Tónleikar
Bókasafnið hér í
Eftir vinnu í gær ákváðum við Fríða að skella okkur í 1 bjór. Vinnavikan var búin að vera afar löng og ströng og við áttum svo sannarlega skilið að slaka aðeins á með einum köldum. Einn kaldur breyttist hinsvegar fljótlega í Sushi og hvítvín, Martini, Vodka í Redbull og svaðalegt tjútt. Þvílík stemning! Heimkoma í morgun var rúmlega 6.30. Þá "svaf" ég í 2 tíma en þurfti þá að fara á fætur til að sinna verkefnum dagsins. Hressandi.
Núna er ég alls ekkert þunn og meiriháttar hress. Ég er að undirbúa verkefni í Lögskýringum og njóta þess að hlusta á ljúfa tóna bókasafnsklukknanna.
Life is good.
3 Comments:
Frá bloggleysi yfir í bloggbrjálæði :)
mér líkar það... ég skal muna þetta með commentin og reyna að taka það ekki persónulega :)
Skemmtilegur turn... en ég vona að lagið sé ekki á replay allan daginn :)
æðisleg íbúð og útsýni :)
gaman að þú ert byrjuð að blogga aftur.
kv. Ásgerður
hvað það er gott að lesa þig aftur.
og svo hefði þér bara hundleiðst á árshátíðinni svo þú getur hætt að grenja yfir að hafa ekki komið.
Post a Comment
<< Home