Lesstofudvergur í Leuven

Tuesday, February 05, 2008

....

Loksins eru komnar nýjar myndir af höllinni minni. Vona að þetta virki.... ég og tölvur höfum nú ekki verið þekktar fyrir harmónískt samband.

Um helgina hélt ég semi-innflutninspartý. Það var svakalegt stuð, enda ekkert nema Íslendingar á staðnum. Þeir klikka ekki þegar kemur að drykkju og góðu glensi. Ég á nú eitthvað aðeins eftir að ritskoða myndirnar áður en ég set þær á netið... nú er maður komin í fullorðinsvinnu og fullorðinsleik (takið eftir hvernig endirinn á orðinu er "sleik". Þið megið ráða hvort ég er í leik eða sleik) alla daga. Þá þýðir nú lítið að vera með einhverjar sveittar fyllerísmyndir af sjálfum sér á veraldarvefnum. Óneei. Þeir dagar eru liðnir...

Það var rosa fínt veður um helgina, eins og sjá má á myndunum, og þessvegna nýtti ég tíman milli partýa og þynnku í að útrétta og djæfa í bænum. Á sunnudaginn fengum við Fríða okkur svo late-lunch, kaffi og göngutúr. Enduðum á að fara í bíó á frekar vafasama mynd.

3 Comments:

At 2:32 PM, Anonymous Anonymous said...

Nei það er sko rétt, maður getur ekki verið að pósta hvað sem er á veraldarvefinn, ótrúlegt hvað fólk þvælist um og njósnar um annað fólk sem það þekkir ekki neitt. Ég var t.d. í samkvæmi um daginn og þá gaf sig á tal við mig ung stúlka sem ég veit hver er en þekki ekki neitt og fór bara að rekja hitt og þetta sem hún hafði lesið á blogginu mínu! Sko bloggið mitt fjallar um þunglyndi, óléttu og móðurhlutverkið! Ekki spennandi lesning en það er greinlega fólk sem nennir að hanga yfir þessu og spáðu í að komast svo líka í krassandi myndir! Ég var bara svo vitlaus að ég hélt að þú og hinir ættingjar og vinir í útlöndum væruð að lesa bloggið mitt!

 
At 7:07 PM, Anonymous Anonymous said...

Íbúðin er skemmtileg að sjá... vona að þér lýði vel þarna.

Hvernig er það samt Vala, svarar þú commentum sjaldan á vefnum þínum? :)

 
At 11:13 AM, Blogger Lesstofudvergurinn said...

Já mér lýður alveg ótrúlega vel hérna, takk :)
En já... hahah, þú náðir mér heldur betur þarna, ég er glötuð að svara commentum og geri það afar sjaldan! Bein spurning virkar sennilega best... Samt finnst mér rosa gaman að sjá hverjir lesa og fylgjast með, þ.e. að fá comment :)

 

Post a Comment

<< Home