Lesstofudvergur í Leuven

Sunday, September 16, 2007

Af því helsta...

Jæææja, þessi síða er nú dauðari en Elvis. Kannski maður fari að breyta því. Svona í ljósi þess að ég er ekkert á leiðinni heim á næstunni þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar...
Best að byrja á byrjuninni, skólinn kláraðist í lok júní og prófin gengu bara svaka vel. Ég held það kallist að uppskera eins og maður sáir...
Eftir prófin fór ég í fabulous holiday til Árósa í DK og hélt m.a. uppá afmælið mitt þar með tilheyrandi drykkjuskap og ómenningu. Eins og Dönum er einum lagið og án þess að fara út í frekari smáatriði...
Eftir "holidayið" byrjaði ég að vinna í Sendiráðinu; aaaaaaah ví læææækzzz working at ðí embassí... So much thatzz ég samþykkti að framlengja ráðningasamningnum til nóvember loka...
Í júlílok tókst mér að slíta liðband í hné og bráka bein. Hvernig gerðist það? Uuuu, I plead the fifth. Punktur. (ég vil samt taka það fram að ég var alsgáð). Eníveis, síðan er ég búin að vera fastagestur á sjúkrahúsinu hér. Hef því miður ekki kynnst neinum sætum læknum enda eru Belgar hver öðrum ófríðari/óhreinari. Yes, that's my story and I'm sticking to it...
Á "annarri" fór ég í annað holiday, í þetta skiptið í heimsókn til Eddu minnar í Frankfurt til að sjá frumburðinn hann Darra. Ekki var það nú leiðinlegt og höfðingjalegri móttökur hef ég sjaldan fengið. Takk Edda mín.
Svo komu ma&pa og við lögðum uppí leiðangur sem innihélt m.a. Þýskaland, Austurríki, Slóveníu og Ítalíu...
Ferðina enduðum við í Belgs og gamla settið stoppaði hjá mér í heilar 2 vikur. Eftir viku í Belgs sóttum við litlu systu til Amsterdam en flaug sérstaklega þangað til að heimsækja mig litla skinnið... Það var án efa hápunktur sumarsins að hafa næstum alla famelíuna hjá sér. Stóra systa og Njörður mágur ætla svo að kíkja í heimsókn í lok sept. Life is sweeeet...
25. ágúst flutti ég í nýtt Penthás og með fullri virðingu fyrir því gamla þá er þetta F A - fabulous. Mmmmhmmm. Svefnsófi og allar græjur fyrir þá sem þurfa frí ;) ....
Eftir flutninga fórum við til Þýskalands í 2 daga. Við erum voða hrifing af Djörmaní... Eftir það fóru ma&pa heim og systa nokkrum dögum seinna...
Þá fyrst byrjaði hasarinn í vinnunni, en no complaints here. Ég hef náttlea lengi verið highly busy og improtant þannig að það var nottle only a matter of time before the rest of the world relized it... mmmhmm...
Í síðustu viku fór ég enn og aftur til Djörmaní á ráðstefnu. Og svona til að fylgja eftir færslum síðasta árs; hvern hefði grunað að Þjóðverjar og Þýskaland væru svona spennandi...! Og í framhaldi af þeirri ráðstefnu var mér boðið að fara til Mílanó. Okey, ví læækz Djörmaní but Italy! Yes please..!
Ja hérna.. ég held að þetta sé bara komið... allt sem hefur drifið á daga mína s.l. 3 mánuði. Allt frásagnarvert allvega...
Það var þá ekki meira...

Reyndar kannski vert að minnast á svona að lokum, þá er ég búin að bóka miða heim á klakann 19. október. Mun stoppa í rúma viku! Jibbíkóla hvað ég hlakka til!

Stay out of trouble now... I know I'm trying to!
Toodles

3 Comments:

At 7:01 PM, Blogger Unknown said...

Þetta var nú ágætis súmmering fyrir frænda sem hefur ekki fylgst með þér í dáldin tíma... getur gert eins fyrir hin 5 til 10 árin?

:)

vona að þú hafir það gott og kíkir jafnvel líka í heimsókn af og til á okkar síðu:

frettiradvestan.wordpress.com

 
At 9:03 PM, Blogger Unknown said...

En er Elvis dauður? er það? ef þú gúgglar "is elvis still alive?" færðu rúmar 2 milljónir svara! þetta setur mig í bobba! ef elvis er á lífi? hversu mikilli blekkingu lifum við þá í á öðrum sviðum!???

 
At 4:51 PM, Anonymous Anonymous said...

hefðir þú látið Elvis borga??

hélt ekki.

farðu svo að drulla þér heim!

 

Post a Comment

<< Home