Lesstofudvergur í Leuven

Saturday, February 09, 2008

Tónleikar

Bókasafnið hér í Leuven, sem er einkennismerki borgarinnar, var byggt af Bandaríkjamönnum eftir síðari heimstyrjöld sem gjöf til borgarinnar. Byggingin er stór og mikil með háum turni. Í turninum eru klukkur (eins og kirkjuklukkur) sem hringja á kortersfresti. Suma daga spila klukkurnar hinsvegar lög. Lög eins og gamla slagara með Elton John eða John Lennon, Sinfóníur Mozarts og fleiri snillinga svo eitthvað sé nefnt. Það er engin sérstök regla á því hvaða daga klukkurnar spila eða hvaða lög þær spila en dagurinn í dag er einmitt einn af þessum dögum. Ég bý ca. 200m fjarlægð frá bókasafninu. Hér er útsýnið af svölunum hjá mér.

Eftir vinnu í gær ákváðum við Fríða að skella okkur í 1 bjór. Vinnavikan var búin að vera afar löng og ströng og við áttum svo sannarlega skilið að slaka aðeins á með einum köldum. Einn kaldur breyttist hinsvegar fljótlega í Sushi og hvítvín, Martini, Vodka í Redbull og svaðalegt tjútt. Þvílík stemning! Heimkoma í morgun var rúmlega 6.30. Þá "svaf" ég í 2 tíma en þurfti þá að fara á fætur til að sinna verkefnum dagsins. Hressandi.

Núna er ég alls ekkert þunn og meiriháttar hress. Ég er að undirbúa verkefni í Lögskýringum og njóta þess að hlusta á ljúfa tóna bókasafnsklukknanna.

Life is good.

3 Comments:

At 5:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Frá bloggleysi yfir í bloggbrjálæði :)

mér líkar það... ég skal muna þetta með commentin og reyna að taka það ekki persónulega :)

Skemmtilegur turn... en ég vona að lagið sé ekki á replay allan daginn :)

 
At 12:13 AM, Anonymous Anonymous said...

æðisleg íbúð og útsýni :)

gaman að þú ert byrjuð að blogga aftur.

kv. Ásgerður

 
At 2:55 PM, Anonymous Anonymous said...

hvað það er gott að lesa þig aftur.
og svo hefði þér bara hundleiðst á árshátíðinni svo þú getur hætt að grenja yfir að hafa ekki komið.

 

Post a Comment

<< Home