldi inni á veitingastaðnum. Mjög notalegt og lystaukandi. Jæja, kvöldið fór þó uppávið eftir matinn en þá fengum okkur Stellu á hinum ýmsu börum borgarinnar og stigum villtan dans á Café Manger.
Í dag fengum við okkur hádegismat á Oude Markt í sólinni til að vörka tanið.
Jæja núna þarf ég að fara að klára að pakka fyrir Genf. Ekki nema 2 tímar í brottför og ég er að sjálfsögðu á síðustu stundu með allt. I think it might be a medical condition. Maybe they have pills for it... wí lækz zö pillz...
Síjú in fæf deis darlings!
Gleðilega páska
Toodles

4 Comments:

At 5:06 PM, Anonymous Anonymous said...

Váhá hvað mér finnst langt síðan að ég hef heyrt í þér, verð sko að fá að tala við þig þegar þú kemur til baka. Vona að það hafi verið æðislegt hjá þér í sviss og að þú hafir það svakalega gott um páskana lovjú Hlinsa

 
At 1:42 PM, Anonymous Anonymous said...

Sælar, segi það sama hér... allt of langt síðan ég heyrði í þér. Ætli ég bjalli ekki bara í ykkur báðar á morgun, þar sem það eru nú páskar :-)
Hafðu það svakalega gott...

 
At 3:14 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst nú að það sé kominn tími á blogg hjá þér ;-)
Verð að vita hvað þú ert að bardúsa þarna úti án mín :-/
Knús & koss,
Pési Pongó

P.S. Núna er bara vika þangað til ég kem

 
At 1:48 AM, Blogger Kata said...

Hmmm. Gaman að lesa ævintýrin þín elskan. En verra er að ég get ekki skoðað myndirnar! Hjálp!

 

Post a Comment

<< Home