Lesstofudvergur í Leuven

Friday, February 01, 2008

Fimmtudagur til f***dans

True story
Í gær svaf ég yfir mig. Þegar ég var komin uppá lestarstöð ákvað ég að fara í passamyndasjálfsala. Ég geri það alltaf á fimmtudagsmorgnum. Svo geymi ég myndirnar og ber þær saman reglulega. Passamyndasjálfsalinn var hinsvegar ekki eins samvinnuþýður í gær og hann er venjulega. Ég skvetti á mig smá púðri og gloss, lagaði hárið og setti upp Zoolanderinn. Svo byrjaði ég að setja mynt í peningaraufina. Myndatakan kostar 5€ og það vildi svo skemmtilega til að ég átti bara 4.90€ og sjálfsalinn gefur ekki til baka. F***k!
Taka tvö.
Eftir vinnu fór ég aftur í sjálfsalann vopnuð 5€ seðli. Á sjálfsalanum er stór auglýsing þess efnis að hægt sé að greiða fyrir myndatökuna með 5€ seðli. Já nei. Það er bara ekki rassgat hægt. Double f***k!
Næst fór ég í bankann. Ég hafði pantað nýtt debet kort hjá þeim í nóvember eftir að veskinu mínu var stolið. Mánuði eftir að tölvunni minni var stolið. Kortið var ekki í bankanum. Það hafði verið sent á óþekkt heimilisfang og fannst hvergi. Því korti þurfti því að loka og panta nýtt. Ég þurfti sko samt að borga fyrir bæði kortin. Augljóslega. F**itar!
Þá var ferðinni heitið í ráðhúsið þar sem ég þurfti að sækja um dvalarleyfi.
"Hefurðu áður sótt um dvalarleyfi hér"
"Já, ég var með dvalarleyfisskírteini sem rann út 30. nóvember. Því var hinsvegar stolið í fyrir jól"
"Þú verður að tilkynna það til lögreglunnar"
"Ég gerði það á sínum tíma"
"Þú verður að fara aftur til lögreglunnar með 2 passamyndir af þér"
"....Uuuuu... og afhverju ætti ég að gera það"
"Til að tilkynna að skírteininu hafi verið stolið"
"En ég er búin að tilkynna skírteinið stolið og er með lögregluskýrsluna hérna með mér".
"Nei nei nei, það gengur ekki" (ertu eitthvað verri manneskja!!) "Þú verður að fara aftur til lögreglunnar með 2 passamyndir. Svo bíðurðu í 2-3 vikur. Svo kemurðu aftur til mín með 4 passamyndir "
"Okey hvað er málið með passamyndirnar? "
"...." (þessi ætti nú bara að vera inná hæli - augnaráð).
"Og eftir hverju er ég að bíða í þessar 2-3 vikur"

"Eftir að ég geti framlengt dvalarleyfinu þínu"
"Get ég ekki bara sótt um nýtt"
"Fyrst þarftu að fara á lögreglustöðina með passamyndirnar"
Á lögreglustöðinni:

"Dvalarleyfisskírteininu mínu var stolið fyrir jól. Ég er hérna með 2 passamyndir handa ykkur" (why, WHY???)
"Þú hefðir átt að koma strax og því var stolið!!"

"Ég gerði það, ég tilkynnti allt veskið, með skírteininu, stolið í nóvember"
"Bíddu, ertu búin að tilkynna skírteinið stolið"
"Já, ég gerði það strax og því var stolið"

"Afhverju ertu þá hérna"
"Mig vantar nýtt dvalarleyfisskírteini"
"Þá ferðu bara í ráðhúsið, það er hérna handan við hornið".
"Ég var semsagt að koma þaðan. Þeir sendu mig hingað".
"Nú... að gera hvað"?
"Mér var sagt að koma hingað með 2 passamyndir".
.....

Og til að gera langa sögu stutta fékk ég engar passamyndir, ekkert debetkort og ekkert dvalarleyfi. Triple f***k!!

Ég hef nýja virðingu fyrir ólöglegum innflytjendum. Who can take this crap?

Góða helgi elskurnar mínar ;o)

5 Comments:

At 3:50 PM, Anonymous Anonymous said...

MOHAHAHAHAHAHAH!!! remind me why you live in belgium again!!!

 
At 10:06 PM, Blogger Halli said...

haha bwahahaha

vertu nú bara ánægð að fólkið í ráðhúsinu og á löggustöðinni talaði svona góða íslensku.


æðislegt með passamyndirnar, hlakka til að sjá slæd-sjóvið.

mikið eru Belgar mikilir belgar.

 
At 3:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Múhahahaha, ég var næstum því búin að gleyma því hvernig Belgar eru!!!
Vá hvað ég er fegin að vera ekki að flytja til Belgíu aftur ;-) ...vonum að liðið sé e-ð skárra hinum megin við landamærin.

P.S. Við viljum fransbrauð, eða myndir af nýju penthouse-íbúðinni þinni.

 
At 3:42 PM, Anonymous Anonymous said...

Kveðja, Zkapti

 
At 7:14 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég finn til með þér... þetta er ekki betra í USAinu finnst mér.

Credit history, sem er saga um það að þú standir við þitt í að borga reikninga með kreditkorti sem skráist niður í einhvern database.
Til að fá credit history þarf maður kreditkort, til að fá kreditkort þarf maður credit history.

Ökuskírteini, þarft annaðhvort að vera kominn með social security eða koma með blað sem segir að þú fáir það ekki. Dugar ekki að vera að bíða eftir því einsog ég síðustu 3 vikurnar og eflaust 2-3 í viðbót.

Tryggingar á bíl, þarft amerískt ökuskírteini eða borga 2x-3x sinnum meira.

Fá bílnúmer á bílinn sem ég keypti, þarft tryggingar á bílinn.

Svo ég þarf að bíða eftir social security númerinu og svo biðja til peningaguðsins um að fá einhverntímann kreditkort...

Og ef þú myndir missa dvalarleyfið hér eða renna út á tíma... tsk tsk..

 

Post a Comment

<< Home