Lesstofudvergur í Leuven

Friday, February 08, 2008

Fugly

Hárið á mér hefur náð nýju hæðum í ljótleika. Það er svo ljótt að ef ég væri úti á götu að labba með Justin Timberlake (sem augljóslega er every day event hjá mér) myndu gangandi vegfarendur ekki taka eftir Justin vegna þess hversu áberandi ljótt hárið á mér er. Ef það væri ekki hárið sem næði fullri athygli þeirra væri það ofbirta í augun vegna þess hversu hvít ég er.
Í staðinn fyrir að fara í ljós og litun og klippingu (guð hvað ég sakna mömmu) hef ég ákveðið að gerast trend-setter. Ljótt hár og hvítt hörund er framtíðin. Hver sá sem reynir að sannfæra ykkur um annað er greinilega á mála hjá einhverju fégráðugu snyrtifyrirtækinu. Ég læt sko ekki blekkjast. Ónei, foreldrar mínir kenndu mér nú betur en það. Ég set hérna með splunkunýja mynd af mér til að rökstyðja mál mitt. Ef þið sjáið mig ekki er það afþví ég er samlið bakgrunninum.
Það besta við þetta er samt að nú blandast ég vel inn í belgískuna. Belgar eru nefnilega allir með hvítuna og fugly hár. Yndislegt.

Toodles

2 Comments:

At 1:26 PM, Anonymous Anonymous said...

OML! It has happend! You've turned belgian!!!

 
At 3:40 AM, Blogger Rannveig said...

Gleður mig að heyra! Þar sem ég er hvítari en allt hvítt hérna in the hood í London þá er gott að vera aftur meðal jafningja von bráðar ;)

 

Post a Comment

<< Home